Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 8
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR Aðskiljum ríki og kirkju Hvatning til stjórnlagaráðs Við undirrituð hvetjum stjórnlagaráð að bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar. Við teljum að stjórnarskrá Íslands eigi að tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- eða lífsskoðunum þeirra. Mikill meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Frá árinu 1993 hafa skoðanakannanir ítrekað sýnt að mikill meiri- hluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Samkvæmt könnun Capacent frá 2010 kemur í ljós að „Ríflega 73% þeirra sem taka afstöðu annað hvort með eða á móti aðskilnaði ríkis og kirkju segjast nú hlynnt honum en tæplega 27% eru andvíg aðskilnaði.“* Er þetta sambærileg niðurstaða og fékkst 2009 en þá kom enn fremur fram að 70% þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju. Í stuttu máli er mikill meirihluti allra Íslendinga, óháð trúarafstöðu, lífsskoðun eða trúfélagsskráningu hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Leyfum þjóðinni að kjósa Þó að mikill meirihluti Íslendinga vilji aðskilja ríki og kirkju telja undirrituð að vænlegast sé að stjórnlagaráð leggi fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrárinnar sem verður síðan lögð undir dóm kjósenda í þjóðaratkvæði samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Þannig getur almenningur kosið sérstaklega um aðskilnað ríkis og kirkju óháð öðrum tillögum stjórnlagaráðs. Undirrituð: Aðgerðir til aðskilnaðar ríkis og kirkju (AARK). Ásatrúarfélagið. Búddistasamtökin SGI á Íslandi. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur og forstöðumaður Fríkirkjunnar við Tjörnina. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK). Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi. Vantrú. Heimild: *Capacent http://www.capacent.is/frettir-og-frodleikur/thjodarpulsinn/thjodar- pulsinn/2010/10/06/Malefni-kirkjunnar/ SARK - Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju greiddu fyrir þessa auglýsingu. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Námskeið um réttindi lífeyrisþega 12. maí: Útibúið í Hamraborg, Hamraborg 8 19. maí: Útibúið á Selfossi, Austurvegi 20 Farið verður yfir núgildandi reglur á réttindum og greiðslum lífeyrisþega hjá Tryggingastofnun. Skráning og nánari upplýsingar á vef bankans og í síma 410 4000. Fjölbreytt úrval af rafskutlum Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is ALÞINGI Í frumvarpi um breytingar á barnalögum sem Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær er lögð áhersla á að styrkja sáttaferlið í þeim tilvikum sem foreldrar geta ekki komið sér saman um forræði. Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá með dómi, að því er Ögmundur greinir frá. „Sú leið var í frumvarpinu þegar það kom inn á mitt borð síðastliðið haust. Ég tók þá leið út með hlið- sjón af því sem ég tel vera slæma reynslu annars staðar á Norður- löndum hvað þetta snertir. Þar eru uppi ýmsar efasemdaraddir um ágæti þess fyrirkomulags. Danir eru til dæmis að leggja lokahönd á mikla úttekt um það mál.“ Ráðherrann segir það hafa sýnt sig að dómskerfið sé ekki alltaf í takt við veruleikann. „Markmiðið sem við stefnum að er að tryggja rétt barnsins við foreldra sína og að sú umgengni verði í eins mikilli fjölskyldusátt og hægt er.“ Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sagði á þingfundi í gær að þrátt fyrir aukna áherslu á sáttaleið myndu forræðismál engu að síður fara fyrir dómstóla. Hann benti á að rökstuðningurinn fyrir heimild dómara til að úrskurða sameigin- lega forsjá væri ágætur í frum- varpinu. „Það er þess vegna undrunarefni að ráðherra taki heimildina út.“ Innanríkisráðherra vísaði í rann- sóknir annars staðar á Norðurlönd- um og vaxandi efasemdir um að reynslan þar væri góð. Guðmundur kallaði þá eftir rannsókn á reynslu af þessum málum á Íslandi. Ögmundur segir frumvarpið fela í sér grundvallaruppstokkun og endurmat á barnalögum. „Það byggir á vinnu sem hefur staðið sleitulaust frá haustinu 2008. Það má segja að grundvallarstefið í þessu frumvarpi sé að skoða allt umhverfið frá sjónarhóli barnsins og markmiðið er að styðja réttar- stöðu barns í hvívetna enda er vísað í samþykktir Sameinuðu þjóðanna um þau efni.“ Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins var fullgilt- ur á Íslandi árið 1992. Hann hefur ekki verið lögfestur en Alþingi sam- þykkti árið 2009 þingsályktunartil- lögu þess efnis. ibs@frettabladid.is Styrkja á sáttaferlið í forræðisdeilum Ekki á að heimila dómurum að skera úr um sameiginlega forsjá barns með dómi. Efasemdaraddir eru annars staðar á Norðurlöndum um slíkar heimildir dómara, að sögn innanríkisráðherra. Frumvarpið sætti gagnrýni á Alþingi í gær. BARNALÖG Breytingar á barnalögum eiga að styðja réttarstöðu barna. NORDICPHOTOS/GETTY DANMÖRK Lögreglan á Fjóni gæti verið komin á sporið með að leysa dularfullt morðmál sem hefur vakið mikla athygli um alla Danmörku. Lýst hefur verið eftir manni og hafa þegar borist fjölmargar ábendingar. Hjónin Bjarne Johannessen og Heidi Nielsen voru skotin til bana á kvöldgöngu í skógi við Óðinsvé hinn 13. apríl síðastliðinn og hefur lögreglu lítt miðað í rannsókn sinni fram að þessu. Fyrir nokkru fannst þó veski sem stolið hafði verið af Johann- essen eftir morðin við húsnæði júdófélags skammt frá vettvangi glæpsins. Sama kvöld og morðin áttu sér stað sást grunsamlegur maður við júdóklúbbinn, en hann sást einnig á upptökum úr öryggismyndavélum við sundlaug sama kvöld. Sundlaug- in er einmitt miðja vegu milli morð- vettvangsins og júdóklúbbsins. Maðurinn sem lýst er eftir er um þrítugt og var með kringlótt gler- augu og ljósbrúnt kaskeiti. Lög- regla leggur áherslu á að maður- inn sé ekki grunaður um morðin, en hún vilji þó ná tali af honum út af málinu. - þj Vatnaskil í dularfullu glæpamáli í Óðinsvéum: Lögreglan komin á sporið í morðmáli LÝST EFTIR MANNI Lögreglan á Fjóni lýsir eftir manni sem gæti gefið mikil- vægar upplýsingar um morð á miðaldra hjónum í síðasta mánuði. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.