Fréttablaðið - 07.05.2011, Page 51
LAUGARDAGUR 7. maí 2011 5
sími: 511 1144
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir
um að senda ferilskrá á íslensku eða
ensku þar sem tilgreint er hvað um er
sótt á eftirfarandi netfang:
jobs@LSRetail.com
Forritun og ráðgjöf
Við leitum að sex einstaklingum í allt að sex mánaða starfsnám í forritun og ráðgjöf.
Að starfsnámi loknu er markmiðið að bjóða öllum fastráðningu. Í starfsnáminu munu
viðkomandi öðlast reynslu af forritun og ráðgjöf hérlendis sem erlendis.
Menntunar- og hæfniskröfur: Háskólamenntun í tölvunarfræði, verkfræði (eða
sambærilegt nám). Þekking á gagnagrunnskerfum og virkni þeirra kostur. Góð almenn
tölvukunnátta. Haldgóð þekking á verslunarferlum og hugbúnaði er skilyrði auk mjög
góðrar enskukunnáttu. Einnig er þess krafist að viðkomandi hafi góða
samskiptahæfileika og sé ófeiminn við að sýna og kenna á hugbúnað.
Prófanir – Prófanir á viðskiptalausnum LS Retail
Menntunar- og hæfniskröfur: Þekking á og reynsla af
hugbúnaðarprófunum. Skipulögð vinnubrögð og góðir samstarfshæfileikar
ásamt góðri enskukunnáttu eru skilyrði.
Starfsmaður á skrifstofu (50% starf)
Reikningagerð, leyfismál, ásamt verkefnum sem tengjast þjónustu
við viðskiptavini.
Menntunar- og hæfniskröfur: Almenn þekking á bókhaldi, góð
enskukunnátta og reynsla af NAV bókhaldskerfi er æskileg. Lögð
er áhersla á sjálfstæði, skipulagningu og nákvæmni í vinnubrögðum.
Um hálfsdagsstarf er að ræða fyrst um sinn.
LS Retail þróar og selur hugbúnaðarlausnir fyrir verslanir og veitingastaði um allan heim, auk þess að veita
ráðgjöf og þjónustu. Vegna aukinna umsvifa og góðrar verkefnastöðu leitum við nú að traustu og heiðarlegu
afburðafólki til starfa á eftirfarandi sviðum:
LS Retail hugbúnaður er í fremstu röð á heimsvísu og seldur í samstarfi við 120 vottuð fyrirtæki í meira en 60
löndum. Um 1.700 fyrirtæki nota hugbúnað LS Retail á 70.000 afgreiðslukössum í alls 33.000 verslunum. Meðal
ánægðra viðskiptavina LS Retail eru: adidas, Fríhöfnin, ÁTVR, Nova, Apple Íslandi, Laugar, Ilva, Melabúðin,
Dublin Airport Authority (DAA), Rivoli Group, aswaaq, Pizza Hut, IKEA, Hard Rock Café Þýskalandi, Bodycare
International, Eu Yang San, Sony Co. (Hong Kong), Wind (Telecom) Ítalíu, Topps Tiles, DIAL (Delhi International
Airport Limited) og Kingdom of Dreams.
Viltu starfa hjá alþjóðlegu fyrirtæki?