Fréttablaðið - 10.05.2011, Síða 16

Fréttablaðið - 10.05.2011, Síða 16
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþing- maður Samfylkingar var nýlega valin Evrópumaður ársins 2010 en viður- kenninguna hlýtur Anna Margrét fyrst kvenna. Evrópusamtökin völdu Evrópu- mann ársins í sjöunda sinn frá stofnun samtakanna en þau eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópu- samvinnu. Áhugi Önnu Margrétar á samstarfi Íslands við önnur Evrópuríki kvikn- aði fyrir alvöru árið 2006 þegar hún flutti til Brussel og stóð að opnun skrif- stofu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar í borg. Hún gegndi starfi forstöðu- manns skrifstofunnar allt þar til hún flutti heim árið 2009. Í Brussel kynnt- ist hún Evrópumálunum af eigin raun en sú reynsla vó þungt í þeirri ákvörðun Önnu Margrétar að skella sér í pólitík- ina. Anna Margrét er landfræðingur að mennt og hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. „Jú, það er ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu sem setur um leið líka á mig skyldur - að halda áfram að miðla reynslu minni og þekkingu og um leið sannfæringu minni um mikilvægi aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ég held einnig að það skipti ekki síður máli að kona skuli hljóta þessa viður- kenningu í fyrsta sinn, það er mikil- vægt að konur eigi sér fyrirmyndir í umræðunni,“ segir Anna Margrét. Viðurkenningin er meðal annars veitt fyrir starf Önnu Margrétar við að deila þekkingu sinni á málaflokknum, í ræðu og riti, en hún situr meðal annars í stjórn Evrópuvaktar Samfylkingarinnar og stjórn Já-hreyfingarinnar. „Þetta er mikið baráttumál í mínum huga, ekki síst eftir að hafa unnið og starfað við þetta, og kynnst á eigin skinni hvernig það er að standa fyrir utan Evrópusambandið en taka samt upp gerðir þess. Ég reyndi það í mínum daglegu störfum hvernig það er að vera aldrei inni í herberginu þar sem ákvarð- anirnar eru teknar og það sannfærði mig endanlega,“ segir Anna Margrét. Formlegar aðildarviðræður Íslands í Evrópusambandið hefjast í júní. Anna Margrét segir sér vera hvað efst í huga þessi misserin að Íslendingar tefli fram öllu sína besta fólki, á hverju sviði, til að ná fram besta mögulega samningi. „Ég vona að menn átti sig á því að við verðum að nýta það fólk sem býr yfir mestri þekkingu í viðræðurnar sjálfar og undirbúning þeirra. Allar stofnan- ir og hagsmunasamtök þurfa að leggja fram sínar óskir og þekkingu til að samninganefndin geti farið fram með ákveðin skilaboð og þar skiptir miklu að það ferli sé unnið af heiðarleika hér heimafyrir. Í raun er það versta sem getur gerst að einhverjir hópar dragi lappirnar í aðildarviðræðum og sitji svo upp með það að þjóðin samþykki aðild sem ekki felur í sér bestu mögulegu kosti í viðkomandi málaflokki.” Hver sem niðurstaðan í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um aðild verður er umræðan um Evrópusambandið, kosti þess og galla, gott innlegg í umræðuna að mati Önnu Margrétar. „Menn geta rætt þetta fram og aftur, spáð í hvort Evrópusambandið sé góð viðbót eða ekki og umræðan öll verður upplýstari og faglegri.” juliam@frettabladid.is ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR: VALIN EVRÓPUMAÐUR ÁRSINS 2010 Miðla áfram minni reynslu GÓÐ UMRÆÐA „Menn geta rætt þetta fram og aftur, spáð í hvort Evrópusambandið sé góð viðbót eða ekki og umræðan öll verður upplýstari og faglegri,“ segir Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN AFMÆLI MAGNÚS RAGNARS- SON leikari er 48 ára SVEINN RÚNAR HAUKSSON læknir er 64 ára Merkisatburðir 1513 Samþykkt er gerð að Leiðarhólmi í Breiðafjarðardölum, þar sem mótmælt var misbeitingu kirkjulegs valds. 1651 Heimilað er að stofna fjóra holdsveikraspítala. 