Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 2
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR2 FRÉTTABLAÐIÐ, WASHINGTON Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heim- urinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóða- bankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitísk- an óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeins- ströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala mat- vælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðn- ríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi. - óká Hátt og sveiflukennt matvælaverð er það sem helst ógnar fátækum svæðum: Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra SPURNINGATÍMI Robert Zoellick bregst við spurningum blaða- manna í Washington í gær. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS Hollt og gott veganesti ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Þráinn, eruð þið þá loksins að verða róleg? „Við erum sallaróleg – og eigum von á fjölgun. Ég veit ekki betur en að menntamálaráðherra sé komin á steypirinn þannig að það kemur alltaf maður í manns stað.“ Ásmundur Einar Daðason, sem kenndur var við „órólegu deildina“ í Vinstri grænum, er genginn úr þingflokknum. Þráinn Bertelsson er þar enn. LÖGREGLUMÁL Tveimur mönnum sem setið hafa í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa beitt sjö ára dreng kynferðislegu ofbeldi, hefur verið sleppt. Gæsluvarðhaldið rann út í gær en mönnunum var sleppt í fyrradag. Ekki var talin ástæða til að fara fram á framlengingu á varðhaldi, hvorki á grundvelli rannsóknar hagsmuna né almanna- hagsmuna, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu. Mennirnir voru yfirheyrðir en neituðu staðfastlega sök. Þá hefur lögreglan farið yfir tölvur og tölvu- gögn sem lagt var hald á á heimil- um þeirra er þeir voru handteknir. Grunur lék á að þar væri myndefni sem sýndi börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Að sögn Friðriks Smára hefur ekkert slíkt efni fund- ist í tölvunum. Hann segir rannsókn málsins langt í frá lokið, því enn sé unnið úr gögnum og upplýsingum sem liggi fyrir. Mennirnir sem um ræðir eru faðir og frændi drengsins sem þeir eru grunaðir um að hafa misnotað. Faðir drengsins á að baki lang- an sakaferil og hefur meðal ann- ars hlotið dóm fyrir árás á móður drengsins. Hann hefur þó ekki verið úrskurðaður í nálgunarbann. - jss Engar kynferðislegar ofbeldismyndir fundust í tölvunum: Meintir barnaníðingar lausir TÖLVUBÚNAÐUR Ekkert saknæmt fannst í tölvum mannanna tveggja. STJÓRNMÁL Þrír þingmenn sem gengið hafa úr þingflokki Vinstri grænna eru að íhuga að stofna nýjan þingflokk. Þau ætla að styðja ríkisstjórnina í málum sem eru í samræmi við stefnu Vinstri grænna. Lilja Mósesdóttir, einn þremenn- inganna, segir erfitt að vera óháð- ur þingmaður vegna skipulagsins í þinginu. Óháðir þingmenn komi ekki að ákvarðanatöku um dagskrá og feril mála, og séu oft síðastir til að frétta af dagskrá þingsins. Lilja fundaði með Atla Gíslasyni og Ásmundi Einari Daðasyni um næstu skrefin í gær. Atli flaug af landi brott um miðjan dag í gær svo þau höfðu ekki tíma til að klára að ræða málið. Lilja segir ekkert liggja á, endanleg ákvörðun um stofnun þingflokks verði mögulega ekki tekin fyrr en eftir páska. Spurð um stefnu þessa nýja þing- flokks segir Lilja: „Við munum styðja ríkisstjórnina í öllum þeim málum sem samrýmast stefnu Vinstri grænna. Það kom vel í ljós í atkvæðagreiðslu í þinginu í dag [í gær] að við fylgjum meirihlutanum í flestum málum.“ Hún segir deilurnar innan þingflokks Vinstri grænna hafa snúist um fjögur mál; Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, aðildar viðræður við Evrópu sambandið, Icesave og fjárlagafrumvarpið. „Vissulega eru það stór mál, en þá þarf líka að semja um þau,“ segir Lilja. Hún segir að fari svo að þau stofni nýjan þingflokk muni hann eiga meiri samleið með stjórnar- meirihlutanum en stjórnarandstöð- unni, enda muni þau starfa eftir stefnu Vinstri grænna. Þau séu hins vegar óbundin af hvers kyns málamiðlunum sem þingflokkur Vinstri grænna geri í stjórnar- samstarfi við Samfylkinguna. Spurð um eigin framtíð segist Lilja vera að skoða ýmsa mögu- leika. „Þá er ég ekkert frekar að tala um stofnun stjórnmálaflokks heldur en bandalag við annan flokk.“ Hún segist þó ekki ákveðin í að bjóða sig fram aftur í næstu þingkosningum. „Það hvarflar stundum að manni hvort ekki sé komið nóg, og ég er ekki sú eina á þingi sem hugsar það. Margir af núverandi þingmönnum munu hætta í næstu kosningum.