Fréttablaðið - 10.05.2011, Blaðsíða 14
14 10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR
Eitt af því sem ég sakna mest úr háskólaumræðunni er að
takast málefnalega á við menn
um grunnhugmyndir. Einn held-
ur einu fram og annar skorar
þann á hólm í rökræðu. Þessi
aðferð leiðir til þess að þekking
verður til.
Við greinaflokki mínum um
íslenska fiskveiðistjórnunar-
kerfið hef ég ekki fengið mikla
málefnalega gagnrýni enn sem
komið er. En nú ber vel í veiði!
Jón Steinsson, sem er Milton
Friedman fræðimaður við
Chicago-háskóla, hefur mótmælt
harðlega staðhæfingu sem ég
setti fram í greinaflokknum. Í
annarri af fimm greinum sem
birtist hér í blaðinu held ég því
fram að hluti auðlindaarðsins í
sjávarútvegi renni til sjómanna
vegna þess fyrirkomulags sem
notað er til að ákvarða laun
þeirra. Þar segi ég jafnframt:
„Auðlind sem allir þjóðfélags-
þegnar hafa jafnan rétt til að
nýta er dæmd til að vera ofnotuð
ef afrakstur hennar er nægilega
eftirsóknarverður – auðlinda-
rentunni er sóað. Sóunin felst í
að of margir sjómenn munu fjár-
festa í of miklum fjármunum í
viðleitnin sinni að ná til sín auð-
lindarentunni. Þetta er það sem
kallað hefur verið sorgarsaga
almenninganna. Þannig verður
sjálfstortíming í raun það sem
allir keppa að. Hver útgerðar-
maður hugsar aðeins um eigin
hag. Frelsi í almenningum leiðir
því að lokum tortímingu yfir alla
þátttakendur.“
Best er að taka tilbúið dæmi til
að sýna að gagnrýni Jóns á ekki
við rök að styðjast. Segjum sem
svo að fiskveiðar séu frjálsar og
að auðlindarentunni sé allri sóað
– að of margir sjómenn keppist
um takmarkaða fiskveiðiauðlind
á of mörgum skipum. Í dæma-
skyni skulum við gera ráð fyrir
að 10 þúsund sjómenn stundi
sjósókn á þúsund skipum sem
öll séu með sama aflaverðmæti
– allir skipstjórarnir eru jafn
fisknir.
Nú eru innleiddar aðgangs-
takmarkanir í veiðarnar, líkt og
gert var hér á landi árið 1984,
til að auðlindaarðurinn verði
til. Útgerðin aðlagar sig. Sumir
útgerðarmenn selja kvóta og
aðrir kaupa. Skipum fækkar og
sjómönnum með. Gerum nú ráð
fyrir að þessu ferli sé lokið og
fullri hagkvæmni sé náð í útgerð.
Skipum hefur fækkað um 500
og sjómönnum um 5 þúsund. Að
meðaltali er aflaverðmæti skip-
anna nú tvisvar sinnum hærra
en áður (vegna einkaleyfis til að
veiða) og laun sjómannanna hafa
tvöfaldast (vegna hlutaskipta-
kerfisins). Auðlindaarðinum sem
áður var sóað á altari of mikillar
sóknargetu (offjárfestingar) er
nú skipt á milli sjómannanna
(vegna hlutaskiptakerfisins)
og útgerðamannanna. Reyndar
eiga útgerðirnar eftir að borga
af sínum hlut fyrir heimildirnar
sem þær keyptu. Það bendir til
þess að auðlindaarðurinn sem
féll útgerðinni í hlut endi að
lokum hjá þeim sem seldi kvót-
ann og fór út úr greininni, en það
er önnur saga sem ég mun gera
skil síðar. Ef hinsvegar um fast-
launakerfi hefði verið að ræða,
eða að kvótakaupin væru greidd
af óskiptum hlut, hefði (brúttó)
auðlindarentan endað hjá útgerð-
inni.
Sjómenn njóta því auðlinda-
arðsins með útgerðunum vegna
hlutaskiptakerfisins. Þannig er
það nú Jón minn!
