Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 56
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR40 sport@frettabladid.is SUNNA JÓNSDÓTTIR hefur söðlað um og gengið til liðs við Fram í N1-deild kvenna. Sunna kemur frá Fylki, þar sem hún hefur leikið allan sinn feril, en hún gerði nú tveggja ára samning við Framara. Áður hafði Fram fengið markvörðinn Guðrúnu Ósk Maríasdóttur frá Fylki. Faxafeni 5, Reykjavik Heilsudýnan sem styður svo vel við þig að þér finnst þú svífa í svefni Heilsudagar í apríl Allar TEMPUR® heilsudýnur og -koddar á 25% afslætti ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is - Í öll anddyri - Hvaða stærð sem er - Afgreidd á 2 dögum • •B U R S TA G E R Ð I N ÍS L E N S K U R I Ð N A Ð U R N1-deild karla UNDANÚRSLIT FH - Fram 29-22 (14-9) Mörk FH (skot): Ólafur Guðmundsson 7 (10), Ásbjörn Friðriksson 6/2 (8/3), Ólafur Gústafsson 5 (7), Baldvin Þorsteinsson 3 (4), Ari Magnús Þorgeirsson 2 (3), Örn Ingi Bjarkason 2 (3), Atli Rúnar Steinþórsson 2 (2), Benedikt Reynir Krist- insson 2 (2). Varin skot: Daníel Andrésson 11, Pálmar Péturs- son 4/1. Hraðaupphlaupsmörk: 3 (Ari, Baldvin, Benedikt) Fiskuð víti: 3 (Örn Ingi 2, Ólafur Guðm) Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Fram (skot): Einar Rafn Eiðsson 9/3 (13/4), Jóhann Gunnar Einarsson 5 (9), Arnar Birkir Hálfdánarson 3 (3), Halldór Jóhann Sigfús- son 2 (3), Magnús Stefánsson 1 (2), Haraldur Þorvarðarson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 1 (5), Jóhann Karl Reynisson 0 (1). Varin skot: Björn Viðar Björnsson 11/1, Magnús Erlendsson 5. Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Einar 2, Jóhann, Arnar) Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Halldór, Hákon) Utan vallar: 10 mínútur FH leiðir einvígið, 1-0. Akureyri - HK 26-23 (13-13) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 7/2 (11/2), Oddur Gretarsson 6/1 (10/1), Daníel Örn Einarsson 4 (5), Guðmundur H. Helgason 4 (10), Hörður Fannar Sigþórsson 2 (2), Heimir Örn Árnason 2 (4), Bergvin Þór Gíslason 1 (1), Jón Heiðar Sigurðarson (1). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 19/1 (42/4, 45%), Stefán Guðnason 2 (2/1, 100%) Hraðaupphlaup: 3 (Bjarni 1, Heimir Örn 1, Oddur 1) Fiskuð víti: 3 (Guðmundur H. 2, Bjarni 1) Utan vallar: 8 mínútur Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 10 (16), Sigurjón F. Björnsson 3 (3), Atli Ævar Ing- ólfsson 3 (5), Leó Snær Pétursson 2 (4), Daníel Berg Grétarsson 2/2 (5/3), Bjarki Már Elísson 2/1 (6/2), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Bjarki Már Gunnarsson (1), Atli Karl Bachmann (1), Hörður Másson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 17 (42/3, 40%) Hraðaupphlaup: 4 (Ólafur Bjarki 3, Bjarki Már 1) Fiskuð víti: 5 (Vilhelm Gauti 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1, Atli Ævar 1) Utan vallar: 8 mínútur Akureyri leiðir einvígið, 1-0. NÆSTU LEIKIR HK - Akureyri á morgun kl. 16 Fram - FH á morgun kl. 16 Evrópudeild UEFA Spartak Moskva - Porto 2-5 Porto vann samanlagt, 10-3. PSV Eindhoven - Benfica 2-2 Benfica vann samanlagt, 6-3. FC Twente - Villarreal 1-3 Villarreal vann samanlagt, 8-2. Sporting Braga - Dynamo Kiev 0-0 Braga komst áfram þar sem liðið skoraði fleiri mörk á útivelli í rimmunni. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Úkraínu. UNDANÚRSLIT Braga - Benfica Porto - Villarreal Leikirnir fara fram 28. apríl og 5. maí. ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Sundsvall Dragons tryggði sér í gær sæti í loka- úrslitunum í úrslitakeppni sænsku úrvalsdeildarinnar með því að sópa Södertälje Kings úr undanúrslitunum, 3-0. Sundsvall vann þriðja leik liðanna örugglega á heimavelli, 104-79. Liðið náði forystu strax á fyrstu mínútu og lét hana aldrei af hendi en staðan í hálfleik var 56-38. Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson voru sem fyrr í lykilhlutverki í liði Sunds- vall í kvöld. Jakob skoraði sextán stig og gaf sex stoðsendingar en Hlynur var með fimmtán stig og níu fráköst. Sundsvall mætir annað hvort LF Basket eða Norrköping Dolp- hins í úrslitarimmunni. Staðan í undanúrslitaeinvígi þeirra er 1-1. - esá Sænski körfuboltinn: Sundsvall spilar um titilinn STERKIR Jakob Sigurðarson og Hlynur Bæringsson áttu báðir góðan leik í gær eins og oftast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Akureyri virðist vera með gott tak á HK-ingum og ekki breyttist það í gær. Þá unnu norðan menn fyrsta leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1-deildar karla. Akureyri vann þriggja marka sigur, 26-23, eftir að jafnt var í hálfleik. Þetta var í fjórða sinn sem liðin mætast á tímabilinu og hefur Akureyri unnið alla leikina. „Ég er ánægður með sigur- inn,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálf- ari Akureyrar, eftir leikinn. „Við unnum og það er fyrir öllu. Þetta var hörkuleikur enda ekki við öðru að búast í úrslitakeppninni. Svona verður þetta alltaf.