Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 10
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR10
HVUNNDAGSHETJA
Hvunndagshetja ársins
2010 er Ásmundur Þór
Kristmundsson.
Ásmundur Þór er björg-
unarsveitarmaður en var
í skemmtiferð í Þórsmörk
þegar hann vann þar
björgunarafrek í ágúst
2010.
Aðrir sem voru til-
nefndir í þessum flokki:
■ Júlíana Signý
Gunnarsdóttir
■ Stefán Helgi
Stefánsson
FRÁ KYNSLÓÐ TIL
KYNSLÓÐAR
Verðlaun í þessum flokki
fær Jón Stefánsson, en
tónlistaruppeldi hans
í Langholtskirkju hefur
opnað heim tónlistar fyrir
fjöldamörgum börnum
og unglingum og skilað
hæfu tónlistarfólki.
Aðrir tilnefndir í
þessum flokki:
■ Möguleikhúsið
■ Skólahreysti
TIL ATLÖGU GEGN
FORDÓMUM
Listasmiðjan Litróf hlýtur
verðlaunin í þessum
flokki fyrir að vinna að
vináttu milli barna af
erlendum uppruna og
íslenskra barna með því
að stefna þeim saman í
leik og listum.
Aðrir tilnefndir í
þessum flokki:
■ Íþróttafélagið
Styrmir
■ Pollapönk
HEIÐURSVERÐLAUN
Heiðursverðlaun
Samfélagsverðlauna
Fréttablaðsins hlýtur
Jenna Jensdóttir fyrir
farsælan kennsluferil
og afkastamikil barna-
bókaskrif í áratugi. Þeim
sem nutu kennslu Jennu
er hún afar minnisstæður
kennari. Barnabækur
Jennu eru á þriðja tug en
flestar skrifaði hún í félagi
við mann sinn Hreiðar
heitinn Stefánsson.
Sumarbúðirnar í Reykjadal
í Mosfellsbæ hlutu í gær
Samfélagsverðlaun Frétta-
blaðsins. Í sumarbúðunum
dveljast árlega á milli 200
og 300 börn af öllu landinu.
Vel á fjórða hundrað til-
nefningar bárust frá les-
endum blaðsins. Jenna
Jensdóttir hlaut heiðurs-
verðlaunin.
Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut
Samfélagsverðlaun Fréttablaðs-
ins sem afhent voru við hátíðlega
athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síð-
degis í gær. Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, afhenti verð-
launin.
Þetta er í sjötta sinn sem Frétta-
blaðið veitir Samfélagsverðlaunin.
Í Reykjadal í Mosfellsdal hafa
verið reknar sumarbúðir í nærri
hálfa öld. Þar dveljast árlega milli
tvö og þrjú hundruð fötluð börn
af öllu landinu. Á sumrin býðst
sumardvöl, í eina eða tvær vikur
í senn, en yfir vetrarmánuðina er
þar boðin helgardvöl. Styrktar-
félag lamaðra og fatlaðra rekur
sumarbúðirnar.
Útivera skipar veigamikinn sess
í starfinu í Reykjadal, meðal ann-
ars í sundi og heitum potti sem
þar er. Í Reykjadal starfar dríf-
andi hópur ungs metnaðarfulls
fólks. Það kom sér vel þegar útlit
var fyrir að leggja þyrfti vetrar-
dvöl barna í Reykjadal niður vegna
fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til
áheitagöngu og tókst að safna fé til
að halda starfseminni gangandi í
vetur.
Aðrir sem voru útnefndir til
Samfélagsverðlaunanna voru Sam-
tök kvenna af erlendum uppruna
og Góði hirðirinn.
Vel á fjórða hundrað tilnefninga
til Samfélagsverðlaunanna bárust
frá lesendum Fréttablaðsins að
þessu sinni. Markmið með Sam-
félagsverðlaununum er að beina
sjónum að þeim góðu verkum sem
unnin eru í samfélaginu.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðs-
ins eru sem fyrr segir ein milljón
króna, aðrir verðlaunahafar fengu
farsíma í verðlaun auk verðlauna-
gripa sem eru hannaðir og smíð-
aðir af Ásgarði í Mosfellsbæ.
Dómnefnd var þannig skipuð:
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðar-
ritstjóri Fréttablaðsins, var for-
maður nefndarinnar en aðrir
voru Anna Kristinsdóttir, mann-
réttindastjóri Reykjavíkur borgar,
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, Felix Bergs-
son, leikari með meiru, og séra
Jóna Hrönn Bolladóttir.
Ari Edwald forstjóri 365 miðla
afhenti handhöfum Samfélags-
verðlaunanna eina milljón króna
í verðlaun. Aðrir verðlaunahafar
fengu farsíma sem Hátækni tók
þátt í að gefa.
Samfélagsverðlaunin til Reykjadals
FULLTRÚAR REYKJADALS Ólafur Ragnar Grímsson afhenti fulltrúum Reykjadals verð-
launin og Ari Edwald afhenti þeim einnar milljónar króna verðlaunafé. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
JENNA JENSDÓTTIR Hún fær heiðursverðlaun Sam-
félagsverðlaunanna fyrir farsælan kennsluferil og
barnabókaskrif. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti
Jennu verðlaunin.
Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2011
HVUNNDAGSHETJAN
Ásmundur Þór Krist-
mundsson fær verðlaun
fyrir björgunarafrek í
Þórsmörk.
Volkswagen Polo dísil sigraði í síðustu Sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór
100 km á aðeins 2,93 lítrum. Þessi nafnbót er skemmtileg viðbót í safnið hjá
Polo sem einnig var valinn Alheimsbíll ársins 2010 og Bíll ársins 2010 í Evrópu.
Nýttu þér hagstætt verð og sparaðu á verðlaunabílnum Polo! Das Auto.
Sparar sig vel á Íslandi
Sigurvegari
Nýr Polo kostar aðeins frá
2.290.000 kr.
*Polo Trendline 1.2 MPI, 70 hestöfl, beinskiptur, bensín.
www.volkswagen.is
OPIÐ 10-18 OG 12-16 Á LAUGARD. - Komdu og reynsluaktu sparneytnasta bíl landsins
Frábært verð!