Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 6
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR6
Páskaglaðningur
American Express®
Skráðu þig á
americanexpress.is
og fáðu tvöfalda
Vildarpunkta Icelandair
af allri veltu
frá 15. til og með 30. apríl!
FRÉTTASKÝRING
Hverjir eru líklegir til að verða forseta-
frambjóðandi Repúblikanaflokksins
fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkj-
unum á næsta ári?
Hjólin eru farin að snúast fyrir
forval Repúblikanaflokksins fyrir
forsetakosningarnar á næsta ári.
Fjölmargir hafa látið í ljósi áhuga
á að spreyta sig gegn Barack
Obama, sitjandi forseta, en hing-
að til er enginn farinn að skilja sig
frá hjörðinni.
Mitt Romney, fyrrverandi ríkis-
stjóri Massachusetts, sem tapaði
fyrir John McCain í forvalinu árið
2008, hefur verið efstur í mörg-
um viðhorfskönnunum í vor, en
í könnun CNN í vikunni mældist
auð jöfurinn og sjónvarpsstjarnan
Donald Trump jafn honum á toppi
listans, án þess þó að sá síðar-
nefndi hafi enn ákveðið framboð.
Fyrir utan þá tvo eru menn eins
og Newt Gingrich, fyrrverandi
leiðtogi fulltrúadeildarinnar, og
Mike Huckabee í umræðunni, en í
raun hafa aðeins fjórir tekið fyrsta
skrefið í átt til framboðs.
Romney og Gingrich, auk ríkis-
stjórans Tims Pawlenty og Ricks
Santorum, fyrrverandi öldunga-
deildarþingmanns, hafa sett á
laggirnar svokallaða könnunar-
nefnd, sem gerir þeim kleift að
hefja fjársöfnun fyrir átökin sem
fram undan eru.
Búist er við að fleiri bætist við
á næstunni og í því sambandi er
rætt um þingkonuna umdeildu
Michele Bachmann og enn einn
ríkisstjórann, Haley Barbour
frá Mississippi. Þá má alls ekki
gleyma Söruh Palin, sem hefur
lengi verið að gæla við þá hug-
mynd að bjóða sig fram, en hefur
ekki enn tekið af öll tvímæli.
Þessi hópur virðist ekki höfða
sterklega til kjósenda þar sem
nýleg könnun Fox News sjónvarps-
stöðvarinnar leiddi í ljós að tveir
þriðju landsmanna voru óánægðir
með þá valkosti sem nú stæðu í
fararbroddi repúblikana. Vanda-
mál flestra er að enn sem komið er
þekkir almenningur illa til þeirra.
Fram undan eru annasamir
mánuðir hjá þeim sem láta slag
standa og hella sér af fullum krafti
út í baráttuna.
Eins og ætíð mun árangur fram-
bjóðenda í fjáröflun ráða miklu
um hvort þeir hljóti brautargengi
þegar kemur að forvalinu sjálfu,
en fyrstu forkosningarnar fara
fram í febrúar og sigurvegarinn
verður útnefndur á flokksþingi í
ágúst 2012.
Þá fyrst hefst bardaginn fyrir
alvöru því að þrátt fyrir að Obama
hafi verið umdeildur það sem af er
kjörtímabili er hann engu að síður
sitjandi forseti og stefnir að því að
safna einum milljarði dala til að
kosta baráttu sína fyrir endur-
kjöri. thorgils@frettabladid.is
Enn enginn augljós
keppinautur Obama
Kosningabarátta repúblikana fyrir forsetakosningarnar að hefjast. Enn er
enginn stakur frambjóðandi líklegri en aðrir. Meirihluti almennings ósáttur
við núverandi valkosti. Obama safnar metfjárhæðum til að verja forsetastólinn.
SPENNA FRAM UNDAN Allt stefnir í tvísýna baráttu í forvali repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári.
Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri Massachusetts, er efstur ásamt auðjöfrinum Donald Trump samkvæmt nýrri könnun CNN.
