Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 46
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Jöklar nefnist nýtt íslenskt netleikrit sem frumsýnt verður í kvöld. Verkið er sett upp á fjórum mismun- andi stöðum á landinu en heildarmyndina má nálgast á netinu. Netleikhúsið 408 herbergi frum- sýnir leikritið Jökla eftir Hrafn- hildi Hagalín og Steinunni Knúts- dóttur í kvöld í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og á netinu. Verkið fjallar um Ófeig, 53 ára fyrrverandi dansara í hjóla- stól, sem lifir lífi sínu að mestu á netinu og býður þar upp á sjálfs- hjálparmeðferð í gegnum síðuna Glacierworld.net. Til hans leita þrjár persónur sem búa sín í hverj- um landshlutanum og eiga allar við getuleysi af einhverju tagi að stríða. eru félagslega einangraðar og hafa búið til hliðarsjálf á ver- aldarvefnum. Þegar fimmta pers- ónan blandast í leikinn verða hins vegar óvænt endaskipti á hlutun- um. „Við segjum söguna með þeim miðli sem hún gerist í og notum þannig veraldarvefinn sem bæði yrkisefni og leikrými,“ segir Steinunn Knútsdóttir, sem jafn- framt leikstýrir verkinu. Á hverj- um sýningarstað geta áhorfendur fylgst með verkinu frá sjónarhorni viðkomandi persónu en á netinu er hægt að sjá heildarsýn yfir atburðarásina. Steinunn líkir ritun verksins við flókinn vefnað. „Við Hrafn- hildur höfum unnið að því undan- farið ár að láta fléttuna ganga upp og hvern þátt styðja hver annan.“ Enn fremur reyni mikið á leikar- ana í þessu verki. „Áhorfendur eru nánast eins og fluga á vegg hjá þeim og það skiptir því miklu máli að þeir séu öruggir í sínu.“ Steinunn segir helsta kost netsins sem leikhússvettvangs að það geri fjarlægðir að engu, auk þess sem það verði til öðruvísi nánd milli leikara og áhorfanda en í hefð- bundnu leikhúsi. Hrafnhildur og Steinunn fengu í fyrra tilnefn- ingu til Evrópsku útvarpsverð- launanna í flokki nýmiðla, fyrir netverkið Herbergi 408. Leikarar í sýningunni eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Ársæll Níelsson, Halldóra Malín Pétursdóttir og Hellen Gould. Hægt verður að fylgjast með sýningunum á síðunni her- bergi408.is. Þá verða allar sýn- ingarnar sýndar í einni sýningu í Bíóparadís 21. og 23. apríl næst- komandi. bergsteinn@frettabladid.is JÖKLANETLEIKHÚSIÐ AÐSTANDENDUR JÖKLA Hrafnhildur Hagalín, leikskáld og dramatúrg, Árni Pétur Guð- jónsson leikari og Steinunn Knútsdóttir, leikskáld og leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Arfleifðin í farteskinu nefnist mynd um pílagrímsgöngu Thors Vil- hjálmssonar til Spánar, sem verð- ur frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þetta er annar hlutinn í fimm hluta kvikmyndabálki Erlendar Sveins- sonar um göngu Thors til Santiago de Compostela á Norðvestur-Spáni en yfirheiti myndanna er Draumur- inn um veginn. Menningararfleiðin er meginstef þessa hluta og nauðsyn þess að varð- veita hana og nærast af henni. Thor heldur áfram göngu sinni um Rioja- héraðið á Spáni og sem leið liggur inn í Kastilíu. Þar verður höfuðborg- in Burgos skáldinu áhrifamikill við- komustaður. Eftir Burgos skiptast á fjölbreytileg þorp og kornakrar spænsku hásléttunnar (Mezeta) en Arfleifðinni í farteskinu lýkur í bænum Fromista í Palenciu-héraði. Um 345 km eru þá að baki af þeim 800 km sem Thor hefur einsett sér að ganga á Jakobsveginum. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís til 25. apríl. Í tilefni af þessu verð- ur fyrsti hluti bálksins, Inngangan, endursýndur í Bíó Paradís 15. og 17. apríl. Aðalkvikmyndatökumaður er Sigurður Sverrir Pálsson, hljóð- upptökur á Spáni annaðist Sigurð- ur Hr. Sigurðsson, Bogi Reynis- son sá um hljóðhönnun, þulur er Egill Ólafsson, Atli Heimir Sveins- son tónskáld er í hlutverki vinar- ins sem fylgist með göngu Thors úr fjarlægð en handrit, kvikmyndataka að hluta til, klipping, tónlistarval, framleiðsla og stjórn er í höndum Erlends Sveinssonar. Pílagrímsganga Thors heldur áfram THOR VILHJÁLMSSON Arfleifðin í farteskinu er annar hluti af fimm í kvikmyndabálki Erlendar Sveinssonar um pílagrímsgöngu Thors Vilhjálmssonar til Spánar. Allar LEVI’S gallabuxur fyrir dömur, kr. 7.995 Allar LEVI’S gallabuxur fyrir herra, kr. 9.995 KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Girnilegasti lagermarkaður landsins! NÝTT FRÁ LEVI’S R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . VORTÓNLEIKAR Í SALNUM Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran boðar vorkomuna með ljóðasöngstónleikum í Salnum klukkan 17 á morgun. Með henni leika Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá eru meðal annars söngflokkurinn Ást og ævi konu eftir Schumann, tvö sönglög eftir Brahms ásamt útsetningum á nokkrum íslenskum þjóðlögum fyrir selló, rödd og píanó eftir Margréti Sigurðardóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.