Jú Jón, sjómenn
njóta auðlindaarðs
Auðlindir
Tryggvi Þór
Herbertsson
prófessor í hagfræði og
alþingismaður
Dásemdir vorsins kalla árlega fram hjólin úr bílskúrnum
og þó að Íslendingar séu farnir
að hjóla árið um kring er fjölg-
un hjólafólks í umferðinni enn
árviss vorboði. Veturinn var
mildur og hann var gott að hjóla
í Reykjavík. Ofankoman í mars
var mikil og eftir allt fannferg-
ið var gott að fá rigningu til að
skola vetrinum burt. En rigning-
in ræður ekki við alla mölina sem
varð eftir á stígunum.
Þegar við sem erum vön
umferð hjólum á milli staða
bíður okkar þægilegt leiðarval.
Við eigum að vera á götunni en
megum heimsækja gangstéttirn-
ar þegar okkur hentar. Þar erum
við gestir og víkjum fyrir umferð
gangandi. Hjólreiðamanni ber að
láta vita af sér með ljúfum hætti
fyrir gangandi vegfarendur. Á
því hljóðlausa ökutæki sem hjólið
er getur bjallan komið sér ágæt-
lega. Öllu skemmtilegra fyrir
borgarbraginn er þó ef hjólreiða-
menn flauta lagstúf eða syngja
lítið lag. Ef hinn gangandi tekur
eftir þessu og víkur úr vegi fyrir
hjólreiðamanninum þökkum við
hjólreiðamenn að sjálfsögðu fyrir
á hlýlegan hátt.
Þó að götusópar Reykjavíkur-
borgar séu komnir vel af stað
með að hreinsa upp lausamöl-
ina eftir hálkueyðingu vetrarins
ættu allir hjólandi að vera með-
vitaðir um hve auðveldlega við
skrikum í lausamölinni. Til að
tryggja ferðafarsæld okkar fer
best á að eiga rólegar beygjur og
vera meðvituð um þessi óþæg-
indi, einkum í nánd við blindhorn
og þar sem líkur eru á óvæntum
uppákomum.
Á götunum er lítið um lausa-
möl. Þar er umferðin greiðari
og síður hindranir á veginum.
Hjólið er ökutæki sem á að vera
á götunni. Staða þess er alla
jafna í víkjandi stöðu, hægra
megin á akrein í 0,5-1 m fjar-
lægð frá götubrún. Þessi fjar-
lægð er öryggissvæði hjólreiða-
mannsins. Staðan gerir hann
sýnilegri í umferðinni og inn í
öryggis svæðið getur hann vikið,
sé honum ógnað af annarri
umferð. Þegar tekið er fram úr
kyrrstæðum bílum verður hjól-
reiðamaðurinn að taka sér það
pláss á akreininni að hann sé
öruggur um að hjóla ekki á hurð
bílsins – verði hún óvænt opnuð
þegar hjólað er framhjá bílnum.
Þá er hjólið komið í ríkjandi
stöðu á götunni. Í ríkjandi stöðu
tekur hjólið sem ökutæki sömu
stöðu á götunni og stórt vélknúið
ökutæki. Þetta gerir hjólreiða-
maðurinn til að tryggja sitt eigið
öryggi og til að láta ekki þröngva
sér í öngstræti sem geta reynst
honum varasöm. Nokkur dæmi
um það þegar hjólreiðamaður fer
í ríkjandi stöðu eru þegar hjól-
að er framhjá hliðargötu, þegar
hjólað er um miklar þrengingar á
götu og á leið í gegnum hringtorg.
Til að fara í ríkjandi stöðu, líttu
þá í kringum þig og vertu viss
um að vera í sambandi við bíl-
stjórann fyrir aftan þig – horfðu
í augu hans og gefðu merki áður
en þú breytir um stöðu.
Það er ekki hugmyndin með
ríkjandi stöðu að gerast lestar-
stjóri. En vissulega getur sú
staða komið upp og þá reynir á
heilbrigða skynsemi okkar allra;
bílstjóra vélknúinna ökutækja
og hjólreiðamanna. Umburðar-
lyndi og samvinna hefur aukist
í umferðinni síðustu ár. Höldum
áfram að rækta þá ánægjulegu
þróun. Brosum og horfum í augu
hvert annars. Við erum öll í leið.
Eitt öruggasta hjálpartæki
hjólreiðamannsins er augun.
Augnsamband, líta aftur, fylgjast
með umferðinni og gera sýnilegt
þeim sem fylgist með þér, hvert
augun þín líta. Bílstjórinn á vél-
knúna ökutækinu verður að sjá
þig og hann vill líka sjá hvað þú
ert að hugsa. Hann getur séð það
með því að sjá hvert þú lítur. Með
því að horfa í augu ökumanns-
ins veist þú líka, hjólreiða maður
góður, hvað hann gerir næst og
þá hefur þú val um að ákveða
eigið öryggi.
