Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 2

Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 2
7. maí 2011 LAUGARDAGUR2 HJÁLPARSTARF Alls hafa 6,5 milljónir króna verið greiddar til Hjálpar- starfs kirkjunnar með va lgreiðsluseðlum í heimabanka frá því að átakið um breytingar á innlendri matarað- stoð hófst fyrir um viku. Breytingunum er beint gegn biðröðunum sem tíðkast hafa við matar- úthlutanir. „Söfnunin hefur gengið mjög vel á þessari einu viku. Það má kannski gera ráð fyrir að þetta gangi best fyrst eftir mánaðamót en við sendum út 120 þúsund kröf- ur og það hefur að vísu enn ekki komið inn stórt hlutfall af þeim,“ segir Jónas Þórir Þórisson, fram- kvæmdastjóri Hjálparstarfsins, um verkefnið, sem mun standa í sjö mánuði til að byrja með. Breytingarnar á matar- aðstoðinni eru fólgnar í því að skjólstæðingar Hjálparstarfsins sem eru með börn á framfæri fá í hendur inneignar kort í verslunum sem selja helstu nauð þurftir. Inn- eignarkortin, sem geyma fasta og fyrir fram ákveðna upphæð, koma í stað matar poka sem Hjálparstarfið hefur hingað til afhent. „Einstaklingar sem ekki treysta sér til þess að standa í biðröðum einhverra hluta vegna hafa hringt til okkar og spurt um möguleika á inneignarkorti og við munum taka slíkar beiðnir til athugunar eins og allar aðrar beiðnir,“ segir Jónas Þórir. - ibs HEILSA Finnar hafa staðfest að yfir 50 börn á aldrinum fjögurra til nítján ára sem fengu dróma- sýki á síðasta ári höfðu öll verið bólusett með bóluefninu Pandem- rix sem gefið er við svínaflensu. Að sögn Markku Partinen, prófessors við Háskólann í Helsinki, fá vanalega um þrjú börn drómasýki í Finnlandi ár hvert þannig að fjölgun tilfella vakti mikla athygli. Hann segir þó ekki hægt að fullyrða að bólusetningin sé orsakavaldur sýkinnar. Rann- saka þurfi málið betur. Þess má geta að bóluefnið er notað hér á landi og landlæknisembættið hvatti fólk til að láta bólusetja sig í vetur. Partinen leggur þó áherslu á að áhættan sé lítil. Partinen tekur nú þátt í nor- rænni svefnráðstefnu hérlendis. Þar hefur meðal annars verið fjallað um afleiðingar svefnleys- is. - sbt / sjá síðu 32 LÖGREGLUMÁL Karlmaður frá Íran, sem um árabil hefur beðið eftir svari við því hvort hann fái hæli hérlendis, hellti yfir sig bensíni á skrifstofum Rauða kross Íslands í gærmorg- un og hótaði að kveikja í sér ef hann fengi ekki tafarlausa úrlausn sinna mála. Sérsveit lögreglu var kvödd á vettvang, ásamt slökkvi- og sjúkraliði. Samningamaður reyndi að sannfæra manninn um að koma út úr húsinu en í miðjum viðræðunum tók hann að hella yfir sig bensíninu, sem hann hafði með sér í tveimur brúsum. Að sögn lögreglu stafaði starfsfólki Rauða krossins töluverð hætta af manninum, enda reyndi hann reglulega að kveikja á kveikjara sem hann hafði meðferðis upp við bensínblaut klæði sín. Bensínið hafði einnig skvest á föt starfsfólksins. Lögregla greip til aðgerða þegar svo var komið og handsamaði manninn. Hún var meðal annars vopnuð slökkvitækjum til að koma í veg fyrir að maðurinn slasaði sig. Maðurinn var færður á slysadeild og þaðan í fangageymslur. Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að hörmulegt sé að maðurinn skuli grípa til slíkra örþrifaráða í örvæntingu sinni. „Mest um vert er að okkur tókst með þeim viðbúnaði sem hér var að koma manninum til hjálpar án þess að hann skaðaði sjálfan sig eða aðra.“ - sh Íranskur hælisleitandi greip til örþrifaráða eftir margra ára bið í kerfinu og var handtekinn: Hótaði að kveikja í sér hjá Rauða krossinum MIKILL VIÐBÚNAÐUR Samningamaður ræddi við manninn en þegar hann hellti yfir sig bensíni réðst lögregla til atlögu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UMHVERFISMÁL Hugmyndir um að flytja hreindýr til Vestfjarða til að styrkja atvinnulífið mæta harðri mótspyrnu sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. „Vitað er að hreindýr geta tekið ýmsa sauðfjársjúkdóma, má þar nefna garnaveiki, en einnig er líklegt að að hreindýr geti borið riðu ásamt ýmsum öðrum smit- sjúkdómum. Með tilliti til þess hve rásgjörn og víðförul hreindýr eru ásamt því að girðingar, þar með taldar sauðfjárveikivarn- arlínur, halda þeim ekki er ljóst að hætta er á að óbætanlegt tjón gæti hlotist af flutningi þessara dýra á Vestfirði,“ segir í umsögn sauðfjár veiki varnarnefndar Stranda byggðar til sveitarstjórna á Vestfjörðum. Í umsögn Þorsteins Ólafs sonar, sérgreinalæknis hjá Matvæla- stofnun, er minnt á að heilbrigð- asti sauðfjárstofn landsins sé á austan verðum Vestfjörðum. „Það eru því ekki aðeins hagsmunir bænda á því svæði í húfi að ekki berist þangað óæskilegir sjúkdóm- ar, það skiptir alla sauðfjárrækt á Íslandi gríðarlega miklu máli,“ segir Þorsteinn. Þá er nefnd slysahætta og eyði- legging vegna ágangs hreindýra. Þorsteinn segir hreindýr ekki virða venjulegar girðingar. „Það er líklegt að þau myndu leita suður í Dali, alla vega á vissum árstímum, og jafnvel niður í Borgarfjörð,“ segir Þorsteinn, sem kveður slíkt flakk myndu ganga „gjörsamlega gegn öllum hagsmunum“ vegna varnarlína við sauðfjárveiki. Búnaðarsamband Vestfjarða hefur einnig lýst andstöðu við flutning hreindýra inn á svæðið. Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvís, segir andstöð- una byggða á misskilningi. „Íslenski hreindýrastofninn er einn sá heilbrigðasti í heimi. Það hefur aldrei fundist hreindýr sýkt af riðu eða garnaveiki svo sannað sé á Íslandi. Hreindýr eru í nánu samband við sauðfé á Austurlandi og ekki er það vandamál,“ segir Sigmar. Þá bendir Sigmar á að ferðamála- og umhverfisnefnd Reykhólahrepps ætli að láta kanna hvort hreindýr geti lifað á Vestfjörð- um. Atvinnu- og ferðamálanefnd Vesturbyggðar skoði einnig málið. „Fram- sýnir menn fyrir vestan vilja einfaldlega rannsaka hvort þetta sé gerlegt. Vægi sauð- fjárræktar hefur minnkað mjög mikið á Vestfjörðum og þar vant- ar sárlega atvinnutækifæri. Hjörð hreindýra gæti lengt ferðaþjón- ustutímabilið um tvo mánuði og það skilað minnst 500 milljóna króna tekjum. Menn eiga að skoða málin til hlítar áður en ákvörðun er tekin,“ segir Sigmar B. Hauks- son. gar@frettabladid.is Lagst gegn flutningi hreindýra á Vestfirði Sauðfjárræktendur eru andsnúnir hugmyndum um flutning hreindýra til Vest- fjarða af ótta við sjúkdóma sem borist geti í heilbrigðasta stofn íslensks sauð- fjár. Misskilningur segir Sigmar B. Hauksson. Miklar tekjur séu í húfi. SIGMAR B. HAUKSSON Einn helsti hvatamaður að flutningi