Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 98

Fréttablaðið - 07.05.2011, Síða 98
7. maí 2011 LAUGARDAGUR58 Lady Gaga maskínan virð- ist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fárán- lega velgengni að undan- förnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöð- ina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin,“ hefur MTV eftir söng- konunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þess- ir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guð- last. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi feng- ið hland fyrir hjartað. Í mynd- bandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vin- gott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell‘s Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independ- ent er fjallað um myndbandið og það mikla írafár sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fell- ini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnar seggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en tíu milljónir dala og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja,“ skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bret- landi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp tuttugu eftir aðeins þrjár vikur og engan veg- inn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frum- sýningu.“ Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að mynd- bandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veld- ur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrek- að á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is LADY GAGA VÍSAR GUÐLASTI Á BUG EKKI GÓÐ BYRJUN Judas, nýjasta smáskífa Lady Gaga, fær ekki þær viðtökur sem búist hafði verið við. Og myndbandið reyndist ekki vera það eldfima efni sem það átti að vera. Leikkonan Eva Mendes er brjál- uð í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. „Ég myndi borða viðarborð ef það væri súkkulaðihúðað. Ég er sjúk í smákökur, frauð og allt sem tengist súkkulaði,“ sagði hún. „Ef ég fæ mér þá refsa ég mér ekki fyrir það. Ég reyni frekar að njóta þess.“ Mendes, sem er 37 ára, reynir að minnka við sig í kaloríum á öðrum sviðum ef hún fær sér súkkulaði. „Ég reyni að borða eins marga ferska ávexti og eins mikið grænmeti og mögu- legt er.“ Brjáluð í súkkulaði EVA MENDES Leikkonan er sjúk í súkkulaði og gerir hvað sem er til að fá skammtinn sinn. Charlie Sheen hefur í hyggju að fara með einleikinn sinn á ferðalag um Evrópu og Asíu. Leikarinn lauk nýverið ferðlagi sínu um Banda- ríkin og Kanada en sýningin My Violent Torpedo of Truth/Death Is Not An Option hlaut misjafnar viðtökur. Sheen hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu eftir að hann sagði framleiðendum sjón- varpsþáttarins Two and Half Men stríð á hendur og var í kjölfarið rekinn. Síðan þá hefur líf leikar- ans umturnast, hann fer mikinn á netinu og áðurnefnd sýning þykir nokkuð sérstök. Og Charlie hefur þá bjargföstu trú að bæði Asíubúar og Evrópu- menn muni elska My Violent Tor- pedo of Truth. „Þetta yrði kannski meira í ætt við notalega kvöld- stund með Charlie Sheen. Ég held að Evrópubúar muni sýna mér meiri skilning, þeir eru miklu þolin móðari,“ segir Sheen í sam- tali við ástralska útvarpsstöð en þar er leikarinn staddur nú. Sheen hefur þegar tilkynnt að allur ágóði sýninganna renni beint til fórnar- lamba hvirfilbyljanna sem riðu yfir Bandaríkin nýverið. Sheen langar að skemmta Evrópu HÁLEITAR HUGMYNDIR Charlie Sheen langar að fara með sýningu sína í ferð um Evrópu og Asíu. Lag Madonnu, Like a Prayer, sem kom út árið 1989, olli miklum deilum í Bandaríkjunum. Lagið er á samnefndri plötu sem naut mikilla vinsælda og sjálf hefur Madonna haldið mikið upp á lagið; það er nánast fastagestur á tónleikaferðum hennar. Hafi Lady Gaga vonast til að lagið Judas fengi viðlíka athygli þá er það langt því frá. Lag Madonnu var fordæmt af Vatikaninu á sínum tíma og fjöl- margir trúarhópar mótmæltu því kröftuglega. Í myndbandinu leikur Madonna sér að mörgum þekktum trúartáknum og Like a Prayer hefur verið álitið snörp ádeila á kynþáttahatur og trúarbrögð. Lagið var notað í auglýsingu fyrir Pepsi, sem Madonna var þá á samningi hjá, en vegna þrýstings frá mörgum trúar- hópum rifti Pepsi samningnum og tók auglýsinguna úr umferð. Like a Prayer hefur verið sagt tímamótalag á ferli Madonnu, hún var eftir það álitin listamaður í stað venjulegrar popp- söngkonu. SÖNGUR MADONNU Leikkonan Jennifer Aniston er þessa dagana að selja glæsivillu sína í Beverly Hills fyrir 42 millj- ónir dala, eða um 4,6 milljarða króna. Hin 42 ára Aniston keypti húsið á um 1,5 milljarða króna árið 2006 og mun því hagnast verulega á viðskiptunum. Það tók Aniston tvö ár að laga húsið að sínum smekk. Öryggiskerfið er mjög gott auk þess sem útsýnið yfir Los Angeles er framúr- skarandi. Fregnir herma að Aniston sé komin með leið á húsinu og telji það full stórt fyrir sig. Talið er að hún ætli að kaupa sér íbúð á Manhattan í New York í staðinn. Aniston selur glæsivillu SELUR GLÆSIVILLU Leikkonan ætlar að selja glæsivillu sína í Beverly Hills.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.