Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2011 13 AF NETINU Íslenska efnahagsundrið, í alvöru En hitt þykir mér undarlegt að aftur virðast Íslendingar forðast að líta í þann spegil sem erlendir fjölmiðlar draga fram, jafnvel þó að myndin sem þar birtist sé mun fegurri en sú sem dreginn var upp árið 2006. Hagstjórn Íslendinga, sem áður var gert grín að, hlýtur nú aðdáun víða um heim og ríki sem hafa farið óvarlega, svo sem Dubai, eru ekki lengur kölluð nöfnum eins og „Ísland eyðimerkurinnar“. dv.is/blogg/skotgrofi n Valur Gunnarsson Atburðurinn um síðustu helgi, þegar hælisleitandi frá Íran, Mehdi Pour, sagðist myndu kveikja í sér, á skrifstofu Rauða Kross Íslands í Efstaleiti var áfall fyrir margt fólk, ekki síst sjálfan mig. Hann varð þar með sjálfum sér og öðrum hættuleg- ur, enda hann var yfirbugaður af lögreglumönnum. Eins og fréttir hermdu ítarlega sótti Mehdi um hæli á Íslandi árið 2005 og hefur verið að berjast fyrir rétti til að dveljast hér á landi í sjö ár. Venjulegt ferli meðferðar um hælisumsókn byggir á tveim- ur stigum. Á fyrra stigi er kveð- inn upp úrskurður hjá Útlend- ingastofnun og ef viðkomandi er ekki sáttur við þann úrskurð getur hann áfrýjað úrskurðinum til innanríkisráðuneytisins og er þá málið komið á annað stig. Ef viðkomandi er enn ósáttur við úrskurð ráðuneytisins á viðkom- andi rétt á að höfða málið við héraðsdómstóla en samt hindrar það ekki að yfirvöld geta vísað viðkomandi hælisleitanda á brott úr landinu. Mehdi hafði farið alla þessa leið í kerfinu undanfarin sjö ár nema að ekki var búið að vísa honum burt úr landi. Jafnvel þótt hælisleitandi hafi fengið endanlega synjun hjá inn- anríkisráðuneytinu getur hann dvalið áfram á Íslandi. Helstu ástæður þess eru t.d.: A) Hætta á ofsóknum eða pynt- ingum eru til staðar í heimalandi umsækjanda (þó að hann upp- fylli ekki kröfur til þess að fá stöðu sína sem flóttamaður viður- kennda). B) Ekki er hægt að sýna fram á hvaðan umsækjandi kemur eða mögulegt heimaland umsækjanda afneitar honum sem ríkisborgara og neitar að taka við honum. C) Sérstakar aðstæður eru fyrir hendi eða mannúðarsjónar- mið mæla með því að brottvísun sé frestað. Að mínu viti eru fjórir eða fimm hælisleitendur við á Íslandi núna sem hafa eytt meira en fimm árum í biðstöðu eftir að hafa feng- ið synjun um hæli. Mehdi er einn þeirra. Undir þessum kringum- stæðum geta þeir ekki búið sér venjulegt líf eins og venjulegt fólk gerir. Þeir geta ekki gert neinar áætlanir eins og að kaupa sér íbúð, eignast lífsförunaut, barn og svo framvegis. Til þess að bæta úr þessum háskalegu aðstæðum breyttust lögin í síðasta hausti og núna mega yfirvöld gefa dvalarleyfi hælisleit- anda sem hefur haft dvalarleyfi til bráðabirgða (veikara leyfi en almennt tímabundið dvalarleyfi) lengur en tvö ár. Í viðtali við Vísir.is hinn 6. maí sl. sagði Ögmundur Jónasson inn- anríkisráðherra meðal annars: „Reglunum hefur verið breytt, til hins betra að mínu mati og ekki hægt að tala um að hann (Mehdi) hafi verið að velkjast um í kerf- inu.“ Hann sagði að viðbrögð Mehdi hefðu hugsanlega byggst á misskilningi. Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann beiti Útlendinga- stofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í „ljósi og anda hinnar nýju lagabreyting- ar“. Lagabreytingarnar sem sam- þykktar voru á Alþingi síðasta haust eru til að tryggja lágmarks- mannréttindi hælisleitenda á þeirri forsendu og viðurkenningu að ekki er hægt að staðfesta eða skýra allar sögur hælisleitenda þrátt fyrir margra ára rannsókn- ir, af ýmsum ástæðum. Mér skilst að nú sé þessi nýi andi laganna orðinn um málefni hælisumsókn- ar, en engu að síður sýnist mér eins og starfshættir Útlendinga- stofnunar byggist áfram á gömlu lögunum. Að sjálfsögðu þekki ég ekki vinnubrögð Útlendingastofn- unar til hlítar og því ætla ég ekki að gagnrýna hana einhliða, en samt get ég ekki séð neina skýra breytingu í viðhorfi Útlendinga- stofnunar varðandi mál Mehdis. Ég tel að stofnunin þurfi a.m.k. að sýna fram á helstu ástæður þess að hún getur ekki útvegað Mehdi almennt dvalarleyfi eftir að málið er orðið opinbert með þessum hætti. Nú er boltinn hjá Útlendinga- stofnun og einnig innanríkis- ráðuneytinu. Ég óska innilega að yfirvöld okkar sýni almenningi áþreifanlega að lögum um hælis- mál hafi verið breytt. Nýr andi laganna nái til stöðu Mehdi Flóttafólk Toshiki Toma prestur innflytjenda Ég fagna orðum Ögmundar og vona að hann veiti Útlendingastofnun þrýstingi til að skoða málið aftur sem allra fyrst í „ljósi og anda hinnar nýju lagabreytingar“. Þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar Dagskrá: Mat á flæði beinnar erlendrar fjárfestingar í orkufrekan iðnað á Íslandi Dr. Helga Kristjánsdóttir, hagfræðingur Orkutengd verkefni til atvinnuuppbyggingar Þórður Hilmarsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu Þjóðhagslegur ávinningur orkutengds iðnaðar Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls Fundarstjóri: Gunnar Guðni Tómasson, deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR Fundurinn er opinn og aðgangur ókeypis. Skráning á www.si.is Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð Föstudaginn 13. maí kl. 8.30 - 10.00 Skattheimta og hagvöxtur Ragnar Árnason prófessor. Þróun skatta og gjalda 2005–2011 Vala Valtýsdóttir, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Fundarstjórn Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte. Samantekt Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Eimskipafélags Íslands. Skattar, gjöld og hagvöxtur 2005 og 2011 Hvað hefur breyst? Skráning á www.deloitte.is, netfanginu skraning@deloitte.is og í Deloitte heldur morgunverðarfund um skattabreytingar og tengsl skattheimtu og hagvaxtar í Turninum, 20. hæð fimmtudaginn 12. maí kl. 8.15–10.00 PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 0 33 0 6 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MÁ BJÓÐA YKKUR MEIRI VÍSI? Stærsti frétta- og afþreyingarvefur landsins. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.