Fréttablaðið - 15.04.2011, Page 46

Fréttablaðið - 15.04.2011, Page 46
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR30 30 menning@frettabladid.is Jöklar nefnist nýtt íslenskt netleikrit sem frumsýnt verður í kvöld. Verkið er sett upp á fjórum mismun- andi stöðum á landinu en heildarmyndina má nálgast á netinu. Netleikhúsið 408 herbergi frum- sýnir leikritið Jökla eftir Hrafn- hildi Hagalín og Steinunni Knúts- dóttur í kvöld í Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og á netinu. Verkið fjallar um Ófeig, 53 ára fyrrverandi dansara í hjóla- stól, sem lifir lífi sínu að mestu á netinu og býður þar upp á sjálfs- hjálparmeðferð í gegnum síðuna Glacierworld.net. Til hans leita þrjár persónur sem búa sín í hverj- um landshlutanum og eiga allar við getuleysi af einhverju tagi að stríða. eru félagslega einangraðar og hafa búið til hliðarsjálf á ver- aldarvefnum. Þegar fimmta pers- ónan blandast í leikinn verða hins vegar óvænt endaskipti á hlutun- um. „Við segjum söguna með þeim miðli sem hún gerist í og notum þannig veraldarvefinn sem bæði yrkisefni og leikrými,“ segir Steinunn Knútsdóttir, sem jafn- framt leikstýrir verkinu. Á hverj- um sýningarstað geta áhorfendur fylgst með verkinu frá sjónarhorni viðkomandi persónu en á netinu er hægt að sjá heildarsýn yfir atburðarásina. Steinunn líkir ritun verksins við flókinn vefnað. „Við Hrafn- hildur höfum unnið að því undan- farið ár að láta fléttuna ganga upp og hvern þátt styðja hver annan.“ Enn fremur reyni mikið á leikar- ana í þessu verki. „Áhorfendur eru nánast eins og fluga á vegg hjá þeim og það skiptir því miklu máli að þeir séu öruggir í sínu.“ Steinunn segir helsta kost netsins sem leikhússvettvangs að það geri fjarlægðir að engu, auk þess sem það verði til öðruvísi nánd milli leikara og áhorfanda en í hefð- bundnu leikhúsi. Hrafnhildur og Steinunn fengu í fyrra tilnefn- ingu til Evrópsku útvarpsverð- launanna í flokki nýmiðla, fyrir netverkið Herbergi 408. Leikarar í sýningunni eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Ársæll Níelsson, Halldóra Malín Pétursdóttir og Hellen Gould. Hægt verður að fylgjast með sýningunum á síðunni her- bergi408.is. Þá verða allar sýn- ingarnar sýndar í einni sýningu í Bíóparadís 21. og 23. apríl næst- komandi. bergsteinn@frettabladid.is JÖKLANETLEIKHÚSIÐ AÐSTANDENDUR JÖKLA Hrafnhildur Hagalín, leikskáld og dramatúrg, Árni Pétur Guð- jónsson leikari og Steinunn Knútsdóttir, leikskáld og leikstjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Arfleifðin í farteskinu nefnist mynd um pílagrímsgöngu Thors Vil- hjálmssonar til Spánar, sem verð- ur frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld. Þetta er annar hlutinn í fimm hluta kvikmyndabálki Erlendar Sveins- sonar um göngu Thors til Santiago de Compostela á Norðvestur-Spáni en yfirheiti myndanna er Draumur- inn um veginn. Menningararfleiðin er meginstef þessa hluta og nauðsyn þess að varð- veita hana og nærast af henni. Thor heldur áfram göngu sinni um Rioja- héraðið á Spáni og sem leið liggur inn í Kastilíu. Þar verður höfuðborg- in Burgos skáldinu áhrifamikill við- komustaður. Eftir Burgos skiptast á fjölbreytileg þorp og kornakrar spænsku hásléttunnar (Mezeta) en Arfleifðinni í farteskinu lýkur í bænum Fromista í Palenciu-héraði. Um 345 km eru þá að baki af þeim 800 km sem Thor hefur einsett sér að ganga á Jakobsveginum. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís til 25. apríl. Í tilefni af þessu verð- ur fyrsti hluti bálksins, Inngangan, endursýndur í Bíó Paradís 15. og 17. apríl. Aðalkvikmyndatökumaður er Sigurður Sverrir Pálsson, hljóð- upptökur á Spáni annaðist Sigurð- ur Hr. Sigurðsson, Bogi Reynis- son sá um hljóðhönnun, þulur er Egill Ólafsson, Atli Heimir Sveins- son tónskáld er í hlutverki vinar- ins sem fylgist með göngu Thors úr fjarlægð en handrit, kvikmyndataka að hluta til, klipping, tónlistarval, framleiðsla og stjórn er í höndum Erlends Sveinssonar. Pílagrímsganga Thors heldur áfram THOR VILHJÁLMSSON Arfleifðin í farteskinu er annar hluti af fimm í kvikmyndabálki Erlendar Sveinssonar um pílagrímsgöngu Thors Vilhjálmssonar til Spánar. Allar LEVI’S gallabuxur fyrir dömur, kr. 7.995 Allar LEVI’S gallabuxur fyrir herra, kr. 9.995 KORPUOUTLET, KORPUTORGI • Opið mánudag til laugardags frá 11 til 18 • Sunnudaga frá 12 til 18 • S. 578 9400 Girnilegasti lagermarkaður landsins! NÝTT FRÁ LEVI’S R áð an d i - a ug lý si ng as to fa e hf . VORTÓNLEIKAR Í SALNUM Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran boðar vorkomuna með ljóðasöngstónleikum í Salnum klukkan 17 á morgun. Með henni leika Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskrá eru meðal annars söngflokkurinn Ást og ævi konu eftir Schumann, tvö sönglög eftir Brahms ásamt útsetningum á nokkrum íslenskum þjóðlögum fyrir selló, rödd og píanó eftir Margréti Sigurðardóttur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.