Fréttablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 20
20 15. apríl 2011 FÖSTUDAGUR
BORGARTÚNI 12-14 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 1111 - MYNDSENDIR 411 3071
Auglýsing um breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík
Í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010,
er hér með auglýst tillaga að breytingu á
deiliskipulagi í Reykjavík.
Hólmsheiði/Almannadalur, Fjárborg
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi „Hólmsheiði/
Almannadalur/Fjárborg“. Í breytingunni felst
að loftunargerði eru stækkuð við hesthús við
Almannadalsgötu að vestanverðu. Skilyrði verða sett
um að lóðarhafar gangi frá landmótun að reiðleið á
eigin kostnað. Gerði við nyrsta staka húsið stækka til
norðurs um þrjá metra. Breytingar munu ekki hafa áhrif
á lóðarmörk.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkurborgar
að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 –
16:15, frá 15. apríl 2011 til og með 31. maí 2011.
Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, www.
skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að
gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum
og athugasemdum við tillöguna skal skila
skriflega eða á netfangið skipulag@reykjavik.is,
til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 31.
maí 2011. Vinsamlegast notið uppgefið netfang
fyrir innsendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir
sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests,
teljast samþykkja tillöguna.
Reykjavík, 15. apríl 2011
Skipulagsstjóri Reykjavíkur
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Á hverju ári er haldinn alþjóðlegur ofneyslu-dagur um allan heim. Það er sá dagur ársins
þegar neyslan fer yfir þolmörk jarðar. Árið 2010
var þessi dagur 21. ágúst og hvert ár færist hann
framar. Þessi þróun getur ekki haldið áfram en
hvernig breytum við um stefnu?
Sjálfbær þróun er svarið og þar eru Norðurlönd
í fararbroddi. Á undanförnum áratugum hafa
Norður lönd sýnt fram á að það er hægt að ná aukn-
um hagvexti án þess að íþyngja umhverfinu. Hug-
myndafræðin um sjálfbæra þróun styður þannig
við norræna velferðarkerfið, þar sem markmiðið
er að bæta lífsgæði án þess að ganga á auðlindir
jarðar.
Áætlun Norrænu ráðherranefndarinnar um sjálf-
bæra þróun var kynnt árið 2001. Það var jafnframt
í fyrsta sinn sem nokkur lönd tóku sig saman um að
taka stefnuna á sjálfbært samfélag. En hvar erum
við stödd núna, og hvaða aðgerðir eru í gangi á nor-
rænum vettvangi?
Heildar koltvísýringslosun Norðurlanda minnk-
ar stöðugt samtímis því að hlutur endurnýjanlegra
orkugjafa eykst, lífrænn landbúnaður er í sókn og
umhverfismerktum vörum á markaði fjölgar. Lífs-
líkur íbúa aukast og það sama á við um menntunar-
stig. Allt eru þetta vísbendingar um að við séum
á réttri leið. Við verðum þó að leggja okkur betur
fram ef við ætlum að tryggja sjálfbært samfélag til
framtíðar.
Við þurfum að bæta samgöngukerfið með öflugri
almenningssamgöngum og umhverfisvænum orku-
lausnum. Við þurfum að auðvelda neytendum að
velja sjálfbærar og hollar vörur, t.d. með notkun
norræna umhverfismerkisins Svansins og með því
að halda á lofti nýrri norrænni matargerðarlist.
Framleiðendur og neytendur verða áfram að
bera kostnað af því álagi á umhverfið sem hlýst af
gerðum þeirra. Það hvetur til betri umgengni við
umhverfið og ýtir undir þróun nýrrar umhverfis-
tækni. Yngsta kynslóðin þarf að læra snemma
hvernig á að haga sér í heimi þar sem fleira fólk
þarf að deila með sér færri auðlindum.
Leiðin inn í sjálfbæran heim hefst í nærsam-
félaginu. Á Norðurlöndum má finna fjölmörg dæmi
um staðbundin sjálfbærniverkefni. Fyrir nokkrum
árum stefndi í óefni í sænsku borginni Malmö,
vinnustöðum fækkaði og heilu hverfin voru í niður-
níðslu. Með markvissu starfi og uppbyggingu
borgarhluta sem eru nú félagslega, efnahagslega
og umhverfislega sjálfbærir tókst að snúa þessari
þróun við. Fyrir vikið var borgin verðlaunuð af
Sameinuðu þjóðunum.
Í Nuuk á Grænlandi hafa menn sett sér það mark-
mið að verða fyrsti koltvísýringshlutlausi höfuð-
staður í heimi. Tampere í Finnlandi fékk nýlega
viðurkenningu fyrir aðgerðir sínar til að fá íbúa til
að draga úr koltvísýringslosun. Loks má nefna að
Norræna ráðherranefndin ýtti nýlega úr vör sam-
keppni milli sveitarfélaga á Norðurlöndum um vist-
væna orkunotkun.
Sjálfbærni og lausnir á loftslagsvandanum nást
þó ekki eingöngu með staðbundnum verkefnum.
Til þess þarf svæðisbundið og hnattrænt samstarf.
Norðurlönd vilja ná metnaðarfullum loftslagsmark-
miðum fyrir næstu loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í desember og norrænn sérfræðingahópur
vinnur að því að móta viðræðugrundvöll út frá nor-
rænum markmiðum.