NORDICPHOTOS/AFP
KÖNNUN Traust almennings til
Fréttablaðsins og Vísis eykst milli
kannanna en traust til annarra af
stóru fréttamiðlunum stendur í
stað eða minnkar samkvæmt nýrri
skoðanakönnun MMR. Fréttastofa
RÚV nýtur langmests trausts af
öllum fjölmiðlum landsins.
Alls segjast 37,3 prósent bera
frekar eða mjög mikið traust til
Fréttablaðsins. Traustið hefur auk-
ist úr 34,8 prósentum í apríl í fyrra.
Um 32,7 prósent treysta Vísi, sem
er aukning um 3,1 prósentustig.
Um 42,9 prósent segjast treysta
Morgunblaðinu frekar eða mjög
mikið, og hefur traustið dalað um
3,5 prósentustig frá því í fyrra.
Fréttavefur Morgunblaðsins, mbl.
is, nýtur meira trausts en blaðið,
um 49,8 prósent treysta mbl.is, sem
er samdráttur um 1,9 prósentustig.
Um 18,1 prósent treystir Frétta-
tímanum og 9,4 prósent treysta DV.
Um 26,4 prósent segjast treysta
Viðskiptablaðinu.
Fréttastofa RÚV nýtur trausts
71,5 prósenta, og hefur minnkað
um 7 prósentustig frá því í fyrra.
Um 41,7 prósent treysta fréttastofu
Stöðvar 2, um 2,3 prósentustigum
færri en í fyrra. - bj
Almenningur ber langmest traust til fréttastofu RÚV af öllum fjölmiðlum samkvæmt nýrri könnun MMR:
Traust til Fréttablaðsins og Vísis á uppleið
80%
60%
40%
20%
0%
apríl
2008
desember
2008
maí
2009
september
2009
apríl
2010
apríl
2011
Traust til fjölmiðla
Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila?
Morgunblaðið Fréttablaðið Viðskiptablaðið DV Fréttastofa Stöðvar 2
Fréttastofa RÚV Mbl.is Visir.is Eyjan DV.is Pressan Fréttatíminn
Heimild: MMR
SKIPULAGSMÁL Framkvæmda-
áætlun við endurbætur á sund-
laugum í Reykjavík mun kosta
borgina 275 milljónir króna. Alls
er gert ráð fyrir 500 milljónum í
fjárhagsáætlun ársins. Borgarráð
samþykkti framkvæmdaáætlunina
á fundi sínum í gær.
Þær endurbætur sem snúast
ýmist um viðhald eða ný-
framkvæmdir ná ti l allra
almennings lauga Reykjavíkur og
Ylstrandar innar í Nauthólsvík.
Framkvæmda- og eignasviði er nú
heimilt að hefjast handa við hönn-
un og framkvæmdir.
Hönnun er hafin á gufubaði á
Ylströndinni og einnig stendur til
að fjölga leiktækjum á því svæði. Í
tilkynningu frá borgarráði kemur
fram að hvort tveggja tengist
þeirri hugmynd að halda strönd-
inni opinni allt árið þar sem sjó-
sund verður vinsælla með hverju
ári. Þó fer rúmur helmingur fram-
kvæmdafjár til Laugardalslaugar,
í gönguleiðir á svæðinu, sjópott
og endurgerð búningsherbergja.
Eimbaðið í Grafarvogslaug verð-
ur endurgert, nuddpottur settur í
Árbæjarlaug og verið er að skoða
uppsetningu líkamsræktaraðstöðu
við Breiðholtslaug.
Borgarráð segir framkvæmd-
irnar efla atvinnu í borginni og
þær valdi ekki auknum kostnaði
borgarsjóðs til lengri tíma litið.
- sv
Miklar framkvæmdir standa til við sundlaugar í Reykjavík og Ylströndina:
Endurbætur fyrir 275 milljónir
SUMAR Í NAUTHÓLSVÍK Töluverðar fram-
kvæmdir eru í kortunum við Nauthóls-
vík, meðal annars gerð gufubaðs á
svæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Treystir þú ríkisstjórninni?
Já 33,3%
Nei 66,7%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ert þú ánægð/ur með almenn-
ingssamgöngur í landinu?
Segðu þína skoðun á Visir.is
KJÖRKASSINN