1940 Hernámsdagurinn. Breskt herlið sett á land í Reykjavík. Allmargir Þjóðverjar handteknir. 1976 Fjórmenningar sem setið höfðu í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar Geirfinnsmálsins, flestir í 105 daga, látnir laus- ir. 1990 Stúlkubarn fæðist Grímseyingum, en næstu sjö árin á undan höfðu einungis fæðst drengir, 15 alls. Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, afi og langafi, Sigurður Gísli Bjarnason gullsmiður, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli föstudaginn 6. maí sl. verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 17. maí kl. 13. Sigrún Sigurðardóttir Ásgrímur Þór Pálsson Steinar Sigurðsson Ragnhildur Sverrisdóttir Ragnhildur Sigurðardóttir Smári Grétar Sveinsson Guðrún Hjálmarsdóttir Símon Friðriksson afabörn og langafabörn. Ástkær sonur okkar og bróðir, Tryggvi Jón Jónatansson Eyrarvegi 18, Akureyri, lést á heimili sínu 2. maí. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. maí. Jónatan S. Tryggvason Sigurósk R. Aðalsteinsdóttir Ásta F. Reynisdóttir Heimir F. Heimisson Eygló Jóhannesdóttir Freyja P. Jónatansdóttir Ísak Már Friðriksson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörleifur Jónsson fyrrverandi forstjóri, lést laugardagsmorguninn 7. maí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. maí kl. 13.00. Ingibjörg Snæbjörnsdóttir Elín Birna Hjörleifsdóttir Jón Hjörleifsson Sigríður Hjördís Hjörleifsdóttir og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ásmundur Jónsson Ásabraut 4, Akranesi, lést fimmtudaginn 5. maí. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 12. maí kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Helga Jóna Sveinsdóttir Ingibjörg Ásmundsdóttir Jóhann O. Pétursson Jón Óskar Ásmundsson Guðrún Margrét Halldórsdóttir Svanhvít Ásmundsdóttir Þór Magnússon Einar Aðalsteinsson Suzanne T. Adalsteinsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, tengdasonur, faðir, tengdafaðir og afi, Páll Þórðarson lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri, Strýtuseli 20, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fimmtudaginn 5. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudag- inn 16. maí kl. 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna sumardvalar í Reykjadal, s. 535 0900. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun. Þorbjörg Einarsdóttir Kristín Þ. Ottesen Sigrún Pálsdóttir Ólafur Arason Kristín Pálsdóttir Hörður Sigurðsson Arna Pálsdóttir Halldór Haraldsson og barnabörn 61 Þennan dag fyrir 65 árum tók Winston Churchill flotaforingi við forsætisráðherraembætti Bret- lands. Neville Chamberlain hafði sagt af sér sem forsætisráðherra þann sama dag. Chamberlain hafði undirritað samkomulag við Adolf Hitler árið 1938 og hafði í framhaldi af því uppi stór orð um að þetta samkomulag myndi tryggja „frið á okkar tímum“. Allar friðarvonir hrundu þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1. september árið 1939 og fljótlega varð ljóst að Chamberlain réð illa við það verkefni að vera forsætisráðherra Breta á ófriðartímum. Chamberlain missti stuðning félaga sinna í Íhaldsflokknum í apríl árið 1940, strax og ljóst varð að Bretum myndi ekki takast að koma í veg fyrir að Þjóðverjar réðust inn í Noreg. Þegar Þjóðverjar réðust svo inn í Holland og Belgíu 10. maí sama ár samþykkti breska þingið vantraust á Chamberlain. Hann sagði af sér og Churchill var fenginn til þess að taka við. Þremur dögum síðar hélt Churchill sína fyrstu þingræðu og sagðist þá hafa „ekkert að bjóða nema blóð, svita og tár.“ ÞETTA GERÐIST: 10. MAÍ 1940 Churchill verður forsætisráðherra BONO, söngvari hljómsveitarinnar U2, er 51 árs í dag. „Tónlist getur breytt heiminum því hún breytir fólki.“

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.