hrein- dýrahjarðar til Vestfjarða er Sigmar B. Hauksson, fyrrverandi formaður Skotvís. „Þetta er ein- faldlega kalt mat,“ segir Sigmar um það hvernig nálgast eigi ákvörðun í málinu. MYND/ÚR EINKASAFNI HREINDÝR Hugmyndir um að hreindýr verði flutt til Vestfjarða mæta andstöðu meðal sauðfjárræktenda og sérfræðings hjá Matvælastofnun. LÍBÍA, AP Frakkar ráku í gær fjór- tán líbíska stjórnarerindreka úr landi. Allir eru þeir sagðir hliðhollir Múammar Gaddafí Líbíuleiðtoga, sem nú á í hörðum átökum við uppreisnarmenn sem krefjast stjórnarumbóta. Frakkar viðurkenna upp- reisnar hreyfinguna sem réttmæt stjórnvöld og hafa verið í forystu loftárása NATO á Líbíu. Í gær lagði stjórnarandstaðan í Líbíu síðan fram hugmyndir sínar um framhaldið, færi svo að henni tækist að steypa Gaddafí af stóli. Stjórnarandstaðan hyggst stofna bráðabirgðastjórn sem færi með völd þangað til efnt hefur verið til kosninga og ný stjórnarskrá skrifuð. - gb Líbíumenn ekki æskilegir: Frakkar reka fjórtán úr landi MARKKU PARTINEN 50 börn með drómasýki: Höfðu fengið sama bóluefni Góðar undirtektir við söfnun Hjálparstarfsins: 6,5 milljónir í söfnun JÓNAS ÞÓRIR ÞÓRISSON JAPAN, AP Japanir hafa ákveðið að hætta vinnslu í öllum þremur kjarnaofnum kjarnorkuversins í Hamaoka vegna staðsetningar þess og hættu á jarðskjálftum og flóðum. „Ef slys verður í Hamaoka getur það haft alvarlegar afleið- ingar,“ sagði Naoto Kan, forsæt- isráðherra Japans. Hamaoka er nálægt höfuðborg- inni Tókýó, mun sunnar en kjarn- orkuverið í Fukushima sem ekki verður starfrækt áfram eftir skemmdir sem urðu af völdum jarðskjálftans og stórflóðs 11. mars. - gb Brugðist við jarðskjálftahættu: Kjarnorkuveri lokað í Japan LÖGREGLUMÁL Karlmaður um fer- tugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. júní vegna gruns um að hann hafi beitt fjórtán ára pilt kynferðis ofbeldi árum saman. Frá þessu var greint í fréttum RÚV í gærkvöld. Í frétt RÚV sagði jafnframt að grundvöllur úrskurðarins væri sá að maðurinn væri hættulegur umhverfi sínu. Maðurinn og drengurinn munu tengdir fjöl- skylduböndum. Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu og verið dæmdur fyrir vörslu á barnaklámi. - jab Úrskurðaður í gæsluvarðhald: Grunaður um kynferðisbrot JAPANSKIR RÁÐHERRAR Naoto Kan for- sætisráðherra og Banri Kaieda efnahags- ráðherra hneigja sig djúpt. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Ríkisstjórninni tókst ekki að afgreiða frumvörp til breytinga á fiskveiðistjórnunar- kerfinu í gær eins og til stóð. Ágreiningur á milli stjórnar- flokkana um það hversu langt eigi að ganga hefur tafið málið svo mánuðum skiptir. Þá er ekki sátt um það hvernig hafa eigi gjaldtöku af kvótaleigu. Deilan snýst meðal annars um svokallaðan leigupott sem á tryggja að kvótalausar útgerðir geti leigt kvóta beint af ríkinu. Samhliða því á að opna fyrir nýliðun í greininni. - jab Kvótakerfið enn í biðstöðu: Greinir á um gjaldtökuna SPURNING DAGSINS Hera Björk, verður þú hýr á brá? „Jahá!” Hera Björk Þórhallsdóttir er opinber söngkona Mr. Gay World USA keppninn- ar. Hún kemur einnig fram á styrktarballi vegna heimsmeistaramóts samkyn- hneigðra í sundi á Barböru í kvöld.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.