Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2011 Í grein í Fréttablaðinu 3. maí vekur Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráð- herra athygli á góðum árangri Íslendinga í mæðravernd og ung- barnaeftirliti. Hvergi í heiminum er dánartíðni ungbarna lægri en hér. Þetta er ekki sjálfsagður hlutur þegar haft er í huga að 40% barna sem deyja í heiminum innan fimm ára aldurs eru yngri en fjögurra vikna gömul. Í þessu samhengi hvetur ráðherra okkur til að styrkja þróunarlöndin til að efla mennta- og heilbrigðiskerfi sitt og búa þannig mæðrum og börnum betri lífsskilyrði. Í samanburði við þróunar- löndin hafa íslenskar mæður og börn ekki ástæðu til að kvarta. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk veit upp á hár hvað þarf til að koma barni lifandi í heiminn og gerir allt sem í mannlegu valdi stend- ur til að halda móður og barni á lífi. Ef við berum okkur hins vegar saman við nágrannalöndin er ljóst að við stöndum þeim langt að baki í heilbrigðisþjónustu við börn yngri en fimm ára og for- eldra þeirra. Eins og í þróunar- löndunum stafar slæleg staða okkar að stórum hluta af þekk- ingar- og menntunarskorti. Þótt nokkuð hafi miðað í framfaraátt á undanförnum árum er þekking á tilfinningalegum þörfum ung- barna enn í skötulíki. Við tökum alls ekki nægilegt mið af tengsla- þörf ungra barna og gefum því takmarkaðan gaum hversu mikil áhrif viðmót fullorðinna hefur á sjálfsmynd barna og heilsu. Rann- sóknir í taugavísindum hafa sýnt að örugg og ánægjuleg tengsl við þá sem annast barnið byggja upp þann hluta barnsheilans sem sér um samskipti og félagslega færni þegar fram líða stundir. Aftur á móti valda óviðeigandi og ófyrirsjáanleg við- brögð ungum börnum mikilli streitu sem getur dregið úr vexti heilans, veikt ónæmis- kerfið og valdið marg- víslegum þroska- og heilsufarsvanda fram á fullorðinsár. Í nýlegum sjón- varpsþætti á RÚV, „Villtar mæður og afkvæmi þeirra“, sagði David Atten- borough að mæður spendýra gæfu börn- um sínum ekkert dýrmætara en tíma. Mannabörn eru ekk- ert öðruvísi en önnur spendýr hvað þetta varðar. Þau þarfnast tíma sinna nánustu. Börn þurfa sárlega á því að halda að foreldrar sýni þeim umhyggju og áhuga og bregðist við þörfum þeirra jafnt og þétt. Flest börn eru svo lánsöm að eiga foreldra og fjölskyldu sem uppfylla þess- ar þarfir. Önnur eiga foreldra sem þurfa stuðning til þess að geta sett þarfir þeirra í forgang, ýmist í formi fræðslu, hagnýtrar aðstoðar eða sérhæfðrar meðferð- ar. Þarna þarf að efla okkar ann- ars ágæta velferðar- og mennta- kerfi. Bæta þarf menntun á heilbrigðissviði, breyta áherslum í heilsugæslu og vekja almenning og ráðamenn til vitundar um að viðvarandi streita ungra barna er ekki síðri ógn við heilsu þeirra en vannæring. Dagana 10.-14. maí munu Kiw- anis-samtökin standa fyrir sölu K-lykilsins og verður hluta ágóð- ans varið til þess að byggja upp Miðstöð foreldra og barna. Mið- stöðinni er ætlað að fylla í tómarúm í íslensku heilbrigðis- kerfi með því að veita meðferð þeim for- eldrum sem eiga í erfiðleikum með að tengjast ungum börn- um sínum, t.d. vegna áfalla, þunglyndis eða annars geðheilsu- vanda. Það hefur reynst þungur róður að koma slíkri starf- semi á laggirnar, en í framtíðinni hlýtur geðheilbrigðisþjón- usta við ung börn og foreldra að verða jafn sjálfsagður hlutur og hefðbundin mæðra- vernd og ungbarnaeftirlit. Við sem stöndum að Miðstöð foreldra og barna teljum löngu tímabært að bæta þjónustu við þennan hóp. Okkur finnst óverjandi að ung börn og foreldrar í bráðum vanda séu látin bíða lengur eftir að það kvikni á perunni hjá stjórnmála- mönnum. Þess vegna leitum við liðsinnis almennings. Sem sam- félag höfum við náð að tryggja að sem flest börn fæðist lifandi. Nú þurfum við að taka höndum saman og hlúa að tilfinninga- legum þörfum barna, draga úr streituvöldum og leggja með því grunn að farsæld í lífi þeirra. Tengslaþörf komin á dagskrá Uppeldi Sæunn Kjartansdóttir sálgreinir og einn for- svarsmanna Mið stöðvar foreldra og barna Okkur finnst óverjandi að ung börn og foreldrar í bráðum vanda séu látin bíða lengur. www.skra.is ÞÍ 2 01 10 50 9 RR S Nú geturðu tilkynnt flutning á netinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.