Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 12
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Vodafone IS 3G 10:32 App, app mín sál! Fermingartilboð í öllum verslunum Stórsnjallir símar á frábæru verði auk úrvals framúrskarandi fermingargjafa. Prófaðu nýjustu tæknina og sjáðu framtíðina með þínum eigin augum. Láttu ekki app úr hendi sleppa. 2.499 kr. á mán. í 12 mán. Fullt verð: 29.990 kr. 2 miðar í Sambíóin fylgja á meðan birgðir endast 200 MB á mán. fylgir með í 6 mán. LG Optimus Me F í t o n / S Í A DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn syni sínum. Manninum var gefið að sök að hafa á árinu 2009 farið upp í rúm til sonar síns, sem var í heimsókn hjá föður sínum, og brotið þar gegn honum með ýmsum kynferðisleg- um athöfnum, þar á meðal með því að fróa honum. Drengurinn skýrði móður sinni frá atvikinu þegar hann kom heim og hún kærði málið til lögreglu. Drengurinn sagði við skýrslutöku hjá lögreglu að faðir sinn hefði fengið sáðlát við athæfið. Nokkrum mánuðum síðar dró móðirin kæruna til baka. Eftir sýnatökur kom í ljós að sæðisblett- ir úr föðurnum fundust á hettu- peysu sem hann var í við handtöku skömmu eftir hið meinta atvik, og eins í laki í rúminu sem sonurinn hafði sofið í. Héraðsdómur Norðurlands eystra hafði sýknað manninn á þeirri forsendu að orð sonar stæðu gegn orði föður og ákæruvaldinu hefði ekki alveg tekist að sanna, svo að ekki yrði vefengt, að maðurinn hefði framið það brot sem honum var gefið að sök. Hæstiréttur staðfesti þann dóm með nokkrum athugasemdum, en telur athugasemdirnar ekki nægi- lega veigamiklar til að ómerkja dóminn. - jss Hæstiréttur staðfestir sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra: Sýknaður þrátt fyrir sæðisbletti HÆSTIRÉTTUR Gerði athugasemdir en sýknaði manninn. SKÓLAMÁL Meirihlutinn í mennta- ráði Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum á miðvikudag að fækka nokkuð framkomnum hug- myndum um sameiningar í skóla- og leikskólakerfi borgarinnar. Hugmyndirnar voru afar umdeildar og fengu almennt nei- kvæðar umsagnir hjá hagsmuna- aðilum og hafa verið gagnrýndar af minnihlutanum í borgarstjórn. Í nýju tillögunum, sem verða að öllum líkindum afgreiddar endan- lega í næstu viku, er gert ráð fyrir sameiningum 24 leikskóla í stað 30 áður. Þá er frestað annarri af tveimur sameiningum leikskóla og grunnskóla þar sem sameining Fossvogsskóla, Kvistarborgar og frístundaheimilisins Neðsta- lands kemur til framkvæmda árið 2013 en Ártúnsskóli, leikskólinn Kvarnaborg og frístundaheim- ilið Skólasel verða sameinuð frá og með áramótum og árangur- inn metinn með tilliti til frekari slíkra sameininga. Þá er óbreytt tillaga um að Foldaskóli verði unglingaskóli og taki við nemendum úr Húsa- skóla og Hamraskóla frá og með haustinu 2012, en sameiningu Korpuskóla og Víkurskóla, Álfta- mýrarskóla og Hvassaleitisskóla og Borgaskóla og Engjaskóla er frestað fram að næstu áramótum. Gert er ráð fyrir að fjárhags- leg hagræðing á næsta ári verði rúmar 250 milljónir króna í stað um 300 milljóna eins og fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ekki hefur þó alfarið verið horfið frá sameiningarhugmynd- um því að meirihlutinn hefur boðað til funda með foreldrum og starfsfólki á næstu vikum þar sem frekari hagræðingar verða ræddar. Fulltrúar minnihlutans lýstu yfir óánægju sinni með að meiri- hlutinn héldi hugmyndunum til streitu og áheyrnarfulltrúar félagasamtaka bókuðu mismikla óánægju með framgang mála. Til að mynda telja Börnin okkar, félag foreldra leikskóla- barna, og SAMFOK, foreldrafélag grunnskóla að það skjóti skökku við að leggja út í svo umfangs- miklar breytingar gegn vilja borgarbúa á meðan blásið sé til samráðs um frekari aðgerðir. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, segir meirihlutann hafa hlustað á raddir borgarbúa og reynt að bregðast við þeim. „Róttækum breytingum fylgir þó alltaf gagnrýni, við vorum meðvituð um það.“ Oddný bætir því við að hún von- ist til þess að foreldrar og starfs- fólk muni nú taka höndum saman við borgaryfirvöld í innleiðingar- ferlinu sem er fram undan. thorgils@frettabladid.is Breytingar á tillögum um sameiningu skóla Nýjar tillögur í sameiningarmálum í skólakerfi Reykjavíkur kveða á um að hætt verði við sameiningu sex leikskóla og frestað verði sameiningu nokkrra grunn- skóla. Meirihlutinn í borgarstjórn boðar nánara samráð um næstu sameiningar. BREYTT ÁFORM Meirihlutinn hefur fækkað áformuðum sameiningum í skólakerfi Reykjavíkur eftir umsagnir hagsmunaaðila. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ■ Drafnarborg og Dvergasteinn ■ Barónsborg, Lindarborg og Njálsborg ■ Hamraborg og Sólbakki ■ Hlíðaborg og Sólhlíð ■ Holtaborg og Sunnuborg ■ Hlíðarendi og Ásborg ■ Laugaborg og Lækjaborg ■ Furuborg og Skógarborg ■ Arnarborg og Fálkaborg ■ Hálsaborg og Hálsakot ■ Foldaborg, Foldakot og Funaborg Sameiningar leikskóla Eftirfarandi leikskólar verða sameinaðir samkvæmt nýjustu tillögum: DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt Árna Mathiesen og íslenska ríkið til að greiða hæstaréttarlög- manninum Guðmundi Kristjánssyni hálfa milljón króna í bætur fyrir ærumeiðingar sem fólgnar voru í skipun Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Dómurinn lækkar bæturnar niður í einn sjö- unda af þeim 3,5 milljónum sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Guðmundi í fyrra. Árni skipaði Þorstein í starfið þrátt fyrir að hann hefði verið metinn tveimur hæfisflokk- um neðar en nokkrir aðrir umsækjendur. Guðmundur taldi þetta fela í sér mein- gerð gegn æru hans, auk þess sem hann vildi skaðabætur fyrir að hafa ekki fengið stöð- una. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þótt engin orð hafi verið látin falla til að vega að persónu eða æru Guðmundar verði ekki fram hjá því litið að Árna hafi mátti vera ljóst að þessar gerðir hans gætu að ófyrirsynju bitnað á orðspori Guðmundar og orðið honum þann- ig að meini. Þrátt fyrir það hafi hann geng- ið fram án þess að skeyta nokkuð um þessa augljósu hættu. Tveir dómarar, Árni Kolbeinsson og Markús Sigurbjörnsson, skiluðu séráliti og vildu sýkna Árna og ríkið af kröf- unni. Kröfu Guðmundar um skaðabætur er hafnað þar sem ekki liggur ljóst fyrir að hann hefði fengið starfið ef Þor- steinn hefði ekki verið skipaður. - sh Árni Mathiesen dæmdur til að greiða hálfa milljón vegna ærumeiðinga: Bæturnar lækkaðar í einn sjöunda ÁRNI MATHIESEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.