Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 34
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 sport@frettabladid.is WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON mun ekki verða ákærður fyrir ummæli sín um Gunnar Jarl Jónsson dómara. Willum fór ófögrum orðum um Gunnar eftir leik KR og Keflavíkur og sagði meðal annars að Gunnar væri ofmetinn. Framkvæmdastjóri KSÍ, Þórir Hákonar- son, hefði getað vísað ummælunum til aganefndar en hann lét það eiga sig. FÓTBOLTI Valsmaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson er besti leikmaður 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Guðjón Pétur átti mjög góðan leik í 2-0 sigri Vals í Grindavík og skoraði flottasta mark umferðarinnar. Guðjón er búinn að skora í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum í Valsbúningum og Valsmenn eru einir á toppnum með fullt hús. „Það er alltaf gaman að skora mörk. Ég hef mjög gaman af því að láta vaða enda sást það í vetur þegar ég setti nokkur,“ segir Guðjón, sem sér ekki eftir því að hafa farið í Val. „Ég hef alltaf haft trú á sjálf- um mér og stefndi alltaf hærra, þannig að þetta er mjög gaman. Ég fór aðallega í Val til þess að bæta mig sem fótboltamann og fá alvöru leiðsögn frá alvöru þjálf- urum. Það hefur heldur betur skilað sér. Ég hef fengið mikið af aukaæfingum í vetur og hef æft mjög vel,“ segir Guðjón, en það er kannski engin tilviljun að hann hafi komist strax inn í hlutina á Hlíðarenda. „Ég þekkti marga stráka í lið- inu áður en ég kom. Við erum allir góðir félagar og höfum verið mikið saman í vetur. Við höfum verið að gera alls konar hluti í kringum félagið og höfum meðal annars verið að hringja á ýmsa Valsara og reyna að fá þá á völlinn,“ segir Guðjón. „Við erum með gott lið en við erum líka tilbúnir að vinna hver fyrir annan og það er kannski aðalatriðið,“ segir Guðjón, sem verður áfram í stóru hlutverki þegar Valsmenn halda upp á 100 ára afmælisdaginn með því að taka á móti ÍBV. - óój Guðjón Pétur Lýðsson var besti leikmaður 2. umferðar í Pepsi-deild karla að mati Fréttablaðsins: Fór í Val til að bæta mig sem fótboltamann GUÐJÓN PÉTUR LÝÐSSON Hefur byrjað vel með Val. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Hinn átján ára gamli leikmaður KR, Ingólfur Sigurðs- son, setti allt í loft upp í Vestur- bænum er hann ákvað að koma umkvörtunum sínum um félagið á framfæri á óvenjulegan hátt. Hann setti inn færslu á samskiptasíðuna Twitter þar sem hann sagði ungum og efnilegum leikmönnum að halda sig frá KR. Ingólfur fjarlægði síðar færsl- una en viðurkenndi í samtali við fótbolti.net að hafa sett færsluna inn viljandi þar sem hann væri til í að gera allt til þess að losna frá KR. Kristinn Kjærnested, formað- ur knattspyrnudeildar KR, sagði við Fréttablaðið að framkoma Ingólfs ylli sér vonbrigðum. Hann segir þó aðstoðarþjálfara Vals, Frey Alexandersson, hafa skipt sér fullmikið af málinu. „Þetta kom okkur á óvart. Heim- ildir okkar, frá Ingólfi sjálfum, herma að Valsmenn hafi verið að ræða við hann. Hann er samn- ingsbundinn KR og það er því ólöglegt. Ingólfur segir að það sé Freyr aðstoðarþjálfari. Við höfum sent formlega kvörtun til KSÍ vegna þessa máls,“ sagði Krist- inn, en hann hefur ekkert rætt við Val vegna málsins. „Drengur- inn er samningsbundinn KR og það vita allir að svona á ekki að vinna hlutina. Samkvæmt okkur upplýsingum er búið að ræða við hann um hugsanleg félagaskipti í Val. Það eina sem við getum gert í því er að senda inn kvörtun. Þetta eru samt kaldar kveðjur til ann- arra sem eru í kringum hann í KR.