Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 36
10 föstudagur 15. apríl
R eykjavík Fashion Festival fór fram í annað skiptið nú í byrjun apríl. Búið var að fjalla um föstudagskvöld hátíðarinnar og því vert að
fara yfir það helsta sem í boði var á laugardeginum, en þá sýndu tólf ís-
lenskir hönnuðir línur sínar. Andersen & Lauth reið á vaðið og sýndi fal-
legan og klassískan fatnað, þar sem blúndur og loðskinn voru áberandi.
Lína Hildar Yeoman vakti gríðarlega athygli og ánægju, en hún var rokk-
uð og litatónarnir skemmtilegir og notaði Hildur neonliti í bland við ljósa
eða dökka liti. Kronkron sýndi ekki bara nýja og glæsilega skólínu, held-
ur frumsýndu Hugrún og Magni sína fyrstu fatalínu. Skórnir voru litríkir
að vanda og flíkurnar stílhreinar og fallegar. Það féll í hlut Munda að slá
botninn í sýninguna. Mundi bauð upp á vel sniðnar og töff flíkur, stórar
slár úr hráum litum og lét fyrirsæturnar ganga pallinn í skíðaskóm með
stafi sér til stuðnings. Virkilega töff endir á flottri sýningu. - ka
Skrautleg tíska á RFF:
Fjölbreytt og flott
Lofar góðu
Fyrsta fata-
lína Kronkron
er stílhrein og
falleg.
Rokkað Lína
Hildar Yeoman
sló í gegn.
Töff
Mundi
hefur
vandað
vel til
verka í
nýjustu
línu
sinni.
Neon áberandi Hild-
ur var óhrædd við að
nota neonliti í bland við
ljósa eða dökka liti.
Kuldalegt Fyrirsætur Munda
gengu pallinn á skíðaskóm, sem
kom skemmtilega út.
Rómantík
Flottur herra-
frakki frá And-
ersen & Lauth.
Fallegt Blúnd-
ur og fegurð
frá Andersen &
Lauth.
MYNDIR/ HÖRÐUR ELLERT ÓLAFSSON
Við erum á
Ú
T
S
K
R
IF
T
A
K
J
Ó
L
A
R
N
IR
F
Á
S
T
H
J
Á
O
K
K
U
R
!
St. 8-16
Verð: kr. 16.990
Bara til í Kringlunni
st. 8-16
Kr. 18.990
St. 8-16
Kr. 19.990
St. 8-16
Kr. 16.990
Bara til í Kringlunni
St. 8-16
kr. 16.990
Líka til í svörtu
St. 8-16
Kr. 14.990