Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 ÞJÓÐKIRKJAN Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síð- ustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leit- uðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðis- brota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsan- legt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofu- stjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur feng- ist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndar- innar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð. - sv Miðvikudagur skoðun 12 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Garðhúsgögn veðrið í dag 11. maí 2011 108. tölublað 11. árgangur Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka. RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR SKRIFSTOFUSTJÓRI Á BISKUPSSTOFU GARÐHÚSGÖGNSérblað • Miðvikudagur 11. maí 2011 • Kynning Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 1,5 prósent í mars. Þær voru 96.900 í ár en 95.400 í mars í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru um 71 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum. Gistinóttum Íslend-inga fjölgaði þó um tíu prósent samanborið við mars í fyrra. Hjólafélagið tekur til starfa í júní og mun bjóða upp á hjólaferðir með leiðsögn um Reykjavík. Fara frumlegar leiðir O kkur langar að leyfa ferðamönnum að skoða hluta af Reykjavík sem þeir fá venjulega ekki að sjá, til dæmis Elliðaárdalinn og Grafarvoginn, sem er fallegt svæði,“ segir Benedikt Ingi Tómasson hjá hinu nýstofnaða Hjólafélagi sem tekur til starfa í byrjun júní. „Við erum fjórir vinir sem höfum hjól-að mikið og skipulagt ferðir fyrir vini og kunningja í átta ár. Í fyrra fórum við með hátt í 45 manns í þriggja daga hálendisferð. Þá var tekin ákvörðun um að hætta þessu hálfkáki og stofna fyrirtæki,“ segir Benedikt glaðlega. Stefnan var að bjóða upp á stuttar og auðveldar hjólaferðir um Reykjavík. „Við vildum bjóða upp á nokkrar útfærslur. Eina um miðbæinn og síðan aðrar lengri þar sem farið yrði aðeins út fyrir miðbæinn.“ Hjólafélagið verður með fjalla-hjól fyrir viðskiptavini. „Við vilj-um hafa möguleika á að bjóða ferðir út fyrir bæinn. Þannig getur fólk fengið hálendisupp- lifun á aðeins átta tímum,“ segir Benedikt en stutt er í ósnortna náttúru á Hellis- heiði og víðar. Allir eru félagarnir björgunarsveitarmenn og munu sjá um leið- sögn í lengri ferðum. „Við erum að ráða menntaða leiðsögu- menn til að sjá um bæjarferðirnar.“ Nánari upplýs- ingar má nálgast á www.hjola- felagid.is solveig@ frettabla- did.is DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara Hálfgerð trúarbrögð Knattspyrnufélagið Valur fagnar hundrað ára afmæli sínu í dag. tímamót 16 LÖGREGLUMÁL Nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota bárust kyn- ferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, sam- tals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tutt- ugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilis- ofbeldis til deildarinnar. Athygli hefur vakið hversu mörg kynferðisbrot hafa komið upp á síðustu vikum og mánuð- um. Björgvin Björgvinsson, yfir- maður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, segir að yfirleitt hafi þessi mál komið í bylgjum en nú sé það sérstakt áhyggjuefni hversu stöðug aukningin virðist vera. „Þá veldur þetta okkur hjá lög- reglunni miklum áhyggjum því við höfum hreinlega ekki undan,“ segir hann. Auk rannsóknar lögreglu á þeim málum sem komið hafa upp á undanförnum mánuðum hefur hún haft með höndum vinnu að kröfu um framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim brotamönnum sem þörf hefur verið talin á að halda inni vegna rannsóknarhagsmuna eða hagsmuna almennings. Rann- sókn mála hefur þó miðað nokkuð vel miðað við aðstæður, að sögn Björgvins. Rannsókn máls tveggja frænda sem grunaðir voru um að hafa beitt son annars þeirra, á áttunda ári, kynferðisofbeldi er þannig langt komin. Frændurnir eru lausir úr gæsluvarðhaldi. Einn karlmaður situr nú inni eftir að tvær ungar konur kærðu hann fyrir nauðgun í síðasta mán- uði. Hann er í gæslu til 3. júní vegna almannahagsmuna. Einnig situr í gæslu til 3. júní karlmaður sem kærður hefur verið fyrir að níðast á dreng. Hann hefur hlotið dóm fyrir vörslu efnis sem sýnir kynferðisofbeldi gegn börnum. Þá er maður í farbanni sem grunaður er um að hafa brotið gegn ungri fósturdóttur sinni. Karlmaður sem fyrrverandi sambýliskona kærði fyrir nauðgun í apríl er laus úr haldi og sama máli gildir um mann sem stúlka kærði fyrir kynferðisbrot á Austurvelli um þarsíðustu helgi. - jss Lögreglan hefur ekki undan við rannsókn kynferðisbrota Kærum vegna kynferðisbrota hefur rignt yfir lögregluna á höfuðborgarsvæðinu það sem af er þessu ári. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins bárust nær 80 kærur þessa eðlis, auk 23 kæra vegna heimilisofbeldis. Frestur til að svara bréfum rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar rennur út í vikunni: Biskupinn fékk bréf til andmæla nauðganir og 20 barnaníðingsmál hafa verið kærð til kynferðisbrotadeildarinnar í mars og apríl á þessu ári. 33 ÓDÝRT FYRIR ALLA! Nýr tilboðsbæklingur í dag Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Teppi á stigaganginn ykku Eitt verð niðurkomið kr. 5.690 m2 Kvartað yfir Frey KR hefur kvartað til KSÍ vegna meintra óheiðarlegra vinnubragða aðstoðarþjálfara Vals. sport 26 BJART SYÐRA Í dag verða víðast norðan 3-10 m/s. Skýjað að mestu og kólnar N-til en bjart og allt að 16 stiga hiti syðra. VEÐUR 4 4 4 10 11 13 Í ÚRSLIT Vinir Sjonna komust í gær upp úr undanriðli Eurovision-keppninnar sem fram fer í Düsseldorf í Þýskalandi. Matthías Matthíasson smellir hér kossi á Vigni Snæ en þeir félagar taka þátt í lokakeppninni á laugardaginn kemur. NORDICPHOTS/GETTY KARL SIGUR- BJÖRNSSON Listin tekin af stallinum Endemi, nýtt tímarit helgað samtímalist íslenskra kvenna, er ætlað að brúa bilið milli myndlistar og almennings. menning 23 FÓLK „Við erum að springa úr gleði, það er ekkert annað hægt,“ sagði Bjarney Sigríður Sigurjóns dóttir, móðir Sjonna Brink, í gærkvöldi eftir að ljóst var að lagið Aftur heim eða Coming home var komið áfram úr undanriðli Eurovision. Aftur heim var síðasta lagið sem lesið var upp af þeim tíu sem komust áfram í lokakeppn- ina. Bjarney segist alltaf hafa haft trú á að lagið myndi komast áfram. „Við gefumst aldrei upp og vissum að ef lagið yrði ekki lesið upp númer tvö yrði það níunda eða tíunda í röðinni. Það gekk upp.“ Bjarney segir að þótt gleðin sé mikil hafi þetta verið rússibana- reið fyrir fjölskylduna. „Sjonni er búinn að vera hjá okkur hér í kvöld og þess vegna gekk þetta svona vel. Það er ekki spurning,“ segir Bjarney. - kh / sjá síðu 2 Vinir og ættingjar hágrétu: Sjonni var með okkur í kvöld

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.