Ég sé hvað þú hugsar – örugg á hjóli
Umburðarlyndi og samvinna hefur aukist
í umferðinni síðustu ár. Höldum áfram
að rækta þá ánægjulegu þróun.
Hjólreiðar
Sesselja
Traustadóttir
hjólreiðamaður
Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breyting-
ar á lögum um náttúruvernd nr.
44/1999. Nokkrar deilur hafa sprott-
ið um þetta frumvarp og eru þær til-
efni þessara skrifa.
Með frumvarpinu á að gera svip-
aða hluti og búið er að gera fyrir
löngu í þeim löndum sem við viljum
bera okkur saman við. Við Íslend-
ingar erum nefnilega langt á eftir
öðrum þjóðum í umhverfismálum
og náttúruvernd og löngu tíma-
bært að eitthvað sé gert í því. Þeir
sem harðast hafa gengið fram gegn
frumvarpinu og fylgismönnum þess
eru starfsmenn skógræktarfélaga
(hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrek-
að gripið til rangfærslna og stóryrða
um þá sem eru þeim ósammála og
hér eru fáein dæmi: „... menn vilji
banna skógrækt ...“; „... ströngustu
hreintrúarmenn..“; „... mikil öfga-
sjónarmið ...“; „... tekin afstaða
gegn landgræðslu og skógrækt ...“;
„... skógræktarfólks, sem vill lífríki
Íslands vel“; „.. .afnám frelsis ein-
staklingsins til gróðursetningar ...“;
„... rasismi og hrísvandarhyggja ...“
Þetta er allt með ólíkindum og getur
tæplega flokkast sem málefnaleg
umræða. Hvað vill þetta fólk? Það
virðist vilja fullkomið frelsi til að
gera það sem því sýnist án tillits til
annarra sjónarmiða.
Reynsla annarra þjóða af inn-
flutningi framandi dýra og plantna
er ákaflega blendin. Stundum er
hægt að hafa gagn af framandi
lífverum en á meðal þeirra getur
leynst, þó ekki sé nema ein, sem
veldur óbætanlegu tjóni. Það verð-
ur því sjaldan of varlega farið.
Ástral ía er oft tekin sem dæmi
en þar hafa t.d. innfluttar kanín-
ur, kettir og nokkrar jurtir valdið
miklu og óbætan legu tjóni. Ástral-
ir hafa lært af þessari bitru reynslu
og sem ferðamaður finnur maður
fyrir ströngu eftirliti með fram-
andi lífverum, bæði inn í landið
og milli landssvæða. Íslendingum
hefur gengið ákaflega illa að læra
af reynslu annarra þjóða en það er
virkilega mál að linni.
Ef forsvarsmenn skógræktar-
félaga halda að um skógrækt á
Íslandi ríki almenn sátt þá skortir
þá jarðsamband. Ég tel að flestir
Íslendingar séu hlynntir skógrækt
ef hún er rekin með skynsemi og
af smekkvísi. Ég tel hins vegar að
verið sé að gera a.m.k. tvenns konar
mistök í skógrækt á Íslandi, annað
er þegar plantað er trjátegundum
sem ekki eiga heima á viðkomandi
svæði og hitt er þegar plantað er
trjám á svæði sem eru mun verð-
mætari trjálaus. Þannig hafa mörg
góð og aðgengileg berjalönd verið
eyðilögð með skógrækt og önnur
svæði þakin svo þéttum skógi að
gangandi fólki er ófært þar um.
Sumir skógræktarmenn virðast
telja trjálaust land, eins og fallegt
mólendi, vera ógróið og einskis
virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli
hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og
hvort þetta sé virkilega gert fyrir
fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta
eins og heilagar kýr, ef einhver
vogar sér að gagnrýna skógræktina
þá er hann útmálaður sem andstæð-
ingur skógræktar og landgræðslu
og þar með hálfgert illmenni. Ég
lýsi eftir hugarfars breytingu hjá
stjórnendum skógræktarinnar
og þeir ættu líka að minnast þess
að fólki er alls ekki sama hvernig
skattpeningar eru notaðir.
Umræða á villigötum
Umhverfismál
Magnús
Jóhannsson
prófessor í lyfjafræði