Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 16

Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 16
7. maí 2011 LAUGARDAGUR Lífeyrissjóður starfsmanna Kópavogsbæjar Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar verður haldinn mánudaginn 23. maí kl. 17.00 í Bæjarstjórnarsal Kópavogsbæjar, Fannborg 2, 1. hæð. Dagskrá 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 2. Breyting á samþykktum 3. Önnur mál löglega upp borin Allir sjóðfélagar sem og launagreiðendur og viðkomandi stéttarfélög eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins Kópavogi, 3. maí 2011. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar Ritgerðasamkeppni PI PA R\ TB W A \ SÍ A - 11 10 29 Ritgerðir má skrifa á dönsku eða íslensku og skulu þær vera lengst 10 blaðsíður eða 2400 slög. Ritgerðir ber að senda með rafrænum hætti fyrir kl. 12.00 miðvikudaginn 15. júní nk. til: Kristian Boje Petersen kbp@adm.ku.dk, og verða þær metnar af dómnefnd sem rektor hefur skipað. Nánari upplýsingar á vef Háskóla Íslands, www.hi.is Fyrir bestu ritgerðina verða veitt verðlaun að upphæð 5000 DKK og 2000 DKK fyrir þá næstbestu. Sigurvegaranum verður einnig boðið að kynna ritgerð sína á málþingi sem haldið verður í Kaupmannahafnarháskóla 22. september. Kaupmannahafnarháskóli stendur fyrir ritgerðasamkeppni í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands. Háskólanemar og fræðimenn yngri en 30 ára geta sent inn ritgerð um Fræðasamstarf Danmerkur og Íslands frá miðöldum til nútíma. Þáttaskil hafa nú orðið í endur-reisnarferli íslensks efnahags- lífs. Tveggja ára samdráttarskeiði, eftir eitt alvarlegasta efnahagshrun hagsögunnar, er lokið og hagur landsmanna vænkast nú á ný. Vextir og verðbólga hafa ekki verið lægri í áraraðir og gengi krónunnar er stöðugt. Með undirritun kjarasamn- inga til þriggja ára á almennum vinnumarkaði hafa skapast mikil- vægar forsendur til verja þennan góða árangur og hefja kraftmikla lífskjarasókn fyrir landsmenn. Með kjarasamningunum, og þeim aðgerðum sem ríkisstjórn- in hét að beita sér fyrir á grund- velli þeirra, eru launafólki, líf- eyrisþegum og atvinnulausum tryggðar verulegar kjarabætur og stigið er stórt skref í að bæta kaup- mátt almennings eftir þá erfiðleika sem á dundu í kjölfar efnahags- hrunsins árið 2008. Samhliða auknum kjara bótum fela samningarnir í sér skuld- bindingu ríkissjóðs um að fara í verulegar aðgerðir til stórefling- ar velferðarkerfisins og örvunar í hagkerfinu. Góður árangur ríkis- stjórnarinnar við stjórn ríkisfjár- mála og árangursríkar aðgerð- ir síðastliðin tvö og hálft ár sem dregið hafa stórlega úr hallarekstri ríkissjóðs gerir það að verkum að hann er í stöðu til að standa að baki launamönnum og atvinnulífi með umfangsmiklum aðgerðum. Með því skapast góð hagvaxtarskilyrði, bætt lífskjör og betra samfélag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamningana er viða- mikil en helstu atriðin eru þessi: Betri kjör – aukin menntun – meiri velferð ■ Bætur almannatrygginga verða hækkaðar til samræmis við launa- hækkanir. ■ Atvinnuleysisbætur verða hækk- aðar til samræmis við launahækk- anir. ■ Fjármögnun fæðingarorlofs- sjóðs verður tryggð og staða sjóðs- ins styrkt. ■ Persónuafsláttur verður hækkað- ur og verðbættur frá og með 2012. ■ Tekju– og eignatengingar barna- og vaxtabóta verða endurskoðaðar. ■ Árleg framlög til menntakerfis- ins alls verða aukin um tæpa tvo og hálfan milljarð króna. ■ Heildstætt nám í fjarkennslu verður í boði á framhaldsskólastigi. ■ Sköpuð verða námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitend- ur haustið 2011 og næstu tvö skóla- ár þar á eftir í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu. ■ Starfstengdum úrræðum fyrir atvinnuleitendur verður fjölgað um allt að 1.500 árið 2011 þannig að heildarfjöldi þeirra einstaklinga sem njóta slíkra úrræða tvöfaldist. ■ Lögum um vinnumarkaðs- aðgerðir verður breytt á þann hátt að bótatímabil einstaklinga í starfs- tengdum úrræðum verður ekki skert. ■ Stofnaður verður þróunarsjóður til að efla starfstengt nám á fram- haldsskóla- og háskólastigi og þróa styttri námsbrautir. Í