“ brjann@frettabladid.is Þremenningar ætla að starfa eftir stefnu VG Þrír þingmenn sem gengið hafa úr þingflokki Vinstri grænna íhuga að stofna nýjan þingflokk. Munu styðja stjórnina í þeim málum sem samrýmast stefnu Vinstri grænna. Lilja Mósesdóttir óviss um hvort hún bjóði sig fram aftur. SAMAN Þau Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason hafa eins og Ásmundur Einar Daðason sagt sig úr þingflokki Vinstri grænna, en ætla að fylgja stefnu flokksins á þinginu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tveir þingmenn Framsóknarflokks hafa rætt hugmyndir um að Framsóknar- flokkurinn gangi til liðs við ríkisstjórnina. Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson hafa lagt til að viðræður hefjist. Eygló Harðardóttir, þingmaður flokksins, segir þessa afstöðu Sivjar og Guðmundar ekki hafa komið flokksfélögum þeirra á óvart, og að hún hafi eki verið rædd sérstaklega í þingflokkinum. Hún segir flokkinn vera í stjórn- málum til að koma sínum stefnumálum á framfæri, ekki til að halda lífi í ríkisstjórninni. Hvorki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, né Birki J. Jónsson, varaformann flokksins, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gærkvöldi. Ræða aðkomu Framsóknar að stjórn STJÓRNMÁL Félagsfundur svæðis- félags Vinstri grænna á Vest- fjörðum hefur skorað á Ásmund Einar Daða- son, þing- mann flokks- ins, að segja þegar af sér þingmennsku. Ásmundur sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna á miðvikudag. „Ásmundur Einar hefur samþykkt vantraust á ríkisstjórn sem VG á aðild að og sagt sig úr þingflokknum án samráðs við félögin sem að framboði hans stóðu og því ekki hægt að sjá að hann geti setið áfram í umboði kjósenda VG,“ segir í ályktun fundarins. - bj Vilja að Ásmundur segi af sér: Situr ekki í um- boði kjósenda ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON LEIKSKÓLAMÁL Áætlanir eigna- sviðs Reykjavíkurborgar um að leigja hús við skólagarðana í Fossvogi til dagforeldra mætir andstöðu í hverfisráði Háaleitis og Bústaða. Leggja á skólagarð- anna af og taka í staðinn upp svo- kallaða fjölskyldugarða. Hverfisráð leggst gegn breyt- ingunni á nýtingu hússins nema um það sé samráð við íbúa í næsta nágrenni og vill að málið sé kynnt fyrir íbúunum og þeim gefinn kostur á að taka afstöðu til þess. „Þá lýsir hverfisráð áhyggjum af aðstöðuleysi þeirra fjölskyldna sem munu nýta sér nýju fjölskyldugarðana og má í því sambandi benda á skort á salernis aðstöðu,“ segir í bókun. - gar Andstaða í hverfisráði: Leggjast gegn dagforeldrum í skólagarðahúsi REYKJAVÍK Jón Gnarr borgarstjóri neitaði í gær að taka á móti yfir- mönnum af þýskum herskipum sem lágu við bryggju í Reykjavík. Borgarstjóri sagði að ástæðan væri sú að hann væri friðarsinni og á móti hernaði í hvaða mynd sem er. „Ég lít ekki svo á að í því felist einhver óvirðing við þetta fólk sem er hér í heimsókn núna. Ég vil einfaldlega ekki tengjast hernaðarbrölti.“ Jón bætir því við að það sé ein- læg skoðun hans að Reykjavík eigi að vera borg friðarins. - þj Borgarstjórinn í Reykjavík: Neitaði að hitta flotaforingja LÍBÍA, AP Ekkert fararsnið virð- ist á Múammar Gaddafí, leið- toga Líbíu, þrátt fyrir loftárásir aðildar ríkja Atlandshafsbanda- lagsins og uppreisn í landinu. Gaddafí ók í gær um höfuðborg- ina Trípólí í brynvörðum jeppa og steytti hnefann í átt að himni. Loftárásir voru gerðar á skot- mörk í borginni í gær en engar staðfestar fregnir hafa borist af mannfalli. Líbíska ríkissjónvarp- ið, sem halt er undir Gaddafí, sagði einhverja óbreytta borgar- ar hafa særst í árásunum. - bj Loftárásir gerðar á höfuðborg: Ekki fararsnið að sjá á Gaddafí STAÐFASTUR Ríkissjónvarpið í Líbíu sýndi Múammar Gaddafí, leiðtoga landsins, aka um höfuðborgina í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP TÆKNI Sala á einkatölvum dróst saman um 1,1 prósent á heimsvísu á fyrsta fjórðungi ársins, sam- kvæmt upplýsingum markaðs- rannsóknafyrirtækisins Gartner. Salan hefur ekki verið daprari í eitt og hálft ár. Þetta er þvert á spár, en reiknað hafði verið með þriggja prósenta söluaukningu. Talið er að aukinn áhugi á spjaldtölvum skýri málið þótt framleiðslutafir af völdum jarðskjálftans í Japan kunni að vega þungt. Salan dróst saman um 6,1 pró- sent í Bandaríkjunum en jókst í Asíu og Mið- og Suður-Ameríku. - jab Sala á einkatölvum minnkar: Spjaldtölvum um að kenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.