Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 48
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR Tónlist ★★ Perluportið Íslenska óperan Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir. Leikmynd: Guðrún Öyahals. Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Flytjendur: Ágúst Ólafsson, Gissur Páll Gissurarson, Hulda Björk Garðarsdóttir og Valgerður Guðnadóttir. Hún var ósköp fátækleg, sýning Íslensku óperunnar á föstudagskvöldið. Í orðsins fyllstu merkingu. Á sviðinu voru rusla- fötur, veggjakrot og annað ógeð. Svo byrjuðu rusla- tunnurnar að syngja. Og upp úr þeim stigu söngv- arar íklæddir lörfum. Áttu greinilega að vera fátæklingar, öreigar sem ætluðu að gera sér glaðan dag. Hverfa úr veruleikanum um stund og skemmta sér eins og kóngar og drottningar. Sýningin var líka fátækleg í öðrum skilningi. Það var ekki mikið í hana lagt. Maður varð ekki var við listrænan metnað. Fjórir söngvarar fluttu aðallega aríur af topp tíu listanum, og allt meðspil var í hönd- unum á einum píanóleikara. Sumt var óneitanlega fyndið. Fólk hló að Gissuri Páli Gissurarsyni tenór, sem skaust upp og niður úr ruslatunnunni með tilþrifum. Það var líka fyndið þegar hann lék pínulítinn kóng. En flest annað virk- aði ankannalega. Til dæmis var stirðbusalegur dansinn í Báts- söngnum úr Ævintýrum Hoffmanns beinlínis hall- ærislegur. Og atriðið þar sem Ágúst Ólafsson söng Nautabanaaríuna úr Carmen, og hinir söngvararnir léku naut með kvenmannsskó fyrir horn, var eins og í lélegu áramótaskaupi. Tónlistarlega séð var sýningin ekki slæm. Söng- urinn var oft fagur. Sérstaklega var gaman að heyra Valgerði Guðnadóttur taka Una voce poco fa eftir Rossini. Og fleira. Hún söng af aðdáunarverðu öryggi. Ég held að ég hafi ekki séð hana á óperu- sviðinu síðan hún brilleraði í Sumaróperunni fyrir alltof mörgum árum síðan. Hulda Björk Garðarsdóttir var líka glæsileg, enda með mikla og flotta rödd. Sömu sögu er að segja um Ágúst. Og Gissur átti góða spretti, sérstaklega í byrjun. Rödd hans glataði samt dálítið fókusnum eftir því sem á leið. Antonía Hevesi lék á píanóið. Hún stóð sig ágætlega. Píanóleikurinn var tær og nákvæmur, lif- andi og fullur af karakter. Gallinn var sá að maður áttaði sig ekki á tilgang- inum með sýningunni. Allur hressleikinn, allt stuðið virkaði falskt. Og það vantaði plottið. Þegar ekkert gerðist – annað en sívaxandi bjánagangur – urðu herlegheitin sífellt ómerkilegri. Þetta var síðasta sýning Íslensku óperunnar áður en hún flytur í Hörpu. Tónlistarlegt ruslfæði er engan veginn sæmandi fyrir svo merk tímamót. En kannski átti sýningin að vera eins konar áramóta- skaup, smá grín til að marka endalok tímabils. Þá hefðu brandararnir líklegast þurft að vera miklu fleiri. Jónas Sen Niðurstaða: Síðasta sýning Íslensku óperunnar í Gamla bíói olli vonbrigðum. Ruslfæði fyrir óperuunnendur HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 15. apríl 2011 ➜ Tónleikar 12.00 Hádegistónleikar í Víðistaða- kirkju verða í dag kl. 12. Vigdís Klara Aradóttir og Guido Bäumer leika verk eftir Marie-Héléne Fournier, Christian Lauba og Paul Hindemith. Aðgangseyrir kr. 1.000. 21.00 Jussanam da Silva heldur tónleika á Café Haiti kl. 21 í kvöld. Með henni spilar Andrés Thor og leika þau Bossa Nóva. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 23.00 Tónlistarmað- urinn Pétur Ben leik- ur ásamt hljómsveit sinni á Faktorý kl. 23 í kvöld. Leikið verður nýtt efni í bland við eldra. Húsið opnað kl. 22. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Opnanir 18.00 Ljósmyndasýningin ÞINGVELLIR Í FÓKUS opnar kl. 18 í kvöld í fræðslu- miðstöð Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Sýningin stendur til 13. júní. ➜ Síðustu forvöð 14.00 Sýning á verkum eftir Rut Rebekku lýkur nú um helgina. Yfir- skrift sýningarinnar er Umbreyting, en þar sýnir Rut abstrakt olíumálverk. Sýningin er opin frá kl. 14-18 og lýkur á sunnudag. ➜ Tónlist 21.00 Tuttugasta og sjötta Grapevine Grassroots kvöldið fer fram á Hemma og Valda kl. 21 í kvöld. Tónlistarmynd- bönd frumsýnd og listamenn stíga á svið. Frítt inn. ➜ Fyrirlestrar 12.15 Peter Austin, prófessor við University of London, heldur opinn fyrirlestur í Hátíðarsal Háskóla Íslands kl. 12.15 í dag. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Ágúst Ólafsson Gissur Páll Gissurarson Hulda Björk Garðarsdóttir Valgerður Guðnadóttir Antonía Hevesi, píanó Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir Leikmynd: Guðrún Öyahals Búningar: Katrín Þorvaldsdóttir Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson PERLUPORTIÐ SPRELLFJÖRUG ÓPERUSKEMMTUN! ANNAÐ KVÖLD LAUGARDAGINN 16. APRÍL KL. 20 Leikfélagið Royndin frá Nólsoy í Færeyjum - Sjótekinn Norræna húsið, Leikfélag Hafnarfjarðar og Gaflaraleikhúsið kynna Miðapantanir í síma 565-5900 og í midasala@gaflaraleikhusid.is - vélar Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ. Sími 480-0000 · www.aflvelar.is - sala - varahlutir - þjónusta FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI FRÓÐLEIKUR Meiri Vísir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.