Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 28
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR20 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars - dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. eldur, 6. tveir eins, 8. taflmaður, 9. sjór, 11. í röð, 12. ofanálag, 14. skermur, 16. tveir eins, 17. beita, 18. umfram, 20. tvíhljóði, 21. fimur. LÓÐRÉTT 1. þurrka út, 3. hola, 4. tilgáta, 5. svelg, 7. svikull, 10. skammstöfun, 13. klettasprunga, 15. sleit, 16. kóf, 19. bókstafur. LAUSN Adam og Eva eru bæði nógu sterk til að standast eplið þannig að þeirra er freistað með tækninni. Epla- safi Hola! Hvað segiði um smá salsa!? Nei! Eða hvað? Ég er ekki sammála því. Ekki sammála hverju? Bara því sem þú varst að segja. Ég sagði ekki neitt. og því sem þú ert líkleg til að svara... að eilífu. Ef þig langar að rífast skaltu bara segja það. Þá því sem þú varst að hugsa um að segja Beagle er uppá- halds hundateg- undin mín. Mín líka. Þú mátt það ekki; ég sagði Beagle fyrst! Og? Þú mátt ekki herma eftir mér. Þú verður að velja einhverja aðra tegund. Það er ekki sann- gjarnt að mér þurfi að líka við eitthvað sem ég hata! Skilurðu mig? Yfirleitt ekki. LÁRÉTT: 2. logi, 6. ff, 8. peð, 9. mar, 11. tu, 12. álegg, 14. skjár, 16. kk, 17. áta, 18. auk, 20. au, 21. frár. LÓÐRÉTT: 1. afmá, 3. op, 4. getgáta, 5. iðu, 7. falskur, 10. rek, 13. gjá, 15. rauf, 16. kaf, 19. ká. Tilboð Kæli- og frystiskápar sem hafa innbyggða klakavél með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. kr. 369.000 stgr. Verðlistaverð kr. 461.250 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN FÁÐU BEITTUSTU BRANDARANA Í SÍMANN m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Skopmyndir Halldórs Baldurssonar eru á Vísi Gljáfægðir liðu búðargluggarnir hjá, full-ir af handgerðu súkkulaði og hátísku- fatnaði. Fyrirhafnarlaus fegurð geislaði af farðalitlum andlitum Parísar-skvísanna. Eftir bökkum Signu stikuðu franskir herra- menn svo ábúðarfullir á svip að um huga þeirra hlutu að fara hugsanir samboðnar Descartes þótt umbúðirnar jöfnuðust á við Olivier Martinez. Þar sem ég sat í aftursæti leigubíls sem ók mér frá aðallestarstöð Par- ísarborgar á hótelið sem ég hugðist dvelja á eina helgi hríslaðist um mig eftirvænt- ing sem aðeins yfirvofandi „croissant“-át og biðin eftir kampavíni geta framkallað. Ekkert gat raskað fullkomleika helgarinnar sem fram undan var. Eða næstum ekkert. ÞEGAR á leiðarenda var komið virtist tíma- bundið minnisleysi ljósta leigubílstjórann. Hann kannaðist skyndilega ekkert við að hafa samið við mig um verð við upphaf túrsins. Eftir karp tókst mér þó að greiða aðeins tveimur evrum meira en um hafði verið samið. En það skipti engu. Ferða- mannastoltið var sært og gljáinn hvarf af París; franski karlpening- urinn var skyndilega jafnslepju- legir og frönsku smjördeigshornin, skvísurnar gangandi hroki og handgerða súkkulaðið óvinveittur aðskotahlutur á mjöðmunum á mér. ÞESSI reynsla mín af París rifjaðist upp fyrir mér þar sem ég var stödd í flugvél Iceland Express nýverið. Við hlið mér sat rúmlega byggður Breti sem flæddi óþarflega mikið yfir í sætið mitt. Ég sperrti því eyrun þegar flugfreyj- an auglýsti í kallkerfinu sæti til sölu með extra fótaplássi. Verð fyrir uppfærslu sagði hún 2.500 krónur – eða 20 pund. Ég kipptist við. 2.500 kr. voru ekki nema rúm 13 pund. 20 pund voru 3.700 kr. Þetta hlutu að vera mistök í gengisútreikningum. Hvorki ég né sætisfélaginn ákváðum að splæsa í betra sæti. Við keyptum okkur hins vegar bæði dós af Kóki. Fyrir drykkinn greiddi ég 250 kr. Fyrir sömu vöru greiddi Bretinn tvö pund, samtals 370 kr. Þetta höfðu þá ekki verið mistök. EKKI er langt síðan umræða um mismun- andi verðlag fyrir Íslendinga og útlendinga á túristastöðum á borð við Bláa lónið komst í hámæli. Sitt sýnist hverjum um sanngirni slíkra viðskiptahátta. Það getur hins vegar ekki talist góð langtímafjárfesting í ferða- mannaiðnaði að kreista út úr túristum sem hingað koma smá auka klink þegar eng- inn sér til. Tvær evrur nægðu til að varpa skugga á helgarferð mína til Parísar. Við hljótum að vilja að ferðamenn sem sækja Ísland heim hverfi jákvæðir frá landinu; að þeir mæli með áfangastaðnum við vini og snúi jafnvel aftur sjálfir. Ísland markaðs- setur sig með slagorðinu „inspired by Ice- land“. Látum ferðamenn ekki halda að það sé „cheated by Iceland“. „Cheated by Iceland“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.