Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 88
7. maí 2011 LAUGARDAGUR48
BAKÞANKAR
Atla Fannars
Bjarkasonar
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Sanchez, þú verður í fremstu víglínu og við verðum
síðan bara að vona að þessir apaheilar geti komið
einhverjum sendingum fyrir á kollinn á þér!
Á litli grísinn að skírast í kvöld,
það var slæmt, ég þarf nefnilega
að skipuleggja kassettusafnið
í kvöld, alla fimmtán kassana.
Kassettustjórinn kemur
nefnilega í fyrramálið.Nei, er
það!
Má hann
skipuleggja
kassettu-
safnið
í kvöld?
Má
hann?
Öh,
já, auðvitað
má hann það.
Maður abbast
ekki uppá kass-
ettustjórann!
Takk, ég
skulda
þér einn.
Nei, þú skuldar
mér fimmtán og
þú getur byrjað
á þessum.
Ó, ég næ þessu
núna!
Allt sem ég segi er annað hvort
heimskt eða vitlaust.
Sagðirðu
„eða“?
Þessi leik-
fangabúð
er frábær.
Hún selur leikföng sem
gera börnin okkar
klárari.
Þú virðist
ekkert
sérstaklega
upprifinn.
Við eigum klár börn.
Er ekki til neitt sem
gerir þau lágværari?
LÁRÉTT
2. voð, 6. óreiða, 8. skordýr, 9. tíma-
bils, 11. hreyfing, 12. málmhúðun, 14.
teygjudýr, 16. tvíhljóði, 17. dýrahljóð,
18. suss, 20. snæddi, 21. faðmlag.
LÓÐRÉTT
1. morð, 3. hvort, 4. planta, 5. sakka,
7. niðurstaða, 10. er, 13. vefnaðar-
vara, 15. arða, 16. í viðbót, 19. gyltu.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. segl, 6. rú, 8. fló, 9. árs,
11. ið, 12. plett, 14. amaba, 16. au,
17. urr, 18. uss, 20. át, 21. knús.
LÓÐRÉTT: 1. dráp, 3. ef, 4. glitbrá, 5.
lóð, 7. úrlausn, 10. sem, 13. tau, 15.
arta, 16. auk, 19. sú.
Körfuboltamaðurinn Derrick Rose var í vikunni valinn besti leikmaður NBA-
deildarinnar. Rose er yngsti leikmaðurinn
í sögu deildarinnar til að hljóta þennan
heiður, en hann er aðeins 22 ára gamall –
fæddur í oktbóber árið 1988.
ÉG man eftir 1988. Ég var fjögurra ára
gamall og fór til Spánar með fjölskyldu
minni. Ég lék mér á sundskýlunni í garð-
inum við húsið sem við tókum á leigu og
sá ýmislegt í fyrsta skipti – til dæmis
slímugan frosk. Þá fékk ég snigil að gjöf
og hann varð gæludýrið mitt í skamma
stund. Þangað til hann strauk.
ÞAÐ er óþolandi að lesa fréttir um
jafn ungt og hæfileikaríkt fólk og
Derrick Rose. Hann er á þeim aldri þar
sem flestir rembast við að hanga í
háskóla þrátt fyrir að fæstum
hafi tekist að ákveða hvað
þeir vilja gera í lífinu. Hann
valdi starf sem færir honum
gríðar leg auðæfi, þannig að
þegar líkaminn gefur sig eftir
áratug eða svo getur hann
sest í helgan stein og talið
peninga þar til yfir lýkur.
ÞEGAR ég var 22 ára hefði
þurft ofurnáttúrulegt krafta-
verk til að gera mig að verðmætasta leik-
manninum í fyrstu deildinni í körfubolta
á Íslandi. Ég lagði fyrst og fremst metnað
í að komast í Ríkið áður en það lokaði á
föstudögum og stórar ákvarðanir á borð
við hvort ein dolla af Vogaídýfu myndi
duga eða hvort ég ætti að kaupa tvær til
öryggis.
ÞAÐ er auðvitað ósanngjarnt að bera sjálf-
an sig saman við hæfileikamann á borð
við Rose á körfuboltavellinum. En snefill
af metnaði hans hefði eflaust fleytt mér á
toppinn í því sem ég var að gera. Sem var
reyndar ekkert. En ég hefði eflaust farið
í Ríkið fyrir hádegi á fimmtudögum og
keypt tvær dollur af Vogaídýfu án þess að
hugsa mig tvisvar um!
ÉG er á þeim aldri þar sem ég neyð-
ist til að horfa á eftir glataðri æskunni,
vegna þess að ég er ekki orðinn nógu
gamall til að gleyma henni. Það væri
auðvitað einfaldast. En fólki gæti ekki
verið meira sama um 27 ára mann með
aldurs komplex. Orð mín öðlast eflaust
trúverðug leika eftir einn eða tvo áratugi.
Þangað til fylgist ég stúrinn með ungu
fólki gera miklu betur en mér tókst nokk-
urn tíma á meðan ég reyni að hámarka
metnaðinn fyrir því sem ég geri í dag:
Borða þessa köku.
Glötuð æska
Hákon Svavarsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja og skipasali
Hlunnavogur 10-rishæð
Falleg 71,2 fm 3ja herb. rishæð með suðvestursvölum. Sameiginlegur inngangur með miðhæð.
Tvö rúmgóð svefnherbergi, úr hjónaherbergi er gengið út á suðvestursvalir. Stofan er ágætlega
rúmgóð. Flísalagt eldhús með fárra ára gamalli innréttingu og borðkrók, búr inn af eldhúsi undir
súð. Baðherbergi endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf, baðkar innrétting og gluggi á baði. Búið er að
endurnýja rafmagnstöflu í íbúð, parket á öllum gólfum nema baði og eldhúsi, ofnalagnir og ofnakranar
endurnýjaðar, stallað járn á þaki endurnýjað. Íbúðin er í steinsteyptu þríbýlishúsi, staðsett innarlega í
botnlanga, frábær staðsetning. Verð 21,5 millj. Verið velkomin á sunnudag milli kl 12-13.
Opið hús sunnudaginn 8. maí frá kl 12-13
• Hörfræolía
• Clipper grænt te
• D-vítamín
• Eve (fjölvítamín)
• Chromium Picolinate (króm)
• Whey Protein (mysuprótein)
• B-sterkur (B-vítamín)
• Q-10 (andoxunarefni)
• Extra Virgin kókosolía
Startpakki
Þorbjargar
www.madurlifandi.is
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðarsmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Hafnarborg
220 Hafnarfirði
Sími: 585 8720
10%
afsláttur
Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur í tvo áratugi
rannsakað mataræði og nútíma lífsstíl og komist
að niðurstöðu um hvers konar matur, vítamín
og bætiefni viðhaldi best æsku og lífsþrótti.
Í samstarfi við Þorbjörgu höfum við safnað
saman nokkrum vörum sem hún telur mikilvægar
gegn ýmsum kvillum og ótímabærri öldrun.
Komdu við í Maður Lifandi
og fáðu frekari upplýsingar
10 árum
yngri á
10 vikum