Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 07.05.2011, Blaðsíða 40
4 fjölskyldan Barnabörn eru Guðs gjafir og afar verðmætar. Það er óskap-lega góð tilfinning að verða afi og skemmtilegt að upplifa hvernig maður hugsar öðruvísi um afabörnin með aukinni lífsreynslu og þroska. Þá áttar maður sig betur á smámunum í fari lítilla barna, og þótt ég vanmeti ekki ábyrgð og upp- eldisskyldur ömmu og afa eru þær öðruvísi og auðveldara að dekra við börnin, þótt stundum sé í trássi við foreldrana,“ segir alþingismaðurinn Árni Johnsen, sem á fimm barnabörn sem hann heldur góðu sambandi við og ræktar hvenær sem færi gefst. „Ég fylgist vel með hverju og einu þeirra en vildi geta átt með þeim miklu fleiri samverustundir. Þau eru kraftmikil og eru til í hlutina og auð- velt að ná tengslum við þau, því þau eru öll opin og skemmtileg. Við erum sannir vinir og þau geta leitað til mín hvenær sem er og með hvað sem er, þótt ekki þurfi að orðlengja það við þau; þau einfaldlega vita hvar þau eiga mig,“ segir Árni, sem lítur á afa- hlutverkið sem ríkuleg hlunnindi. „Það er hlý og sterk tilfinning að fá að verða samferða barnabörn- um sínum og njóta lífsins með þeim, hvetja þau og fagna. Mikilvægast er þó veganestið sem maður gefur þeim af sjálfum sér og það besta sem ég get kennt þeim er að gera gott úr öllu, eiga sér markmið og vera vinnu- söm í margri mynd,“ segir Árni, sem Árni með afastelpunum sínum Það eru ávallt fagnaðarfundir þegar Árni hittir barnabörnin en á myndina vantar sonarsoninn Eldar Brekason 8 ára. Stelpurnar eru frá vinstri talið Telma Ösp 8 ára, Margrét Lára 6 ára, Una Brá 17 ára og Andrea Rós 13 ára, allar Jónsdætur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTO Afi og amma eru lykilpersónur í lífi barna því öllum börnum er mikilvægt að kynnast öðrum en foreldrum sínum; einhverj- um sem lifa annars konar lífi og hafa annað fram að færa, en láta sér líka heils hugar annt um þau,“ segir Garðar Guðnason, 46 ára arkitekt og nýorðinn afi í fyrsta sinn. „Ég gladdist mjög þegar fréttist að barnabarn væri á leiðinni og fannst það alveg tímabært, þótt enginn í mínum vinahópi sé orðinn afi og einn af mínum bestu vinum nýbakaður faðir á ný,“ segir Garðar. Hann segir dásamlega upplifun að verða afi. „Ég reyni að hitta barna- barnið sem oftast og vera í góðu sambandi, ásamt því að styðja við bakið á fjölskyldunni eftir þörfum. Nú þegar er ég búinn að passa afa- strák og víla það ekkert fyrir mér, en það gekk mjög vel framan af. Ég var með pela til að gefa honum að drekka og svo átti snáðinn að sofna en hann vildi miklu frekar vera í selskap afa síns. Þegar leið á fjörið varð hann sársvangur og ég þeirri stundu fegnastur þegar mamma hans kom aftur,“ segir Garðar sæll. „Afar hafa öðru að miðla til barnabarna en foreldrarnir og það vil ég einnig gera; miðla af lífi mínu og gildum, rétt eins og afar mínir gerðu með sínum mörgu og ljúfu samverustundum þegar ég sleit barnsskónum,“ segir Garðar og útskýrir hvað honum þykir mikil- vægasta veganestið til Birkis Arnar. „Ég kenni honum að leggja sig fram við allt sem hann gerir, vanda sig í lífinu og kunna að meta verð- mætin í fólkinu í kringum sig. Þá hlakka ég til að tala við Birki þegar hann kemst til vits og ára um lífið og tilveruna, og vil vera honum sami kletturinn og ömmur mínar og afar voru mér, en í þeim átti ég ævilanga vini og velgjörðarmenn,“ segir Garðar. - þlg Afi er sannur og ævilang Besta útgáfa afa í afab Kassaklifur-GPS ratleikir-Bátasiglingar-Vatnaleikir-Frumbyggjastörf Fyrir stráka og stelpur 8-12 ára - skipt í hópa eftir aldri Upplýsingar og skráning á netinu - www.ulfljotsvatn.is “Spennandi útilífsævintýri - fjör og hópefli” INNRITUN ER HAFIN - Opið virka daga kl 10-16 - sími 550 9800 - sumarbudir@ulfljotsvatn.is Ítarlegur bæklingur á heimasíðu okkar. www.sumarbudir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.