hann verða lagðar 300 milljónir króna á ári næstu þrjú árin. ■ Gerðar verða breytingar á lögum til að tryggja réttindi launafólks við aðilaskipti á fyrirtækjum er varða launakjör, starfsskilyrði og vernd gegn uppsögnum. ■ Lögum um opinber innkaup verður breytt til þess að tryggja betur réttindi starfsmanna þeirra sem selja vöru og þjónustu til rík- issjóðs. ■ Starfsendurhæfingarsjóður verð- ur efldur. ■ Nýtt húsnæðisbótakerfi útfært. ■ Til viðbótar þessum kjarabótum hefur þegar verið ákveðið að greiða 18 milljarða króna í vaxtabætur fyrir árin 2011 og 2012 sem gerir í heild 36 milljarða króna. ■ Aðgerðum vegna skuldavanda heimila og fyrirtækja verður fylgt eftir af festu. Örvun atvinnulífsins – sókn í atvinnumálum ■ Stöðugleiki á vinnumarkaði og í efnahagslífi verður tryggður með kjarasamningum til þriggja ára. ■ Atvinnuleysi á að lækka í 4-5% á samningstímanum. ■ Útgjöld vegna opinberra fram- kvæmda verða aukin um 13 millj- arða til ársloka 2012. ■ Á fjárlögum 2011 er gert ráð fyrir 21 milljarði króna í opinberar framkvæmdir. ■ Atvinnutryggingagjald fyrir- tækja verður lækkað úr 3,81% niður í allt að 2,15% á samnings- tímabilinu í takt við þróun atvinnu- leysis. ■ Fjármálaráðherra mun leggja fram tillögur til lagabreytingar á vorþingi sem miðar að einfaldara og bættu skattaumhverfi fyrir- tækja og einstaklinga í rekstri. ■ Ný fjárfestingaráætlun miðar að því að auka fjárfestingar úr 13% af landsframleiðslu í 20% á tíma- bilinu. ■ 300 milljónum króna verður varið árlega næstu þrjú árin til markaðssetningar erlendis á Íslandi sem eftirsóknarverðum ferðamannastað . ■ Rammaáætlun og vatnalög verða afgreidd fyrir næsta vetur. ■ Stefnt að a.m.k tveimur umfangs- miklum fjárfestingaverkefnum í orkufrekum iðnaði. ■ Átakið allir vinna framlengt, a.m.k út árið 2012. ■ Efnt til klasasamstarfs og sam- keppnissjóðir á sviði menntamála, heilbrigðis- og velferðarmála, orku- og umhverfismála efldir. ■ Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins efldur til fjárfestinga í sprotafyrir- tækjum og Tækniþróunarsjóði gert kleift að aðstoða fyrirtæki í hug- búnaðar- og hátækni til að auka útflutning. Nýtum sóknarfærin Hér er aðeins drepið á helstu sókn- arfærin sem nýgerðir kjarasamn- ingar og yfirlýsing ríkisstjórnar- innar fela í sér fyrir land og þjóð. Stóra tækifærið fyrir Ísland, bæði fyrirtækin, heimilin og okkur öll sem þjóð, liggur hins vegar í því að nýta þau þáttaskil sem nú eru orðin í þróun efnahagslífins og í endurreisnarstarfinu frá hruni til að sækja sameiginlega fram. Segj- um nú skilið við hugarfar kreppu og hruns, horfum bjartsýnum augum á þá óþrjótandi möguleika sem Ísland býður upp á og tökum til hendinni við uppbyggingar starfið. Nú eru sóknarfærin svo sannarlega til stað- ar og okkar allra er að nýta þau. Lífskjarasóknin er hafin Efnahagsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upp- lýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 ósk- uðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbu- legt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Frétta- blaðið sætti sig ekki við leyndar- hyggju og leitaði á náðar úrskurðar- nefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslu- korta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsinga- laga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðu- neytin ákvæðum upplýsingalag- anna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólög- um sem koma í veg fyrir að almenn- ingur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upp- lýsingar, standa óbreytt. Stjórn- völd geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkenn- ir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orku- fyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsing- um en tekið athugasemdum Blaða- mannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðar- litla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikil- vægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um. Áframhaldandi leynd Stjórnmál Guðmundur Hörður Guðmundsson Fyrrverandi upplýsingafulltrúi í stjórnarráðinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.