“ HK komst 4-1 yfir snemma leiks og var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Akureyri komst svo yfir í upphafi þess síðari og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. „Þetta var í fyrsta sinn sem við lendum undir á móti þeim. Yfir- leitt höfum við leitt nokkuð örugglega í þessum leikjum, sem hafa þó flestir verið spenn- andi,“ sagði Atli. „Við vorum frekar ósáttir við fyrri hálfleikinn og vildum að vörnin tæki fleiri bolta. Það lag- aðist í seinni hálfleik, sem skóp í raun þennan sigur. Það er það sem við þurfum að laga fyrir næsta leik – að loka vörninni betur og fá fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Í því erum við bestir,“ sagði Atli en næsti leikur lið- anna verður í Digranes- inu á morgun. - esá Akureyri vann fyrsta leikinn í undanúrslitarimmu sinni gegn FH í gær: Fjórði sigur Akureyrar gegn HK SVEINBJÖRN ÖFLUGUR Sveinbjörn Pétursson var sem fyrr góður í marki Akureyrar í gær. HANDBOLTI „Við þurftum alveg að hafa fyrir þessu en spiluðum frá- bæran leik og uppskárum eftir því,“ sagði Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, eftir að liðið vann Fram í undanúrslitum Íslands- mótsins í handbolta 29-22. Hafnarfjarðarliðið var mun betra í þessum leik og ljóst er að mikið þarf að breytast hjá Fram ef liðið ætlar ekki að skella sér í sumar frí á laugardag. „Maður bjóst við að þeir myndu spila 5+1 meira en vörnin var ekki svo mikið vandamál hjá þeim. Það kom ann- ars fátt á óvart hjá þeim,“ sagði Ásbjörn. Lykillinn að sigri FH í gær var kannski helst góður varnarleikur. „Við höfum spilað góða vörn og gert það alltaf betur og betur eftir því sem liðið hefur á veturinn. Það verður vonandi áframhald á því. Þetta er bara einn sigur, þótt við höfum unnið svona sannfærandi. Þeir geta jafnað þetta á laugardag- inn svo við verðum að mæta til- búnir,“ sagði Ásbjörn. „Við ætlum bara að vinna þann leik, sama hvernig við förum að því. Það er vitað að það verður erfitt.“ FH-ingar voru yfir nánast allan leikinn í gær. Ólafur Gústafs- son sló taktinn snemma leiks með þrumuskotum og gestirnir úr Safamýri fundu ekki glufur á vörn heimamanna. Staðan í hálf- leik var 14-9. Einbeit t ir Hafnfirðingar hleyptu Frömurum aldrei nálægt sér í seinni hálfleiknum. Þeir voru með öll tök á leiknum og ef hægt er að segja að aðeins eitt lið hafi verið á vellinum í handbolta þá á það við um þennan leik. Á endan- um vann FH sjö marka sigur. „Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum sér- staklega hægir sóknarlega. Mér fannst vanta miklu meiri áræðni og hraða í okkar sóknarleik. Varnar lega er ég nokkuð sáttur.“ Reynir segir að liðið þurfi að bæta hraðann í sóknarleiknum fyrir seinni leikinn. „Maður spyr sig hvort eitthvað hafi verið að angra menn í dag en þetta er bara rétt að byrja. Við öndum rólega og hingað mætum við aftur á mánudaginn. Það er bara þannig.“ Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH, var ánægður með varnarleik síns liðs. „Sóknin var einnig mjög öguð hjá okkur svo ég myndi segja að við höfum spilað mjög vel. Við náðum mjög snemma ákveðinni forystu og náðum að halda þeim í fimm til sex marka forskoti allan tímann. Þetta var mjög stöðugt og allir sem komu inn skiluðu sínu,“ sagði Einar, sem býst við að leikurinn á laugardag verið erfiðari. „Þeir eru nú komnir með bakið upp við vegginn og við verðum að fara vel yfir þennan leik og sjá hvað við getum lagað. Það verður örugglega jafnari leikur.“ elvargeir@frettabladid.is FH með öll tök í fyrsta leik FH-ingar spiluðu líklega sinn besta varnarleik í vetur þegar þeir unnu Framara með sjö marka mun í fyrsta undanúrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir héldu einbeitingu allan leikinn og Fram komst aldrei nálægt þeim. ÁSBJÖRN FRIÐRIKSSON Leikstjórnandinn öflugi í liði FH. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.