Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 6

Fréttablaðið - 11.05.2011, Page 6
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR6 Tónlistarhúsið Harpa verður opnað formlega á föstudaginn en fram- kvæmdum á að ljúka í sumar. Að baki er margra ára barátta fyrir bygging- unni og basl við að klára hana. Fréttablaðið leit yfir sögu tónlistarhússins. Þó að rætt hafi verið um nauðsyn tónlistarhúss í langan tíma var það ekki fyrr en í byrjun árs 1999 sem ríkið og Reykjavíkurborg til- kynntu að þau ætluðu að beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar í miðborg- inni. Ári seinna var samþykkt tillaga um afmörkun lóðar við Austurbakka Reykjavíkurhafn- ar undir húsið og efnt var til hug- myndasamkeppni um skipulag lóðarinnar og næsta nágrennis. Samningur um byggingu tónlist- arhúss og ráðstefnumiðstöðv- ar var síðan undirritaður í apríl árið 2002. Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem þá voru fjármálaráðherra og borgar- stjóri Reykjavíkur, undirrituðu samninginn ásamt Tómasi Inga Olrich, þá menntamálaráðherra, og Sturlu Böðvarssyni, þáver- andi samgönguráðherra. Tekið var fram í samningnum að um einkaframkvæmd yrði að ræða, og að sami einkaaðili myndi einnig reisa og reka alþjóðlegt hótel á eigin kostnað. Ríki og borg stofnuðu einkahlutafélagið Austurhöfn-TR til þess að hrinda verkefninu í framkvæmd. Fjárhagslega sterkur fram- kvæmdaraðili valin Útboðslýsing kvað á um að tón- listarhúsið yrði sautján þúsund fermetrar að stærð og að hótelið yrði átján til tuttugu þúsund fer- metrar. Þá var gert ráð fyrir 38 þúsund fermetrum í öðrum bygg- ingum sem framkvæmdaaðili myndi kaupa byggingarétt á og ráðstafa að vild. Fjórum tilboðum var skilað í verkið en einn hópur- inn hætti við þátttöku í janúar 2005. Hinir þrír skiluðu fortil- boðum inn í maí sama ár og síðar var tveimur boðið að halda áfram og þróa tillögurnar enn frekar. Í ágúst lágu endanleg tilboð fyrir og tilkynnt var að eignarhalds- félagið Portus Group, í eigu Landsbankans og Nýsis, sem voru að hluta í eigu Björgólfs Guð- mundssonar, hefði hreppt hnossið við hátíðlega athöfn hinn 21. sept- ember 2005. Tilboðið hljóðaði upp á rúmlega tólf milljarða stofn- kostnað, en árlegt framlag ríkis og borgar var áætlað að hámarki 600 milljónir á ári. Gengið var til samninga við Portus-hópinn í mars 2006, en Björgólfur Guðmundsson var sem kunnugt er stjórnarfor- maður Portusar. Tillaga hópsins þótti hafa vinninginn í bygging- arlist, lausn á rekstri bílastæða, viðskiptaáætlun, fjárhagsleg- um og stjórnunarlegum styrk, og metnaðarfullri dagskrá og starfsemisáætlun. Hin tillagan, tillaga Fasteignar/Klasa, þótti Portusi fremri í hönnun og heild- arskipulagi. Matsnefndin sem tók um þetta ákvörðun taldi að fyrir- tækið Portus væri öflugt og fjár- hagslega sterkt og tillagan væri í fullu samræmi við menningarleg markmið. Framkvæmdir stöðvast Framkvæmdir hófust eftir að gengið hafði verið formlega frá samningum í mars 2006 og var fyrstu steypunni rennt í mótin í janúar 2007. Þegar framkvæmdir hófust var gert ráð fyrir að þeim yrði lokið árið 2008 en í júlí 2006 tilkynnti ríkisstjórnin þáverandi að hún vildi fresta framkvæmd- um um eitt ár til að sporna gegn þenslu. Þá sagði menntamálaráð- herrann Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir að hún gerði ráð fyrir að húsið risi ekki síðar en vorið 2010. Í kjölfar efnahagshrunsins fór Portus svo í þrot og framkvæmd- ir við Hörpu stöðvuðust í nóvem- ber 2008. Þá stóð hálfklárað tón- listarhúsið nánast óhreyft fram í mars 2009, þegar ríki og borg tóku ákvörðun um að taka við verkefninu og ljúka við bygg- ingu hússins. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sagði þá að horft hefði verið í langtímakostn- að, sem gæti allt að tvöfaldast ef framkvæmdum hefði verið hætt þá. Jafnframt væri um 600 störf að ræða. Austurhöfn, sem var og er í eigu borgarinnar og ríkisins, tók yfir bæði Portus og Situs. Hið síðarnefnda hafði verið stofnað utan um byggingareitina að tón- listarhúsinu, en Portus sá um framkvæmdir og rekstur húss- ins. Á sama tíma var gengið frá samkomulagi við Íslenska aðal- verktaka um að klára byggingu hússins. 17,5 milljarðar í að klára verkið Austurhöfn keypti jafnframt átta milljarða króna kröfu gamla Landsbankans á Portus, en ekk- ert var gefið upp um kaupverðið. Ljóst var þó að það var langt frá átta milljörðum og Landsbank- inn sat því uppi með tapið. Nýju bankarnir, Arion, Íslandsbanki og Landsbanki, veittu Austur- höfn síðan sambankalán upp á allt að 17,5 milljarða króna, sem var reiknaður kostnaður við að klára verkið. Sú upphæð stend- ur enn, að sögn Stefáns Her- mannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar. Fyrir viku hélt Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sína fyrstu tónleika í nýjum heimkynnum og vígði þar með Hörpu. Opnunarhátíðin verð- ur haldin um næstu helgi og verð- ur hún öllum opin. Þar verða um þúsund flytjendur og er ætlunin að þar verði þverskurður íslensks tónlistarlífs. Þrautaganga Hörpu HARPA VIÐ FYRSTU TÓNLEIKA Svona var umhorfs fyrir utan Hörpu 3. maí, daginn fyrir fyrstu tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSI Geir Haarde, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Björgólfur Guðmundsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristrún Heimisdóttir voru kát þegar tilkynnt var að félag Björgólfs, Portus, hefði þótt hafa bestu tillöguna að byggingu tónlistarhúss. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TILLAGA PORTUSAR Upphaflega áttu hótel og höfuðstöðvar Landsbankans að rísa við hlið tónlistarhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þórunn Elísabet Bogadóttir thorunn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Saga Hörpu hingað til TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk Nýjar og betri umbúðir! Þeir sem óska eftir að leigja sölutjald þann 17. júní nk. í Reykjavík þurfa að skila inn umsókn fyrir þriðjudaginn 24. maí fyrir kl. 16.00 í Skátamiðstöðina Hraunbæ 123. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á vefnum www.skataland.is Vakin er athygli á því að lausasala á hátíðarsvæðinu er bönnuð. Sölutjöld eru einungis leigð félögum og samtökum sem sinna æskulýðs- og íþróttastarfi í Reykjavík, en ekki einkaaðilum. Umsóknir um sölutjöld 17. júní 2011 í Reykjavík Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur | Skátasamband Reykjavíkur fyrir 12 mánaða og eldrihipp.is Við lífrænt Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.