Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 6
7. maí 2011 LAUGARDAGUR6 Tímapantanir í síma 563 1046 og 563 1060. Ágúst Birgisson lýtalæknir. www.ablaeknir.is Hef flutt læknastofu mína úr húsi Lífssteins yfir í Domus Medica. Ársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins verður haldinn fimmtudaginn 19. maí nk., kl. 16.00, á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. ÁRSFUNDUR 2011 Dagskrá 1. Fundarsetning 2. Staða og framtíðarsýn í orkumálum, erindi Harðar Arnarssonar, forstjóra Landsvirkjunar 3. Almenn ársfundarstörf 4. Önnur mál löglega upp borin Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Reykjavík, 5. maí 2011 Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Ársskýrslu og dagskrá fundarins má nálgast á skrifstofu sjóðsins og á www.lifeyrir.is Borgartún 30, 105 Reykjavík Sími 510 5000 mottaka@lifeyrir.is lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 46 44 9 ÞJÓÐKIRKJAN Rannsóknarnefnd þjóð- kirkjunnar hefur sent út andmæla- bréf til þeirra sem nefndin telur að hafi gerst sekir um þöggun, van- rækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Róbert R. Spanó, formaður nefndar innar, segir fáein svör hafa borist nefndinni. Áfram verði unnið að skýrslugerð þegar öll svörin hafa borist og stefnir nefndin að því að ljúka störfum fyrir miðjan júní. Róbert vill þó ekki gefa upp hverj- ir það voru sem fengu bréfin send, eða hversu mörg þau voru. „Við höfum sent út andmælabréf í fleirtölu, en ég tel ekki ástæðu til þess að upplýsa hversu mörg þau voru,“ segir hann. Hátt í fimmtíu manns hafa fengið boð í skýrslutöku á meðan nefndin hefur verið að störfum. Fréttablaðið ræddi við Hjálmar Jónsson, sóknarprest í Dómkirkj- unni, Flóka Kristinsson, sóknar- prest á Hvanneyri, og Vigfús Þór Árnason, sóknarprest í Grafarvogs- kirkju, en þeir áttu allir samskipti við konurnar sem Ólafur braut gegn á sínum tíma. Allir höfðu þeir verið boðaðir í skýrslutöku til nefndarinnar vegna málsins. Flóki og Vigfús fullyrtu að þeir hefðu ekki fengið andmælabréf send, en Hjálmar vildi ekki tjá sig um málið. „Ég hef hitt nefndina og farið yfir málið með henni, en vil ekki tjá mig frekar fyrr en hún hefur lokið sínum störfum,“ segir Hjálmar. Hvorki náðist í Pálma Matthías- son, sóknarprest í Bústaðakirkju, né Karl Sigurbjörnsson biskup í gær. - sv Rannsóknarnefnd kirkjunnar hefur lokið skýrslutökum vegna biskupsmálsins og verður rannsókn brátt lokið: Meintir þöggunarmenn fengu send bréf KIRKJUNNAR ÞJÓNAR Þeir starfsmenn kirkjunnar sem taldir eru hafa gerst sekir um þöggun eða vanrækslu í starfi í máli Ólafs Skúlasonar hafa fengið send andmælabréf. PAKISTAN, AP Barack Obama Banda- ríkjaforseti hitti í gær sérsveitar- mennina sem tóku hryðjuverka- leiðtogann Osama bin Laden af lífi í Pakistan í byrjun vikunnar. Obama þakkaði þeim vel unnið verk, en daginn áður hafði hann hitt aðstandendur margra þeirra sem létu lífið í árásum hryðjuverka- manna á New York 11. september 2001. Í gær birtist á netinu staðfesting frá Al Kaída samtökunum á dauða bin Ladens. Í yfirlýsingu samtak- anna hóta þau hefndum og segja að hamingja Bandaríkjamanna muni breytast í harm. Þetta er fyrsta yfirlýsing þeirra frá því Osama bin Laden var ráðinn af dögum. Ekki var þó hægt að staðfesta að yfirlýs- ingin kæmi í raun frá liðsmönnum Al Kaída. Amal Ahmed Abdulfattah, ein þriggja eiginkvenna bin Ladens, segist hafa dvalist á efri hæðinni í þessu húsi samfleytt í fimm ár og aldrei farið niður á neðri hæð- ina allan þennan tíma, hvað þá út úr húsinu. Þetta sagði hún við pakistanska leyniþjónustumenn, sem tóku hana í vörslu sína ásamt tveimur öðrum eiginkonum bin Ladens. Átta eða níu