Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 4
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR4 FRÉTTABLAÐIÐ, WASHINGTON „Við eigum enn í kreppu og afleið- ingar hennar eru enn áberandi,“ sagði Dominique Strauss-Kahn, framkvæmda- stjóri Alþjóða- gjaldeyris- sjóðsins (AGS), á blaðamanna- fundi við opnun vorfundar sjóðs- ins og Alþjóða- bankans í gær. Strauss-Kahn varaði þjóðir heims sérstak- lega við því að verða áhyggju- leysi að bráð því bregðast þyrfti við aðkallandi vandamálum. Enn væri mikil óvissa um framtíðar- þróun og þótt einhver efnahags- bati hafi orðið þá væri hann mis- jafn á milli landa og mis skiptur innan þeirra. Stærsta verkefnið sagði Strauss-Kahn vera að veita efna- hagsbata og vexti í atvinnusköp- un, þar væri helst pottur brotinn í heiminum. - óká Framkvæmdastjóri AGS: Ekki tími fyrir áhyggjuleysi STRAUSS-KAHN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 16° 14° 12° 16° 15° 10° 10° 21° 17° 19° 15° 30° 10° 17° 18° 10° Á MORGUN 8-13 m/s. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 4 3 2 2 1 2 -2 3 3 5 4 9 10 7 8 11 12 12 17 8 15 12 8 5 4 5 2 4 3 2 0 1 KÓLNANDI veður á landinu í dag og má búast við að hitinn verði víða um og rétt yfi r frostmarki norðan til á landinu. Að öðru leyti verður veður svipað, stíf suðvestanátt og víða él eða slyddu- él. Ekki útlit fyrir miklar breytingar um helgina. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður LANDBÚNAÐUR Kjúklingaframleið- endur eru afar fáir hér á landi og er mun algengara að sýkingar komi upp í stórum búum heldur en í þeim sem minni eru. Einung- is eru fjórir kjúklingaframleið- endur á landinu. Halda þeir úti 82 eldishúsum með pláss fyrir um 720.000 fugla. Nær allir framleið- endurnir eru í nágrenni við höfuð- borgarsvæðið, sem gerir nýtingu á búfjáráburði frá alifuglarækt- inni óhagkvæmari en ef eining- arnar væru dreifðari um landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu starfshóps sjávarútvegs- og land- búnaðarráðneytis um eflingu ali- fuglaræktar á Íslandi. Að mati starfshópsins benda þau fjölmörgu tilvik sem upp hafa komið af salmonellusýking- um í íslenskum kjúklingabúum til þess að megináhættan sé fólgin í stærð einstakra búa og smitvörn- um innan þeirra. Þá telur starfshópurinn einn- ig of fáa aðila sjá um slátrun og vinnslu á fuglunum, sem þýðir að ef einn þeirra dettur úr fram- leiðslu sé hæpið að hinir geti annað þörfum markaðarins. Vart var við þónokkurn kjúklingaskort í verslunum á síðasta ári vegna tíðra tilvika salmonellusýkinga hjá flestum framleiðendum. Farga og urða þurfti hundruðum tonna af fuglum og hljóp fjárhagslegt tjón framleiðenda á tugum millj- óna. „Við teljum að búin eigi að vera í minni einingum. Það eykur matvælaöryggið í landinu,“ segir Björn Halldórsson, bóndi á Akri og formaður starfshóps- ins. „Dreifð framleiðsla um land- ið hefur einnig áhrif á nærsam- félög. Vilji menn nýta allt landið og halda því í byggð er þetta ein leið til þess.“ Mat hópsins er að endurskoða þurfi núverandi reglugerð um aðbúnað og sjúkdómavarnir á ali- fuglabúum og útungunarstöðvum. Reglugerðin er frá árinu 1995 og segir Björn hana einfaldlega vera orðna úrelta. „Við verðum að horfast í augu við það að á sama tíma og neytend- ur gera kröfur um að framleiðsl- an tryggi góðan aðbúnað dýranna, kosti þær breytingar peninga. Það skilar sér þá í einhverri hækkun á vöruverði,“ segir Björn. „Sem mun þá skila sér í hækkun á verði vörunnar í verslunum.“ sunna@frettabladid.is Nefnd vill fleiri og minni kjúklingabú Mikilvægt er að fjölga kjúklingabúum í landinu og minnka einingarnar, að mati starfshóps landbúnaðarráðuneytis. Lög um sjúkdómavarnir eru úrelt. Framleiðsla á innlendu fóðri er vel möguleg og gæti skilað góðum árangri. Starfshópurinn vekur athygli á því í skýrslu sinni að ef skipt væri út hluta af hinu innflutta kolvetnafóðri alifugla fyrir íslenskt bygg mundu hver 10 prósent auka veltu íslenskrar kornræktar um nálægt 100 milljónum króna. Að mati starfshópsins gefur ræktun á korni, byggi og hveiti hér á landi góðar vonir varðandi alifuglarækt og líklegt er að vannýttir möguleikar séu fyrir hendi varðandi notkun þess við eldið. „Nærfellt öll framleiðsla kjúklinga og eggja er byggð á innfluttu fóðri. Af því leiðir að framleiðslan er algerlega háð innflutningi á nægu og góðu fóðri. Spyrja má hvort það sé ásættanleg staða með tilliti til matvælaöryggis þjóðarinnar,“ segir í skýrslunni. Auka veltu kornræktar um 100 milljónir KJÚKLINGAFRAMLEIÐSLA Salmonellusýkingar koma oftast upp í stórum kjúklinga- búum, eins og sýndi sig á síðasta ári þegar yfir fimmtíu tilvik greindust. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Átti ekki fyrir matnum Ríkissaksóknari hefur ákært íslenskan karlmann fyrir fjársvik. Manninum er gefið að sök að hafa í júní 2008 pantað og neytt veitinga á veitinga- húsum í Kaupmannahöfn fyrir um sautján þúsund íslenskar krónur án þess að geta greitt fyrir. SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa fyrstu þrjá mánuði ársins er um fimmtungi meiri en á sama tíma í fyrra. Aukningin er 19 prósent á föstu verði. Heildar- aflinn var tæpum fimm prósent- um meiri í mars nú en í fyrra, á föstu verði. Í tonnum talið dróst hann saman um rúm þúsund tonn. Botnfiskafli dróst saman um tæp 5.500 tonn milli ára og var 44.600 tonn. 3.800 tonnum meira veiddist af uppsjávartegundum í mars en á sama tíma í fyrra, eða 69 þúsund tonn. - þeb Færri tonn en hærra verð: Aflinn aukist um 19 prósent DÓMSMÁL EVRÓPUSAMBANDIÐ Evrópusam- bandið ætti að bjóða nágrönnum sínum í suðri að vera hluti af mark- aðssvæði þess og verða aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta sagði stækkunarstjóri ESB, Stefan Füle, í viðtali á dögunum. Füle segir að Evrópusamband- ið verði að vera metnaðarfullt og skapandi nú þegar byltingar eigi sér stað í arabaheiminum. Þetta eigi ekki síst við til þess að forða löndunum frá því að „verða stolið“ af öfgamönnum. Spurður um samanburð milli byltinganna í Austur-Evrópu árið 1989 og byltingarnar nú sagði hann grundvallarmuninn liggja í því að Austur-Evrópuríkjum hefði verið boðið að ganga í Evrópusambandið og NATO. Af þessum sökum undirbýr ESB nú endurskoðun á stefnu sinni gagnvart nágrönnunum í suðri, segir hann. Sambandið beri gríðar- lega ábyrgð þótt það sé fyrst og fremst fólksins í Túnis, Egypta- landi og öðrum löndum að móta breytingar. Þjóðirnar þurfi þó að vita að þegar þær takist á við umbætur eigi þær sterkan banda- mann í Evrópusambandinu. - þeb Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, vill opna EES fyrir Túnis, Egyptalandi og fleirum: Vill sjá stækkun EES til suðurs STÆKKUNARSTJÓRINN Stefan Füle vill að byltingarríkin eignist öflugan banda- mann í Evrópusambandinu. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 14.04.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,8777 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,10 113,64 184,33 185,23 162,67 163,59 21,807 21,935 20,649 20,771 18,004 18,110 1,3564 1,3644 180,26 181,34 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is SAMFÉLAGSMÁL Ungmenni á aldr- inum 13 til 18 ára munu koma saman um næstu helgi og móta tillögur um mál tengd stjórnar- skrá Íslands, sem sendar verða þingmönnum og stjórnlagaráð. Um er að ræða samstarfs- verkefni Unicef, Umboðsmanns barna og Reykjavíkurborgar, en markmiðið er að rödd barna og unglinga fái að heyrast við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Hildur Hjörvar, formaður ung- mennaráðs Unicef, segir að börn séu oft notuð í umræðunni, en aldrei spurð um skoðun á málum. „Börn eru oft vanmetin að því leyti. Þau munu líka þurfa að búa mun lengur við stjórnarskrána en fólkið sem er að endurskrifa hana núna.“ - þj Börn og stjórnarskráin: Vilja að raddir barna heyrist VILJA MÓTA FRAMTÍÐINA Krakkarnir eru í óða önn að undirbúa þing helgarinnar. Fræðsluefni þeirra um stjórnarskrána má finna á vefnum stjornlogungafolks- ins.is FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Viðræður um sameiningu Sveitarstjórn Bæjarhrepps hefur sam- þykkt að leita eftir formlegum við- ræðum við sveitarstjórn Húnaþings vestra um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Rúmlega ellefu hundruð íbúar eru í Húnaþingi og eitt hundrað í Bæjarhreppi. HÚNAÞING Kannabis í Breiðholti Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í fyrrinótt. Við húsleit fundust rúmlega hundrað kannabisplöntur. Á sama stað var einnig lagt hald á ýmsan búnað sem tengdist starfseminni. Karlmaður á fertugsaldri játaði sök. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.