Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 44

Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 44
„Við eigum mjög góðan séns á að ná árangri í þessari grein,” segir Árni Þór Árnason sjósundkappi og formaður Víðavatnssundhóps Sundíþróttanefndar Sundsam- bands Íslands. Þar á hann við íþróttina víðavatnssund eða „open water“ sem snýst um sundkeppni í vötnum og sjó. „Þessi keppnis- grein nýtur mjög mikilla vin- sælda í útlöndum. Oft er mikið umstang í kringum þessar keppn- ir enda eru þær vinsælir sjón- varpsviðburðir,“ segir Árni. Til að auka áhugann á greininni hér á landi verður á morgun hald- in keppni í fimm kílómetra sundi í Laugardalslaug. Keppt verður í karla- og kvennaflokki og segir Árni áhugann mikinn en þrjátíu manns úr hópi besta sundfólks landsins hefur skráð sig til leiks. Vissar reglur gilda í sundinu og eru þeir sem synda hundrað metrana hægar en á tveimur mín- útum til dæmis látnir hætta við þriggja kílómetra markið. „En er sambærilegt að synda í sund- laug og í ísköldu vatni? „Nei, ekki alveg, en þó verður laugin kæld eitthvað fyrir keppnina. Hins vegar lítum við á þetta mót sem nokkurs konar grundvöll þess að við höfum viðmið fyrir erlend mót, enda þurfa keppendur að ná ákveðnum lágmörkum áður en þeir fá að keppa, svipað og á öðrum stórum mótum,“ útskýrir Árni. Hann sér fyrir sér að Íslend- ingar eigi mjög góðan möguleika á að ná árangri í íþróttinni. „Við stefnum á að senda þá tvo kepp- endur sem ná besta tímanum í keppninni á morgun til keppni á erlend víðavatnssundmót í haust eða næsta ári,“ segir Árni, sem sjálfur stofnaði Sjósunds- og sjó- baðsfélag Reykjavíkur, Sjór. Eina mótið sem gæti flokk- ast undir víðavatnssundmót hér á landi er einmitt Íslandsmótið í sjósundi sem haldið hefur verið tvö undanfarin ár og verður hald- ið aftur nú í ágúst. Árni telur að miðað við vinsældir sjósundsins ætti að vera lítið mál að koma upp góðum hópi í víðavangssundi, en í Sjósundfélagi Reykjavíkur eru um 400 félagar. Keppnin í víðavatnssundi hefst í Laugardalslaug í fyrramálið klukkan tíu mínútur yfir átta. solveig@frettabladid.is Keppt í vötnum og sjó Keppni í víðavatnssundi verður haldin í Laugardalslaug á morgun. Vonir standa til að keppnin verði til að vekja áhuga sundmanna á þessari íþrótt sem nýtur mikilla vinsælda erlendis. Árni Þór Árnason tekur nokkur sundtök í sjónum í Nauthólsvík. Hann telur að víðavatnssund geti vel orðið vinsæl keppnisíþrótt á Íslandi. Til að auka áhugann á greininni verður keppt í 5 km sundi í Laugardalslaug á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Flóamarkaður á Eiðistorgi var haldinn fyrir fáeinum vikum og tókst svo vel til að ákveðið hefur verið að endurtaka leikinn í dag. Markaðurinn hefst klukkan 11 og stendur til 17 en öllum er frjálst að kaupa og selja. Lúðrasveit spilar fyrir hádegi og kvenfélag selur kaffi. Boðið verður upp á fuglagöngu í Grasa- garðinum klukkan 11 á sunnudag. Steinar Björgvinsson skóg- fræðingur leiðir göng- una og fræðir gesti um fuglategundir sem fyrir augu ber. Skóla- hljómsveit Austur bæjar leikur ljúfa vortóna. Heimild: www. grasagardur.is 10% 20% ZAGREB Sérferðir Albanía Sri Lanka. Spennandi ferðir í haust Paradísareyjan Mexico og Guatemala FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.