“ Fréttablaðið hafði samband við Frey og bar þessar ásakanir KR undir hann. „Ég kem af fjöllum og þetta er úr lausu lofti gripið. Ég hef ekki rætt við Ingólf um hans málefni síðan í janúar er við reyndum að fá hann. Þá fór hann í KR. Þetta er rangt,“ sagði Freyr. „Mér finnst ömurlegt að KR sé að klína þessu á mig. Þetta er annað hvort misskilningur eða lygi.“ Ingólfur er samningsbundinn KR út leiktíðina og verður að teljast afar ólíklegt að hann eigi afturkvæmt í leikmannahóp KR eftir upphlaupið. „Flestir geta eflaust sagt sér að það sé ekki mikill áhugi að vinna með manni sem kemur svona fram. Við förum yfir það í rólegheitum hvað gerist næst í hans málum,“ sagði Kristinn en samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins kemur vel til greina hjá KR að lána Ingólf. Valur er ekki möguleiki sem stendur en Þór á Akureyri fær leikmanninn hugsanlega að láni. Hvort Ingólfur vill fara þangað er önnur saga. henry@frettabladid.is Saka Frey um óheiðarleg vinnbrögð KR hefur sent inn formlega kvörtun til KSÍ vegna Freys Alexanderssonar, aðstoðarþjálfara Vals. KR-ingar halda því fram að Freyr hafi rætt við Ingólf Sigurðsson, leikmann KR, um að koma í Val án leyfis Vestur- bæinga. Freyr vísar ásökunum KR-inga á bug og segist koma af fjöllum. Ingólfur vill losna frá KR. KEMUR AF FJÖLLUM Freyr Alexandersson, til hægri, segir ekkert hæft í ásökunum KR-inga. Hann hafi ekki rætt við Ingólf um að koma í Val. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON … og passar með öllu www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA FÓTBOLTI Í gær var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni KSÍ, Valitor- bikarsins. Tveir úrvalsdeildarslagir verða í næstu umferð en FH tekur á móti Fylki og KR þarf að sækja Stjörnuna heim á gervigrasið. Leikirnir fara fram 25. og 26. maí. - hbg Dregið í Valitor-bikarnum: Tveir úrvals- deildarslagir FH FÆR FYLKI Bikarmeistararnir eiga erfitt verkefni fyrir höndum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 32 liða úrslit Njarðvík - HK Breiðablik - Völsungur Léttir - KFS Fjölnir - Selfoss BÍ/Bolungarvík - Reynir S. Þór - Leiknir F. ÍR - Þróttur R. Berserkir - Fram Valur - Víkingur Ó. FH - Fylkir KV - Víkingur R. Kjalnesingar - ÍBV Höttur - Keflavík Haukar - KF Stjarnan - KR KA - Grindavík FÓTBOLTI ÍBV samdi í gær við hinn 34 ára gamla miðjumann Bryan Hughes. Hughes er afar reyndur miðju- maður sem lék til margra ára í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið á mála hjá Birmingham, Charlton, Hull og Derby svo einhver lið séu nefnd. Eyjamenn eru samt ekki hættir á leikmannamarkaðnum, en þeir leita enn logandi ljósi að fram- herja. - hbg ÍBV fékk nýjan leikmann: Reyndur miðju- maður til Eyja Lið 2. umferðarinnar Hér fyrir neðan má sjá lið 2. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Sigmar Ingi Sigurðsson, Breiðabliki Daníel Laxdal, Stjörnunni Pétur Viðarsson, FH Egill Atlason, Víkingi Viktor Örn Guðmundsson, FH Janez Vrenko, Þór Björn Daníel Sverrisson, FH Guðjón Pétur Lýðsson, Val Christian Mouritsen, Val Albert Brynjar Ingason, Fylki Óskar Örn Hauksson, KR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.