Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 58
15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR42 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX „Þessi leiksýning hefur allt sem þarf til að skapa vel heppnað og eftirminnilegt leikverk.“ I.Þ., Mbl. „Þetta var geggjuð flott sýning, eins og gelgjan sagði. Og hvað viljið þið meira?“ B.S., pressan.is „Critics choice“ Time Out, London Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is fim. 12/5 kl. 20 – lau. 21/5 kl. 20 – fös. 27/5 kl. 20 KÖRFUBOLTI Stjörnumenn sýndu mikinn karakter, baráttu og þor í Ásgarði í gær er þeir blésu á allar hrakspár, spiluðu hörkuleik og unnu frábæran sigur á KR, 107- 105, í hreint út sagt frábærum körfuboltaleik. Leikurinn var skemmtun frá upphafi til enda. Jafnræði var með liðunum allan leikinn og það kom aldrei fyrir að annað liðið næði afgerandi forskoti. Stjörnumenn voru þó ávallt skrefi á undan. Þeir voru mun sterkari í fyrri hálfleik og ef ekki hefði verið fyrir sýn- ingu Marcus Walker hjá KR hefði Stjarnan verið með afar góða stöðu í hálfleik. Þá leiddu þeir aðeins með tveim stigum, 54-52, en Walker skoraði 24 stig í hálfleiknum og var algjör- lega magnaður. Hiti í lokamínútunum Stjörnumenn voru sem fyrr skrefi á undan í síðari hálfleik en KR- ingar neituðu að gefast upp og voru alltaf rétt á eftir. Mikill hiti var í liðunum í lokaleikhlutanum og lá við að upp úr syði. KR-ingar minnkaði muninn í eitt stig, 106- 105, þegar 16 sekúndur voru eftir og fengu tækifæri til þess að jafna eða vinna leikinn í lokasókninni. Það gekk ekki eftir og Stjörnu- menn fögnuðu hreint ógurlega í leikslok og máttu það vel. „Það mættu allir í partíið í dag. Okkur leið í fyrsta leiknum eins og við værum boðflennur í afmæli. Eins og okkur væri ekki boðið. Nú erum við komnir með boðs miðann og það eru allir mættir eins og sjá mátti í dag,“ sagði Teitur Örlygs- son, þjálfari Stjörnunnar, kátur en lið hans lék virkilega vel og sex leikmenn skoruðu tíu stig eða meira. Líður vel í spennandi leikjum „Framlagið frá Jovan, Fannari og Marvin að þessu sinni var allt annað og munar mikið um það. Þeir voru ekki með í fyrsta leikn- um. Við hefðum átt að leiða stórt í hálfleik miðað við spilamennskuna en Marcus var með sýningu sem var ekki hægt að stöðva,“ sagði Teitur, en hans lið sýndi stáltaugar enn eina ferðina í jöfnum leik. „Okkur líður mjög vel í spenn- andi leikjum og við erum með flotta stráka og góðar vítaskytt- ur. Sjálfstraustið var mikið undir lokin og menn stigu upp á báðum endum vallarins. Allir í liðinu skil- uðu sínu og líka þeir sem fengu fæstar mínútur. Ég var hæst- ánægður með þetta,“ sagði Teitur, en hans menn hafa nú hrist af sér flenginguna í fyrsta leik og eru búnir að gera rimmuna að alvöru einvígi. „Sviðsskrekkurinn verður far- inn í næsta leik í DHL-höllinni. Núna verður bara tilhlökkun að spila og við getum ekki beðið eftir næsta leik.“ henry@frettabladid.is NÚNA MÆTTU ALLIR Í PARTÍIÐ Teitur Örlygsson sagði að sínu liði hefði liðið eins og boðflennum í afmæli í fyrsta leiknum gegn KR um Ís- landsmeistaratitilinn í körfubolta. Hans menn voru mættir í betri fötin í gær og tóku fullan þátt í gleðinni. STJARNAN JAFNAÐI METIN Justin Shouse og félagar svöruðu fyrir sig í rimmunni gegn KR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI „Þetta var alvöru leik- ur og ég er bara hrifinn af því sem Stjarnan gerði. Þeir breyttu ekki grunnskipulaginu en komu út og börðu svolítið vel á okkur. Það var greinilega það eina rétta í stöðunni og við vorum svolítið lengi að átta okkur á því,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir tapið í gær. „Ég hafði trú á því allan tím- ann að við myndum taka þetta undir lokin en þetta féll ekki með okkur að þessu sinni,“ sagði Hrafn en hann var ekki alveg sáttur við dómgæsluna undir lok leiksins og vildi sjá dómar- ana setja meiri tíma á klukkuna þegar KR fékk lokatækifæri til að skora. „Mér fannst eins og enginn vissi hvað væri í gangi í lokin. Ég vona að dómararnir hafi notað sjónvarpið og fundið út að það væru bara 0,2 sekúndur eftir. Mér fannst vera meiri tími eftir,“ sagði Hrafn, sem býst við hörku- leikjum í kjölfarið. „Stjarnan er í úrslitunum af góðri ástæðu. Þetta er hörkulið og það mátti alveg búast við því að þetta yrði alvöru sería.“ - hbg Hrafn Kristjánsson: Þeir börðu vel á okkur í kvöld RÆÐA MÁLIN Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Björgvin Rúnarsson dómari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KÖRFUBOLTI „Svona hafa leikirnir verið hjá okkur í allan vetur. Við gerum okkur ekki auðvelt fyrir. Það er hluti af skemmtuninni. KR er síðan frábært lið og menn rúlla ekkert yfir það,“ sagði Just- in Shouse brosmildur eftir leik. „Það hafa margir efast um að við ættum erindi í þessa úrslita- leiki en ég tel okkur hafa sýnt í kvöld að við eigum fullt erindi í þessa rimmu. Við erum ekki bara ánægðir að vera hérna. Vissulega ætlum við að skemmta okkur en við ætlum okkur meira en það. Af hverju getum við ekki farið alla leið?“ sagði Justin brattur. Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, fann sig engan veginn í fyrsta leiknum en átti fínan leik í gær. „Mér finnst við vera með mjög gott lið og KR er líka gott lið, sérstaklega ef það fær að spila sinn leik. Það er lyk- ilatriði að stöðva hraðaupphlaupin hjá KR-ingum því þeir eru ekkert sérstakir að setja upp sóknir. Þar held ég að við séum sterkari. Ef við náum að spila á okkar hraða erum við betra lið,“ sagði Fannar kokhraustur. „Þetta var flottur leikur og svona vilja allir hafa þetta. Þetta á ekki að vera eins og í fyrsta leiknum þegar við mættum ekki tilbúnir. Þá vorum við eins og aumingjar og það gerist ekki aftur.“ - hbg Justin Shouse og Fannar Helgason, Stjörnunni: Við eigum fullt er- indi í þessa rimmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.