Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 44
„Við eigum mjög góðan séns á að
ná árangri í þessari grein,” segir
Árni Þór Árnason sjósundkappi
og formaður Víðavatnssundhóps
Sundíþróttanefndar Sundsam-
bands Íslands. Þar á hann við
íþróttina víðavatnssund eða „open
water“ sem snýst um sundkeppni
í vötnum og sjó. „Þessi keppnis-
grein nýtur mjög mikilla vin-
sælda í útlöndum. Oft er mikið
umstang í kringum þessar keppn-
ir enda eru þær vinsælir sjón-
varpsviðburðir,“ segir Árni.
Til að auka áhugann á greininni
hér á landi verður á morgun hald-
in keppni í fimm kílómetra sundi
í Laugardalslaug. Keppt verður í
karla- og kvennaflokki og segir
Árni áhugann mikinn en þrjátíu
manns úr hópi besta sundfólks
landsins hefur skráð sig til leiks.
Vissar reglur gilda í sundinu
og eru þeir sem synda hundrað
metrana hægar en á tveimur mín-
útum til dæmis látnir hætta við
þriggja kílómetra markið. „En
er sambærilegt að synda í sund-
laug og í ísköldu vatni? „Nei, ekki
alveg, en þó verður laugin kæld
eitthvað fyrir keppnina. Hins
vegar lítum við á þetta mót sem
nokkurs konar grundvöll þess
að við höfum viðmið fyrir erlend
mót, enda þurfa keppendur að
ná ákveðnum lágmörkum áður
en þeir fá að keppa, svipað og á
öðrum stórum mótum,“ útskýrir
Árni.
Hann sér fyrir sér að Íslend-
ingar eigi mjög góðan möguleika
á að ná árangri í íþróttinni. „Við
stefnum á að senda þá tvo kepp-
endur sem ná besta tímanum í
keppninni á morgun til keppni á
erlend víðavatnssundmót í haust
eða næsta ári,“ segir Árni, sem
sjálfur stofnaði Sjósunds- og sjó-
baðsfélag Reykjavíkur, Sjór.
Eina mótið sem gæti flokk-
ast undir víðavatnssundmót hér
á landi er einmitt Íslandsmótið í
sjósundi sem haldið hefur verið
tvö undanfarin ár og verður hald-
ið aftur nú í ágúst. Árni telur að
miðað við vinsældir sjósundsins
ætti að vera lítið mál að koma upp
góðum hópi í víðavangssundi, en
í Sjósundfélagi Reykjavíkur eru
um 400 félagar.
Keppnin í víðavatnssundi hefst
í Laugardalslaug í fyrramálið
klukkan tíu mínútur yfir átta.
solveig@frettabladid.is
Keppt í vötnum og sjó
Keppni í víðavatnssundi verður haldin í Laugardalslaug á morgun. Vonir standa til að keppnin verði til
að vekja áhuga sundmanna á þessari íþrótt sem nýtur mikilla vinsælda erlendis.
Árni Þór Árnason tekur nokkur sundtök í sjónum í Nauthólsvík. Hann telur að
víðavatnssund geti vel orðið vinsæl keppnisíþrótt á Íslandi. Til að auka áhugann á
greininni verður keppt í 5 km sundi í Laugardalslaug á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Flóamarkaður á Eiðistorgi var haldinn fyrir fáeinum vikum og tókst svo
vel til að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í dag. Markaðurinn
hefst klukkan 11 og stendur til 17 en öllum er frjálst að kaupa og selja.
Lúðrasveit spilar fyrir hádegi og kvenfélag selur kaffi.
Boðið verður upp á
fuglagöngu í Grasa-
garðinum klukkan 11
á sunnudag. Steinar
Björgvinsson skóg-
fræðingur leiðir göng-
una og fræðir gesti
um fuglategundir sem
fyrir augu ber. Skóla-
hljómsveit Austur bæjar
leikur ljúfa vortóna.
Heimild: www.
grasagardur.is
10%
20%
ZAGREB
Sérferðir
Albanía
Sri Lanka.
Spennandi
ferðir í haust
Paradísareyjan
Mexico og Guatemala
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
MENNING