Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 22
11. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● garðhúsgögn ● TJALDAÐ Í GARÐINUM HEIMA Börnum finnst fátt skemmtilegra á sumrin en að skella sér í útilegu, en á tímum okurverðs á eldsneyti er hætt við að margir neyðist til að sleppa ferðalögum innanlands í sumar. Á sama tíma er óþarfi að svipta smáfólkið fjörinu og þeirri upplifun að kúldrast í svefnpoka undir tjaldhimni á bjartri sumar- nóttu og tilvalið að slá upp tjaldi í garðinum heima. ● VERNDUM HNÉN Garð- verkin geta reynt á líkamann, sérstaklega hnén. Því er um að gera að koma sér upp góðum hnépúðum. Hægt er að kaupa slíka í verslunum sem selja garðáhöld en einnig er hægt að föndra þá heima úr mjúkum svampi og slitsterku líni. ● SNYRTA ÞARF TRÉ REGLULEGA Tré má klippa allan ársins hring. Þægilegra er þó að gera það á lauflausum tíma frekar en yfir hásumarið, svo umfang þess sem hreinsa þarf úr garðinum verði minna. Beittar klippur og sagir má nota á minni greinar en stór tré er best að fella með keðjusög. Gott er að grisja og snyrta trén reglulega. Of þétt trjákróna skyggir á grasflötina svo hún verður mosavaxin. Ráðleggingar um snyrtingu runna og trjáa er meðal annars að finna á www.rit.is. ●ILLGRESIÐ KÆFT MEÐ DAGBLÖÐUM Í baráttunni við illgresi sem sprettur upp í beðum eru ýmsar leiðir færar. Ýmsar tegundir af eitri eru á markaðnum en fyrir þá sem vilja síður nota þau er ráð að kæfa ill- gresið með plasti, dúk eða dagblöðum. Dagblöð henta prýðilega til verksins en þau grotna með tímanum ofan í jarðveginn. Beðið er þakið með þykku lagi af dagblöðum svo hvergi sjáist í jörð og papp- írinn sniðinn utan um þær plöntur sem eiga að standa upp úr. Því næst er 10 til 15 cm lagi af sandi, mómold eða trjákurli stráð yfir dagblöðin. Ef passað er að engin glufa myndist milli dagblaðanna ætti ekki að bóla á illgresinu aftur. Svalir þurfa ekki að ná yfir marga fermetra til að hægt sé að nota þær. Þar gildir að skipuleggja þær vel og jafnvel á allra minnstu svöl- unum má koma fyrir nettum garð- stól og örlitlu hringlaga borði. Til að koma blómum og kryddjurt- um fyrir á litlu rými getur verið gott að hengja blómaker á svala- handriðið, festa ker á vegg og setja blómavasa upp á lítil borð til að nýta plássið. Þá getur komið vel út að leggja fallega útimottu eða annað efni sem þolir að vera úti á svo lítinn gólfflöt. Það gerir sval- irnar hlýlegar og ekki skemmir að mottan sé í skærum, sumarlegum lit. Litlar svalir puntaðar BM Vallá ehf. Breiðhöfða 3 110 Reykjavík Sími: 412 5050 Fax: 412 5001 sala@bmvalla.is bmvalla.is Sumarið er komið! Má bjóða þér landslagsráðgjöf? Hafðu samband við söludeild BM Vallá og við aðstoðum þig við útfærslu hugmynda og efnisval. P IP A R \T B W A · S ÍA · 1 1 1 3 0 8 Happdrætti Allir sem nýta sér landslagsráðgjöf og kaupa í kjölfarið efni til framkvæmda hjá BM Vallá fara í pott og geta unnið ferð til London fyrir tvo. Gildir út árið 2011. Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir, landslagsarkitekt okkar, veitir viðskiptavinum ókeypis ráðgjöf og aðstoð við mótun hugmynda og útfærslu. Ráðgjöfin ásamt tölvuteikningu er þér að kostnaðarlausu. Hafðu samband við sölufulltrúa okkar og pantaðu tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.