Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 28
2 föstudagur 15. apríl núna ✽ Ekki missa af augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is og Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 blogg vikunnar GRENNANDI BLÓMAHNAPPAR Ný lína frá L‘occit- ane sem inniheldur blómahnappa möndlutrésins. Hnapparnir bæta vatnslosun og minnka þannig myndun appelsínuhúðar. Spreyið er jafnframt frábær nýjung fyrir konur sem standa, ganga eða sitja mikið því það léttir á þreyttum fótleggjum. Stíllinn í Amsterdam Bloggsíðan www.damstyle.blog- spot.com birtir myndir af íbúum og götutískunni í Amsterdam. Síðan hefur verið virk frá árinu 2007 og er haldið úti af þremur vinkonum, Feliciu Nitzsche, Lane Gry Kristensen og Elinu Tozzi. Hollendingar virðast vera afslappað fólk upp til hópa og ber klæða- burðurinn þess vitni. Afslappað- ur stíll og þægi- legir flatbotna skór eru í há- vegum hafð- ir sé að marka myndirnar á Damstyle. Fagurt og fínt Bloggið www.froufrouu.com er ein- staklega falleg bloggsíða þar sem nostalgísk fortíðarþrá virðist alltum- lykjandi. Nadia heldur úti síðunni og setur reglulega inn mynd- ir af alklæðnaði dags- ins. Hún er með flott- an og skemmtilegan fatastíl sem er svolít- ið innblásinn af tísku áttunda áratugar- ins. Allir sem hafa gaman af svolitlum glamúr og tísku ættu að bæta þess- ari bloggsíðu við sinn daglega netrúnt. V erslunin Aurum við Bankastræti var valin ein af fjörutíu og þrem- ur bestu verslunum heims af sænska tímaritinu Elle Interior. Að sögn Helgu Guðrúnar Friðriksdóttur, markaðs- og verk- efnastjóra hjá Aurum, komu frétt- irnar skemmtilega á óvart. „Þau komu hingað síðasta sumar og svo höfðu þau sam- band nýlega og tilkynntu okkur að Aurum hafði verið valin ein áhugaverðasta verslun heims að þeirra mati. Þau höfðu ekki kynnt sig þegar þau heimsóttu búðina á sínum tíma þannig að fréttirn- ar komu skemmtilega á óvart og við erum auðvitað mjög montin og ánægð með að útlit, vöruval og þjónustan hér skuli vekja at- hygli,“ segir Helga Guðrún. Fjallað var um verslanirnar í aprílhefti tímaritsins og er Aurum þar í flokki verslana á borð við Li- berty‘s og Habitat í London, Co- lette í París, Muji í Tókýó og MOMA Design Store í New York. Silfurskartið sem Aurum hann- ar og selur vakti sérstaka athygli blaðamanns Elle sem og gjafavör- urnar sem þar fást. „Í umfjöllun- inni stóð að silfurskartið hafi þótt sérstaklega fallegt og að hér sé einnig að finna mikið af skemmti- legri gjafavöru,“ útskýrir Helga Guðrún sem er að vonum ánægð með umfjöllunina. Innt eftir því hvort hún telji að þetta muni hafa góð áhrif á viðskiptin segir hún erfitt að segja til um það að svo stöddu. „Þetta skemmir í það minnsta ekki fyrir okkur. Blaðið er vinsælt á Norðurlöndunum þannig ég geri ráð fyrir að þetta muni aðeins hafa jákvæð áhrif á viðskiptin,“ segir hún að lokum. - sm Aurum valin ein áhugaverðasta verslun heims: Á MEÐAL ÞEIRRA BESTU SVALAR Tónlistarkonurnar Solange Knowles og Robyn voru flottar saman á tónleikum tímaritsins Elle. NORDICPHOTOS/GETTY Flott verslun Verslunin Aurum var valin ein áhugaverðasta verslun heims af tímaritinu Elle Interior. Helga Guðrún Friðriksdóttir segir fréttirnar hafa komið skemmtilega á óvart. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON L eiðir tískuhússins Balmain og yfirhönnuðar þess, Christ- ophe Decarnin, hafa skil- ið eftir fimm ára samstarf. Tíma- ritið Women’s Wear Daily greindi nýverið frá þessu en orðrómur þess efnis hefur verið á kreiki um nokkra hríð. Rokkuð hönnun Decarnins, sem er hans aðalsmerki, sló í gegn strax og jókst sala Balmain um fimmtíu prósent árið 2005. Hönn- uðurinn hefur þó glímt við þung- lyndi og samkvæmt læknisráði mátti hann sjálfur ekki taka þátt í sýningu Balmain á tískuvikunni í París síðasta haust. Þessi veikindi gætu verið ástæðan fyrir því að Decarnin ætlar nú að draga sig í hlé. Einnig hefur heyrst að stjórn- endur Balmain séu óánægðir með þá litlu þróun sem hefur átt sér stað undanfarið ár en Decarnin hefur haldið sig við það sem hann þekkir og lítið breytt hönnun sinni milli ára. - sm Christophe Decarnin hættir hjá Balmain: Gulldrengurinn hættir hjá franska risanum Hættur Christophe Decarnin er hættur sem yfirhönnuður franska tískuhússins Balmain. NORDICPHOTOS/GETTY 20% aflsláttur af öllum vörum fram að páskum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.