börn, sem fundust í húsinu eftir að Bandaríkjamenn höfðu lokið sér af, voru einnig tekin í vörslu pakist- anskra yfirvalda ásamt fleira fólki sem Bandaríkjamenn létu eiga sig. Vonast er til þess að frásagnir þeirra gefi skýra mynd af því, hvað bin Laden hefur haft fyrir stafni síðustu ár. Gögn hafa fundist í húsinu, þar sem bin Laden leyndist í sex ár, sem sýna að hann hafði í undirbúningi enn frekari árásir á Bandaríkin. Bandaríska leyniþjónustan hefur ekki fengið að ræða við fólkið. Spenna milli Bandaríkjanna og Pakistans hefur vaxið eftir árásina á bin Laden. Bandarísk stjórnvöld telja ólík- legt að hann gæti hafa verið í felum í borginni Abottabad, skammt frá virtasta herskóla landsins, án vit- undar afla innan pakistanska hers- ins. Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistans, viðurkenndi í gær að það væri mikið klúður af hálfu pakistanska hersins að hafa ekki þefað bin Laden uppi rétt við bæjar- dyrnar hjá sér. Pakistönsk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti hótað því að draga mjög úr hernaðarsamstarfi við Bandaríkja- menn geri þeir fleiri árásir innan landamæra Pakistans. Pakistanar þurftu þó ekki að bíða lengi, því í gær skutu Banda- ríkjamenn f lugskeytum úr ómannaðri árásarflaug á stað í Norður-Vasiristan, héraði í norð- vestanverðum hluta landsins þar sem talibanar og aðrir herskáir múslimar eru á heimavelli. Árásin varð fimmtán manns að bana. Árásir af þessu tagi voru algeng- ar á síðasta ári, en hefur fækkað mjög á þessu ári vegna andstöðu pakistanskra hermálayfirvalda. gudsteinn@frettabladid.is Obama þakklátur sérsveitarmönnum Obama þakkaði í gær sérsveitarmönnum fyrir að hafa ráðið Osama bin Laden af dögum. Ein eiginkvenna bin Ladens segist ekki hafa komið niður á neðri hæð hússins í fimm ár. Spenna milli Pakistana og Bandaríkjamanna vex. HEITTRÚAÐIR MÓTMÆLA Liðsmenn Jamaat e Islami, rótgróins stjórnmálaflokks strangtrúaðra múslima í Pakistan, hafa ákaft mótmælt árás Bandaríkjamanna á Osama bin Laden. NORDICPHOTOS/AFP Líst þér vel á nýju kjara- samningana? Já 42,2% Nei 57,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Á LÍÚ að fá að koma að laga- setningu um framtíðarskipulag fiskveiðistjórnunarkerfisins? Segðu skoðun þína á visir.is NOREGUR Leif Ivar Kristiansen, forsprakki Vítisengla í Noregi, var í gær dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefna- misferli og rán. Hann stendur nú í skaðabótamáli við íslensk stjórn- völd vegna frávísunar úr landi í fyrra. Á vef Verdens Gang kemur fram að Kristiansen var annars vegar sakfelldur fyrir aðild sína að stóru fíkniefnamáli þar sem tæp tíu kíló af hassi voru gerð upptæk og hins vegar rán. Sannað þótti að hann hefði með hótunum fengið háar fjárhæðir frá vitorðs- mönnum sínum í fíkniefnamálinu. Hann sagðist myndu áfrýja dómn- um. Kristiansen rekur nú skaða- bótamál gegn íslenska ríkinu eftir að hann var handtekinn við kom- una til landsins í febrúar í fyrra og vísað úr landi eftir einnar nætur vist í fangaklefa. Vinni hann það mál verður það ekki í fyrsta sinn sem ríkinu er gert að greiða vélhjólamönnum skaðabætur því að meðlimum MC Iceland vélhjólaklúbbsins voru dæmdar skaðabætur að upphæð 700.000 krónum vegna ólögmætr- ar handtöku. MC Iceland fékk inngöngu í Hells Angels fyrr á þessu ári, en meðlimir klúbbsins segjast ekki tengjast glæpastarfsemi. - þj Norskur vítisengill dæmdur til fangavistar fyrir fíkniefnamisferli og rán: Dæmdur í Noregi, kærir á Íslandi VÍTISENGILL DÆMDUR Leif Ivar Kristiansen hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í heimalandi sínu en stendur í skaðabótamáli við íslenska ríkið. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.