Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 66

Fréttablaðið - 07.05.2011, Side 66
7. maí 2011 LAUGARDAGUR20 Styrkir Tilkynningar Fundir Skipulag Útboð Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2011 Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá einstæðum mæðrum sem eru í eða hyggja á nám á framhaldsskólastigi sem ekki veitir aðgang að láni frá LÍN. Styrkupphæð árið 2011 eru 500 þúsund og áskilur stjórn sjóðsins sér rétt til að ákveða fjölda styrkþega. Styrkur verður greiddur út þegar staðfesting á skólavist liggur fyrir. Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn: • Staðfesting um skólavist og námsframvindu ef nám er hafið. • Skattaskýrsla vegna tekna árið 2010 • Upplýsingar um aðra styrki vegna námsins ef um þá er að ræða • Tekjuáætlun ársins 2011 Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má nálgast á skrifstofu Kvenréttindafélags Íslands og heimasíðu: www.krfi.is. Umsóknarfrestur er til 25. maí nk. Umsóknum skal skilað til Menningar- og minningarsjóðs kvenna, Hallveigarstöðum við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Tilkynnt verður um styrkþega á kven- réttindadaginn 19. júní. Landstólpinn - árleg viðurkenning Byggðastofnunar Ársfundur Byggðastofnunar verður haldinn í Vestmanna- eyjum miðvikudaginn 25. maí nk. Á fundinum verður í fyrsta sinn veitt viðurkenning Byggðastofnunar undir heitinu „Landstólpinn. Samfélagsviðurkenning Byggða- stofnunar“. Viðurkenningin skal veitt einhverjum þeim sem hefur vakið jákvæða athygli á landsbyggðinni með verkefni, starfsemi, umfjöllun á opinberum vettvangi eða með öðru móti. Viðkomandi gæti bæði hafa vakið athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Um getur verið að ræða einstakling, fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag. Við óskum eftir ábendingum um handhafa þessarar viðurkenningar. Að ábendingum fengnum mun dómne- fnd velja úr. Eftirfarandi þætti má hafa í huga við valið: Hvort viðkomandi hafi: • gefið jákvæða mynd af landsbyggðinni eða viðkomandi svæði • aukið virkni íbúa eða fengið þá til beinnar þátttöku í verkefninu • orðið til þess að fleiri verkefni/ný starfsemi verði til • dregið að gesti með verkefni eða umfjöllun sinni Ekki er nauðsynlegt að öllum þessum atriðum sé fylgt eftir, heldur séu þau höfð til hliðsjónar. Ábendingum skal skila á heimasíðu Byggðastofnunar, byggdastofnun.is Nánari upplýsingar gefur Sigríður K. Þorgrímsdóttir í síma 455 5400 eða netfang, sigga@byggdastofnun.is. Frestur til að koma ábendingum til skila rennur út mánudaginn 16. maí 2011. Við leitum að fagmenntuðum bifvélavirkjum á atvinnubílaverkstæði HEKLU Boðið er upp á skemmtilegan vinnustað, úrvals aðstöðu til viðgerða og viðhalds, gott tæknilegt umhverfi ásamt miklum möguleikum á þjálfun og endurmenntun. Á verkstæðum HEKLU er unnið eftir gæðakerfi sem byggir á Volkswagen Group og ISO 9001:2000 stöðlum. Gæðakerfið er vottað af faggildum aðilum. Bifvélavirki á atvinnubílaverkstæði hefur það hlutverk að greina, finna úrlausnir og vinna við viðgerðir á verkstæðinu. Ábyrgð og verkefni: • Öll almenn viðhalds- og viðgerðavinna • Meðhöndlun bilanagreininga • Deila þekkingu með starfsfélögum • Framfylgja öllum öryggisreglum og gæðakröfum framleiðenda Hæfniskröfur: • Fullgild réttindi sem bifvélavirki • Reynsla af starfi sem bifvélavirki • Góð tungumálakunnátta • Góð tölvukunnátta • Áhugi á símenntun í greininni og vilji til að kynna sér tækninýjungar • Þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Vinnutími á verkstæðinu er frá kl. 8:00 - 16:00. Allir starfsmenn HEKLU er hvattir til að sýna frumkvæði, metnað og vilja til að ná árangri í starfi. Vinsamlegast sendið inn umsóknir ásamt ferilskrá á mh@hekla.is Frekari upplýsingar um starfið gefur Magnús Halldórsson í síma 825 5639 F.h. Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar: Gangstéttaviðgerðir í Reykjavík 2011. Útboðsgögn á geisladisk verða seld á kr. 3.000, frá kl. 9:00 þriðjudaginn 10. maí 2011 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð. Opnun tilboða þriðjudaginn 17. maí 2011 kl. 11:00, í Bor- gartúni 12-14. Tilboðum skal skilað í þjónustuver. 12610 Nánari upplýsingar er að finna á www.reykjavik.is/utbod Aðalfundur LAUF – félags flogaveikra Verður haldinn laugardaginn 14. maí kl.11 að Hátúni 10, 9. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Námsstyrkir Bandalag kvenna í Reykjavík auglýsir til umsóknar styrki úr Starfsmenntunarsjóði ungra kvenna fyrir skólaárið 2011-2012. Tilgangur sjóðsins er að hvetja og styðja við bakið á ungum konum í Reykjavík, sem ekki eiga kost á námslánum, til að afla sér aukinnar menntunar. Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum, sem hægt er að fá í versluninni Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, alla virka daga milli kl. 09:00 og 18:00. Fyrirspurnir má senda á netfang bandalagsins: bandalag@simnet.is Umsóknir þurfa að berast fyrir 14. júní 2011 til Bandalags kvenna í Reykjavík Túngötu 14, 101 Reykjavík, merktar „Námsstyrkir“ Hólmsárvirkjun - Allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Skaftárhreppi Mat á umhverfisáhrifum Drög að tillögu að matsáætlun Landsvirkjun og Orkusalan ehf. kynna áform um að reisa allt að 80 MW vatnsaflsvirkjun í Hólmsá í Skaftárhreppi, í Vestur Skaftafellssýslu. Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Matsvinnan er hafin og frá 9. maí má nálgast drög að tillögu að matsáætlun á heimasíðum Landsvirkjunar, www. lv.is, Orkusölunnar ehf., www.orkusalan.is, og Almennu verkfræðistofunnar hf., www.almenna.is. Allir hafa rétt til að kynna sér drög að tillögu að matsáætlun og leggja fram athugasemdir. Vinsamlegast beinið fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum við drög að tillögu að matsáætlun á neðangreint póstfang eða með tölvupósti á netfangið haukur.haraldsson@almenna.is. Almenna verkfræðistofan hf. b.t. Hauks Þórs Haraldssonar Fellsmúla 26 108 Reykjavík Frestur til að gera athugasemdir er til 23. maí 2011. Situs ehf. óskar eftir áhugasömum aðilum sem vilja kaupa byggingarreit nr. 5 við Austurhöfn í Reykjavík, sem ætlaður er fyrir hótel, en markmiðið með útboðinu er að tryggja að við hlið Hörpunnar rísi hótel af þeim gæðum sem hæfir tónlistar- og ráðstefnuhúsinu þannig að gott samspil geti orðið milli þessara bygginga, báðum til góðs. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggt verði hótel undir alþjóðlegu vörumerki sem verði með a.m.k. 250 herbergjum og af 4-5 stjörnu gæðum. Á reitnum má byggja að hámarki 28.000 m2 ofanjarðar og 2.000 m2 í kjallara. Miðað er við að hótelið hefji rekstur vorið 2014 en þó eigi síðar en vorið 2015. Með kaupum á reitnum skuldbindur kaupandi sig m.a. til að: Standa að byggingu a.m.k. 250 herbergja hótels á byggingarreitnum. Tryggja að þar verði rekið 4-5 stjörnu hótel undir alþjóðlegu vörumerki. Standa að byggingu bílakjallara við hótelið. Leggja fram hugmyndir um samstarf milli Hörpu og væntanlegs hótels varðandi ráðstefnuhald og gistingu. Nánari upplýsingar um kröfur til bjóðenda, gögn sem skila þarf inn með tilboði o.fl., má finna í útboðsgögnum en þau má nálgast frá og með mánudeginum 9. maí á útboðsvef VSÓ Ráðgjafar, www.vso.is. Útboðsgögn eru á ensku. Tilboðum ásamt fylgiskjölum skal skila á skrifstofu VSÓ Ráðgjafar, Borgartúni 20, 105 Reykjavík, eigi síðar en kl. 14:00, föstudaginn 10. júní 2011, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Hótel við Austurhöfn Sala á byggingarreit nr. 5 SITUSehf ÍS LE N SK A SI A. IS P O R 5 48 80 0 5. 20 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.