Fréttablaðið - 10.05.2011, Qupperneq 26
10. maí 2011 ÞRIÐJUDAGUR18
Sex íslensk ljóðskáld og eitt
danskt lesa úr verkum sínum
á Bakkusi í kvöld. Tilefnið
er nýútkomin útgáfa danska
forlagsins Arena á úrvali
ljóðaþýðinga tíu íslenskra
skálda af yngri kynslóðinni.
Ny islandsk poesi nefn-
ist ljóðasafnið, sem er það
þriðja í sérstökum ljóðaþýð-
ingaflokki hjá Arena en áður
hafa komið út söfn pólskra
og þýskra ljóða. Í útgáfunni,
sem er tvímála, er leitast við
að kynna það sem er efst á
baugi hjá ungum skáldum í
viðkomandi löndum.
Íslensku ljóðin þýddu
Erik Skyum Nielsen, Lóa
Steffans dóttir og Nina Søs
Vinth. Sú síðastnefnda er
jafnframt ritstjóri bókar-
innar. Hún er stödd hér á
landi og var því ákveðið að
efna til upplestrarkvölds.
Sjálf er Nina skáld og mun
hún lesa upp úr eigin verk-
um. Auk hennar lesa upp
sex íslensk skáld af þeim tíu
sem eiga ljóð í bókinni. Þau
eru: Kristín Eiríksdóttir,
Ingólfur Gíslason, Kári Páll
Óskars son, Sölvi Björn Sig-
urðsson, Haukur Ingvars-
son og Kristín Svava Tómas-
dóttir.
Dagskráin hefst klukkan
20.30.
Ljóðaupplestur á Bakkusi í kvöld
KRISTÍN EIRÍKSDÓTTIR Eitt tíu íslenskra skálda sem eiga ljóð í
nýútkomnu dönsku þýðingasafni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Elskuleg dóttir okkar, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Árný Sandra
Róbertsdóttir
lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans miðvikudaginn
4. maí sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtu daginn 12. maí kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Arnfinnur Róbert Einarsson
Sigrún Stella Einarsdóttir
Helena Hörn Einarsdóttir
Elskulegur sonur minn og bróðir,
Theódór Ásgeir Jónsson
andaðist 3. maí síðastliðinn.
Útförin fer fram föstudaginn 13. maí kl. 15.00
frá Fossvogskirkju.
Sigríður Jóhannsdóttir
Steinunn Magnúsdóttir Ísleifur Jónsson
Jóhanna Magnúsdóttir
Alda Haraldsdóttir Guðmundur Sveinsson
Róbert Guðmundsson
Ástkær móðir, tengdamóðir og amma,
Björg Bjarnadóttir
Hlíðarhjalla 44, Kópavogi,
lést á Landakotsspítala 4. maí sl. Útför hennar fer
fram frá Garðakirkju miðvikudaginn 11. maí
kl. 13.00. Við færum starfsfólki á Landakotsspítala
og á Blóðlækningadeild Landspítala við Hringbraut
inni legar þakkir fyrir kærleiksríka umönnun og gott
viðmót.
Bjarni Gautason
Þorbjörg Ásgeirsdóttir
Arnþór Bjarnason
Sara Björg Bjarnadóttir
Snjólaug Vala Bjarnadóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Ellert S. Svavarsson
frá Ármúla, til heimilis að Hólabraut 8,
Hafnarfirði,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 7. maí. Útförin auglýst síðar.
Bergþóra Valgeirsdóttir og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Unnur Guðbjörg
Jónsdóttir
Hvanneyrarbraut 42, Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar föstudaginn
6. maí. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 14. maí kl. 14.00.
Gottskálk Rögnvaldsson
Rögnvaldur Gottskálksson Auður B. Erlendsdóttir
Gunnar Gottskálksson Erla Ósk Hermannsdóttir
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðmunda
Ögmundsdóttir
Tjarnarmýri 39, Seltjarnarnesi,
sem andaðist á líknardeild Landspítala Landakoti
fimmtudaginn 5. maí, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkað en þeim sem vilja minn-
ast hennar er bent á minningarsjóð Flateyjarkirkju á
Breiðafirði. Minningarkort fást í versluninni Sjávarborg
í Stykkishólmi, s. 438 1121, og hjá Gunnari, s. 824 5651.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
Ögmundur Gunnarsson Rannveig Stefánsdóttir
Gunnar Freyr Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabarn
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir og amma,
Erla Helgadóttir
Kleppsvegi 104, Reykjavík,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 27. apríl. Útför
hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og vináttu við
andlát hennar.
Stefán Kr. Stefánsson
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför elskulegrar móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
Vigdísar Þormóðsdóttur
Hvassaleiti 58, Reykjavík.
Þormóður Sveinsson Sigríður Hjörleifsdóttir
Höskuldur Sveinsson Helena Þórðardóttir
Ásgerður Sveinsdóttir Hallgrímur Hólmsteinsson
Gunnhildur Sveinsdóttir Svanbjörn Thoroddsen
og barnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Árlegri myndasögusam-
keppni Borgarbókasafns og
Myndlistaskólans í Reykja-
vík lauk á sunnudaginn
með opnun sýningar á þeim
sögum sem inn bárust.
Fyrstu verðlaun hlaut Elín
Edda Þorsteinsdóttir fyrir
söguna Góðan daginn, en
þar segir frá rólegum fundi
hversdagshetju og einmana
fíls niðri við strönd. Hún
hlaut að launum námskeið
hjá Myndlistaskólanum í
Reykjavík.
Yfirskrift keppninnar
var Ofurhetjan, til heiðurs
hetjunni Wonder Woman
sem á sjötugsafmæli í ár.
Á sjötta tug myndasögu-
höfunda á aldrinum 10 til
21 árs sendu sögur sínar í
keppnina og eru þær með
ýmsu sniði.
Valinn var einn sigur-
vegari en sex til viðbótar
fengu viðurkenningu. Saga
Inga Rúnars Kjartansson-
ar segir frá ofurhetju sem
hrekur burt skrímsli með
því að bjóða því mjólkur-
hristing; Kári Haralds-
son segir frá ofurhetju
sem leysir vandamál með
klósettpappír og kallast
því einmitt Herra klósett-
pappír; Ofurhendin í sögu
Nicholas Þórs Peters Helga-
sonar er æpandi ófreskja
sem kemur hætt stöddum
fingrum til bjargar; Bat-
man kid Karenar Aspar
Einarsdóttur er ef til vill
ekki sú ofurhetja sem hún
sýnist vera en drýgir þó
hetjudáð; Viðar Vignisson
segir frá Risum í Reykja-
vík, sem virðast óþolinmóð-
ir og hvatvísir en vinna þó
hjörtu fólksins; og Chick-
man Hafrúnar Kolbeins-
dóttur spyr hvað hefði
getað orðið ef Bruce Wayne
hefði séð eitthvað annað en
leðurblöku út um glugga
sinn á viðkvæmu augna-
bliki fyrir ríflega 70 árum.
Sýningin er á 1. hæð aðal-
safns Borgarbókasafns í
Tryggvagötu 15 og stendur
út júní.
Góðan daginn hafði sigur
SIGURMYNDIN Fyrstu verðlaun
hlaut Elín Edda Þorsteinsdóttir
fyrir söguna Góðan daginn, en
þar segir frá rólegum fundi hvers-
dagshetu og einmana fíls niðri
við strönd.