Norræna ráðherranefndin tekur einnig þátt í
fundum sjálfbærninefndar Sameinuðu þjóðanna,
og áætlanir eru uppi um norrænt átak í tengslum
við alþjóðaráðstefnu um sjálfbæra þróun í Ríó árið
2012. Tækifæri Norðurlanda til að taka forystuna á
alþjóðavettvangi eru því fjölmörg.
Norðurlönd verða einnig að vinna með Eystra-
saltsríkjunum og ESB, ásamt því að þróa sameigin-
legar aðgerðir til að stuðla að sjálfbærri þróun í
þróunarríkjunum og meðal frumbyggja. Nordic
Climate Facility – sem styrkir loftslagsverkefni í
þróunarríkjunum – er dæmi um norrænt samstarf
eins og það gerist best.
Því er haldið fram að sífellt dragi úr þýðingu
norræns samstarfs vegna hnattvæðingar og aukins
ESB samruna. Við teljum að þessu sé einmitt þver-
öfugt farið: Sífellt hnattvæddari heimur og stærra
ESB eykur mikilvægi norrænnar samvinnu.
Við eigum því að bregðast við loftslagsvandanum
og leitast við að skapa sjálfbærara þjóðfélag á þann
árangursríka og sveigjanlega hátt sem einkennir
Norðurlönd, því saman náum við betri árangri og
meiri áhrifum á alþjóðavettvangi.
Samstarfsráðherrar Norðurlanda:
Katrín Jakobsdóttir, Ísland
Karen Elleman, Danmörk
Jan Vapaavuori, Finnland
Jacob Vestergaard, Færeyjar
Palle Christiansen, Grænland
Rigmor Aasrud, Noregur
Ewa Björling, Svíþjóð
Veronica Thörnroos, Álandseyjar
Norðurlönd vísa veg til sjálfbærni
Sem betur fer – eða hvað? – virð-ast allir hafa gleymt þessu:
Á árunum fyrir 1960 var kannað
hvernig unnt væri að koma fyrir
litlu kjarnorkuveri til orkufram-
leiðslu í Vestmannaeyjum. Um var
að ræða kjarnorkuver með 26,2
megavatta varmaafli eða 5,6 mega-
vatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta
létt vatn og auðgað úraníum svipað
og er í orkuverunum í Japan, sem
eru að nokkru leyti komin vel til
ára sinna.
Hugmyndin var að nota varma-
aflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið
væri ekki að fullu nýtt. Rafmagns-
veitur ríkisins skoðuðu málið sér-
staklega. Vinna var líka á borðum
Kjarnfræðanefndar en hún var
stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn
um friðsamlega notkun kjarnorku
1955. Björn Kristinsson, rafmagns-
verkfræðingur, þá framkvæmda-
stjóri nefndarinnar og seinna pró-
fessor við Háskóla Íslands, vann
greinargerð fyrir nefndina um
orkuverið. Nefndin var lögð niður
1964.
Hugsanleg áhrif vetnissamruna
(kjarnasamruna) á íslenskt efna-
hagslíf voru rædd í fullri alvöru á
þessum árum. Menn trúðu á tíma-
bili að stillanlegur vetnissamruni
væri rétt handan við hornið. Þetta
gat þýtt að best væri að koma inn-
lendri orku í verð áður en það yrði
of seint og hafði bein áhrif á orku-
sölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til
raforkuverðs.
Í umræðunum um orkuverð til
álversins í Straumsvík tókust á
nokkur meginsjónarmið. Áhersla
var lögð á að nauðsynlegt væri að
skjóta fleiri stoðum undir atvinnu-
lífið eins og það var kallað. Talið
var að efnahagslífið væri of veikt
með því að treysta á sjávar útveginn
einan. Var mikið til í því. Sumir
bentu reyndar á möguleika ferða-
þjónustunnar. Það voru ekki talin
veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er
ferðaþjónustan að rísa yfir allar
aðrar atvinnugreinar í gjaldeyris-
öflun. Andstæðingar stóriðjuvers-
ins á sjöunda áratugnum voru
hins vegar ekki á móti stóriðjunni
sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt
of lágu orkuverði til álversins og
í öðru lagi báru einhverjir – en
fáir – fram umhverfisrök; álverið
mengar. Og í þriðja lagi voru marg-
ir andvígir álverinu af því að það
var og er í eigu útlendinga. Sú rök-
semd heyrist sjaldan nú orðið. En
hinar eru áfram á sínum stað. Sú
sem snýr að orkuverðinu hefur hins
vegar orðið örlagaríkust. Verðið
fyrir raforkuna á Íslandi hefur
verið allt of lágt.
Það er enn allt of lágt. Sú stað-
reynd á að nokkru leyti rætur að
rekja til þess að einhverjir töldu
að kjarnorkan væri að koma; að
hún myndi eftir skamma stund
gera íslensku orkulindirnar verð-
lausar. Sem betur fer urðu þeir
ekki sannspáir sem héldu slíku
fram. Kjarnorkuver í Vestmanna-
eyjum varð aldrei til nema á fá-
einum minnisblöðum. Þetta kjarn-
orkuver hefði aldrei orðið neitt í
samanburði við þau sem seinna
urðu til um allan heim. En Íslend-
ingar könnuðu þessa slóð. Minnis-
blöðin eru til.
Sem betur fer
Sjálfbær þróun er svarið og
þar eru Norðurlönd í farar-
broddi.
Orkumál
Svavar
Gestsson
Fyrrverandi ráðherra