Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 10
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR10 HVUNNDAGSHETJA Hvunndagshetja ársins 2010 er Ásmundur Þór Kristmundsson. Ásmundur Þór er björg- unarsveitarmaður en var í skemmtiferð í Þórsmörk þegar hann vann þar björgunarafrek í ágúst 2010. Aðrir sem voru til- nefndir í þessum flokki: ■ Júlíana Signý Gunnarsdóttir ■ Stefán Helgi Stefánsson FRÁ KYNSLÓÐ TIL KYNSLÓÐAR Verðlaun í þessum flokki fær Jón Stefánsson, en tónlistaruppeldi hans í Langholtskirkju hefur opnað heim tónlistar fyrir fjöldamörgum börnum og unglingum og skilað hæfu tónlistarfólki. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: ■ Möguleikhúsið ■ Skólahreysti TIL ATLÖGU GEGN FORDÓMUM Listasmiðjan Litróf hlýtur verðlaunin í þessum flokki fyrir að vinna að vináttu milli barna af erlendum uppruna og íslenskra barna með því að stefna þeim saman í leik og listum. Aðrir tilnefndir í þessum flokki: ■ Íþróttafélagið Styrmir ■ Pollapönk HEIÐURSVERÐLAUN Heiðursverðlaun Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins hlýtur Jenna Jensdóttir fyrir farsælan kennsluferil og afkastamikil barna- bókaskrif í áratugi. Þeim sem nutu kennslu Jennu er hún afar minnisstæður kennari. Barnabækur Jennu eru á þriðja tug en flestar skrifaði hún í félagi við mann sinn Hreiðar heitinn Stefánsson. Sumarbúðirnar í Reykjadal í Mosfellsbæ hlutu í gær Samfélagsverðlaun Frétta- blaðsins. Í sumarbúðunum dveljast árlega á milli 200 og 300 börn af öllu landinu. Vel á fjórða hundrað til- nefningar bárust frá les- endum blaðsins. Jenna Jensdóttir hlaut heiðurs- verðlaunin. Reykjadalur í Mosfellsdal hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins sem afhent voru við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu síð- degis í gær. Forseti Íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson, afhenti verð- launin. Þetta er í sjötta sinn sem Frétta- blaðið veitir Samfélagsverðlaunin. Í Reykjadal í Mosfellsdal hafa verið reknar sumarbúðir í nærri hálfa öld. Þar dveljast árlega milli tvö og þrjú hundruð fötluð börn af öllu landinu. Á sumrin býðst sumardvöl, í eina eða tvær vikur í senn, en yfir vetrarmánuðina er þar boðin helgardvöl. Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra rekur sumarbúðirnar. Útivera skipar veigamikinn sess í starfinu í Reykjadal, meðal ann- ars í sundi og heitum potti sem þar er. Í Reykjadal starfar dríf- andi hópur ungs metnaðarfulls fólks. Það kom sér vel þegar útlit var fyrir að leggja þyrfti vetrar- dvöl barna í Reykjadal niður vegna fjárskorts. Þá efndi starfsfólkið til áheitagöngu og tókst að safna fé til að halda starfseminni gangandi í vetur. Aðrir sem voru útnefndir til Samfélagsverðlaunanna voru Sam- tök kvenna af erlendum uppruna og Góði hirðirinn. Vel á fjórða hundrað tilnefninga til Samfélagsverðlaunanna bárust frá lesendum Fréttablaðsins að þessu sinni. Markmið með Sam- félagsverðlaununum er að beina sjónum að þeim góðu verkum sem unnin eru í samfélaginu. Samfélagsverðlaun Fréttablaðs- ins eru sem fyrr segir ein milljón króna, aðrir verðlaunahafar fengu farsíma í verðlaun auk verðlauna- gripa sem eru hannaðir og smíð- aðir af Ásgarði í Mosfellsbæ. Dómnefnd var þannig skipuð: Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðar- ritstjóri Fréttablaðsins, var for- maður nefndarinnar en aðrir voru Anna Kristinsdóttir, mann- réttindastjóri Reykjavíkur borgar, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Felix Bergs- son, leikari með meiru, og séra Jóna Hrönn Bolladóttir. Ari Edwald forstjóri 365 miðla afhenti handhöfum Samfélags- verðlaunanna eina milljón króna í verðlaun. Aðrir verðlaunahafar fengu farsíma sem Hátækni tók þátt í að gefa. Samfélagsverðlaunin til Reykjadals FULLTRÚAR REYKJADALS Ólafur Ragnar Grímsson afhenti fulltrúum Reykjadals verð- launin og Ari Edwald afhenti þeim einnar milljónar króna verðlaunafé. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON JENNA JENSDÓTTIR Hún fær heiðursverðlaun Sam- félagsverðlaunanna fyrir farsælan kennsluferil og barnabókaskrif. Ólafur Ragnar Grímsson forseti veitti Jennu verðlaunin. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins 2011 HVUNNDAGSHETJAN Ásmundur Þór Krist- mundsson fær verðlaun fyrir björgunarafrek í Þórsmörk. Volkswagen Polo dísil sigraði í síðustu Sparaksturskeppni Atlantsolíu og fór 100 km á aðeins 2,93 lítrum. Þessi nafnbót er skemmtileg viðbót í safnið hjá Polo sem einnig var valinn Alheimsbíll ársins 2010 og Bíll ársins 2010 í Evrópu. Nýttu þér hagstætt verð og sparaðu á verðlaunabílnum Polo! Das Auto. Sparar sig vel á Íslandi Sigurvegari Nýr Polo kostar aðeins frá 2.290.000 kr. *Polo Trendline 1.2 MPI, 70 hestöfl, beinskiptur, bensín. www.volkswagen.is OPIÐ 10-18 OG 12-16 Á LAUGARD. - Komdu og reynsluaktu sparneytnasta bíl landsins Frábært verð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.