Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 52
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR36 folk@frettabladid.is Bíó ★★★★ Barney‘s Version Leikstjóri: Richard J. Lewis Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Rosamund Pike, Dustin Hoffman, Minnie Driver, Scott Speedman, Bruce Greenwood. Þarf að vera tilgangur? Paul Giamatti leikur Barney Panofsky, bitran og léttklikkaðan sjónvarps- þáttaframleiðanda sem hefur farið illa með sig í gegnum árin. Hann hefur verið kvæntur í þrígang, hann á við drykkjuvandamál að stríða og hefur í þrjá áratugi verið grunaður um að hafa orðið vini sínum að bana, þrátt fyrir að aldrei hafi neitt sannast á hann. Barney rifjar upp fortíðina, hjónabönd sín og dauðsfall vinarins. Stærsti hluti myndarinnar samanstendur af svipmyndum úr fortíðinni. Eða allavega eins og Barney man eftir þeim. Giamatti er afskaplega hæfileikaríkur leikari og með dyggri aðstoð förðunarteymisins nær hann að túlka þennan geðstirða gamlingja á sann- færandi hátt. Giamatti sjálfur er ekki nema rétt skriðinn yfir fertugt. Dustin Hoffman er síðan hryllilega fyndinn sem hinn kynóði og ávallt pínlegi pabbi Barneys. Aðrir leikarar standa sig einnig ljómandi vel. Minnie Driver á til dæmis stutta en skemmtilega innkomu sem leiðinlegasta kona heims. Í raun er Barney samt algjör drullusokkur. Hann telur sig ætíð vera að gera rétt, en það forðar honum þó ekki frá því að sýna svínslega hegðun trekk í trekk. Það getur verið erfitt að gleyma sér í mynd þar sem aðalpersónan er siðblint fól, en persónan er áhugaverð og Giamatti gerir hana mannlega. Svei mér þá, mér var farið að þykja vænt um óbermið undir restina. Myndin reynir aldrei að þröngva siðferðisboðskap upp á áhorfandann. Margar myndir vilja kenna manni lexíu um lífið, binda hlutina snyrtilega saman í lokin, og virðast hafa skýran tilgang. Barney‘s Version er hins vegar óræð og leyfir ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Er tilgangur með myndinni? Þarf að vera tilgangur? Nafn sjónvarpsþáttafyrirtækis Barneys, Totally Unnecessary Productions, er mögulega vísbending um „mikilvægi“ hans sem manneskju. Hann er allur af vilja gerður, en þegar öllu er á botninn hvolft hefur hann lítið fram að færa. Til þess er hann of eigingjarn. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna. DRULLUSOKKURINN OG KYNLÍFSFÍKILLINN Paul Giamatti í hlutverki Barneys Panofsky og Dustin Hoffman í hlutverki pabba hans í Barney‘s Version. Mundi, Hildur Yeoman og KronKron fá mest hrós erlendra tískuspekúlanta eftir Reykjavík Fashion Festival. Í tengslum við tískuhátíðina Reykjavík Fashion festival flykkt- ust hingað erlendir spekúlantar frá hinum ýmsu miðlum og nú er farið að bera á umfjöllunum víða á netinu um íslenska fatahönnun. Þeir sem vekja einna helst umtal og áhuga hingað til eru Mundi, Hildur Yeoman og KronKron. Myndabloggið Last night’s party er með heila myndaseríu tileinkaða Munda undir fyrirsögninni Mundis World, sem og að hann er kall- aður undradreng- urinn af Dazed Digtal. „Ég er náttúr- lega mjög glaður með alla þessa umfjöllun og fann óneitan- lega fyrir mikl- um áhuga á meðan á RFF stóð og núna,“ segir Mundi og er mjög ánægður með hvernig tískuhátíð- in fór fram „Þetta gekk mjög vel og frábært að þessi hátíð hafi fengið svona mikla umfjöllun í þessum stóru tísku- miðlum og bloggum. Nú vantar bara að vekja borgina og ríkið um að fatahönnun er alvöru iðnaður sem vel er hægt að græða pening á.“ Hinn frægi tískubloggari Sus- anna Wing Shi eða Susie Bubble klappar fyrir Hildi Yeoman og og gefur henni mikið hrós fyrir handbragð á meistarastigi. Einnig gerir Bubble, sem er lesin af mörg hundruð þúsund manns á dag, KronKron-hjónunum Hugrúnu og Magna góð skil á blogginu og segir búð þeirra vera sú lang- flottasta á Íslandi og þó víðar væri leitað í heim- inum. Þýska tískubloggið I love ponys Mag útnefnir einmitt Munda og Kron Kron sem uppáhalds á hátíðinni. Danska tískuritið Eurowoman birtir myndir frá hátið- inni á vefsíðu sinni undir yfirskriftinni svöl tíska frá Reykja- vík. Blaðamaður segir að sum merkin hafi meira notagildi en annað en engu að síður sé hátíðin staðfesting á því að mikil gróska sé í íslenskri fatahönnun. Vefsíða tískutímaritsins W stikl- ar á stóru um hátíðina og útnefn- ir blaðamaðurinn íslensku merkin KronKron, Munda, Hildi Yeoman, Andersen&Lauth, Sruli Recht og Eygló sem flottustu af þeim 22 merkjum sem tóku þátt. alfrun@frettabladid.is Íslensk tíska fær mikið hrós að utan MEISTARALEGT HANDBRAGÐ Hildur Yeoman fær hrós frá Susie Bubble og W fyrir flotta fatalínu. KARLMANNLEGT OG TÖFF Sruli Recht var með einu sýninguna sem hefði sómt sér vel á alþjóðlegum tískupalli að mati W Magazine. UNDRADRENGUR Erlendir fjölmiðlar keppast við að hrósa Munda fyrir skemmti- lega hönnun og frumleg prjónamunstur. Handskrifaður texti Johns Lennon við Bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds verður seldur á uppboði í Los Angeles um miðjan maí. Talið er að yfir 22 milljónir króna fáist fyrir textann. Á textablaðinu er þriðja erindi lagsins skrifað niður og fyrsta setning lagsins She´s Leaving Home. Bæði lögin eru á plötunni Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band sem kom út 1967. Þegar Lucy in the Sky with Diamonds kom út töldu sumir að lagið fjallaði um eiturlyfið LSD. Lennon neitaði þessu og sagði að innblásturinn hefði verið mynd sem sonur hans teiknaði af vin- konu sinni í skólanum sem hét Lucy Vodden. Lennon-texti boðinn upp JOHN LENNON Handskrifaður texti hans við lagið Lucy in the Sky with Diamonds verður seldur á uppboði í maí. 2009 Var árið þegar Jennifer Aniston og Bradley Cooper voru kærustupar. Þau hættu saman en samkvæmt People.com eru leikararnir farnir að stinga saman nefjum á nýjan leik. Jazz Hera Edge Gyro Bæjarlind 16 - Kóp - S: 553 7100 www.linan.is m j ú k i r , s t í fi r lang i r, s tu t t i r s t ó r i r , l i t l i r djúpir, grunnir við sérhæfum okkur í sófum og stó lum BJÓÐUM VAXTALAUS VISA / MASTERCARD K O R TA L Á N Í 3 , 6 E Ð A 1 2 M Á N U Ð I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.