Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 14
14 11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Hún er risin, Harpa okkar er mætt á staðinn á fallegum stað við Austurhöfnina í Reykja- vík. Ekki degi of snemma. Því eru þó ekki allir sammála. Sumir vildu reyndar strax á erfiðum haustdögum ársins 2008 hætta öllum framkvæmdum og aðrir jafna húsið við jörðu. Kannski að einhverju leyti skiljanleg viðbrögð á þeim tíma en sem betur fer varð enginn einhugur um þá leið. Í desember 2008 við fjárlaga- gerðarvinnu fyrir árið 2009 var þó fólk úr öllum flokkum sem lagði hart að þáverandi ábyrgðar- mönnum framkvæmdarinnar, ráð- herrum og borgarstjóra að fresta öllum aðgerðum við húsið, ein- hverjir til að fara auðveldu leiðina við að brúa fjárlagabilið en aðrir vegna rótgróinnar andstöðu við tónlistarhúsið sjálft. Í þessu sem öðru voru þetta skrýtnir tímar. Í ríkisstjórn er eðlilegt að hver fagráðherra haldi uppi ákveðnum vörnum og sjónarmiðum vegna framgangs verkefna sem undir hans ábyrgðarsvið heyra. Að sama skapi er ekki alltaf hægt að vænta stuðnings frá öðrum ráð- herrum, ekki síst þegar erfðiðir tímar blasa við. Þeir ráðherrar sem enn sitja í ríkisstjórn frá árinu 2008 sýndu verkefninu um tónlistar- og ráðstefnuhús engan sérstakan áhuga meðan að þáver- andi fjármálaráðherra en ekki síst forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fylgdist með hverju skrefi sem tekið var og studdi þær ákvarð- anir sem fyrir voru lagðar vegna fjárlagagerðarinnar. Svo verk- efnið héldi áfram og yrði klárað. Borgarstjóri þáverandi stóð einnig vaktina í lok árs 2008 og hélt henni síðan áfram í samvinnu við núverandi mennta- og menn- ingarmálaráðherra sem eflaust varð líka fyrir þrýstingi ýmsum. Eiga þær stöllur, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Katrín Jakobs- dóttir mikinn heiður skilinn. Talandi um erfiða tíma þá hefði einnig verið afar þungbært að hætta framkvæmdum og þar með ákveða að um 600 Íslendingar, eins og smiðir, verkfræðingar, píp- arar, hönnuðir, tæknifræðingar, rafvirkjar, hefðu misst vinnuna á sama tíma og atvinnustig var hríð- lækkandi í landinu. En einhvern veginn er eins og önnur lögmál gildi þegar kemur að uppbygg- ingu á sviði menningarmála. Eins og það sé erfitt að hugsa menn- inguna í stærra samhengi. Með Hörpu var tekinn slagur; slagur fyrir okkar glæsilegu Sin- fóníuhljómsveit og eflingu tónlist- ar enn frekar í landinu. Sá slagur byrjaði fyrir meira en þremur ára- tugum og hefur staðið yfir sleitu- laust síðan með hæðum og lægð- um. Þar hafa margir lagt gjörva hönd á plóg sem seint verður fullþakkað. Mesta orrahríðin um framtíð Hörpu á lokadögum ársins 2008 sýnir að miklu skiptir að auka skilning á þeim andlegu og ver- aldlegu verðmætum sem listsköp- un margs konar hefur fyrir sam- félagið allt til lengri og skemmri tíma. Þar holar dropinn steininn. Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa mun hafa mikil áhrif á menningarlíf og ferðamannaþjón- ustu okkar Íslendinga. Árið 2005 þegar tilkynnt var um hvaða til- laga hefði verið valin fyrir tón- listar- og ráðstefnuhúsið sagðist ég vona að við uppbyggingu húss- ins yrði haft hugfast að þessi höll tónlistarinnar yrði um leið hús fólksins í landinu. Á fyrstu dögum Hörpu eru sterk teikn á lofti að svo verði. Fullt er á fjölbreytta tónleika og viðburði margs konar langt fram í tímann. Öflugt fólk er við stjórnvölinn sem þekkir vel af mikilli reynslu þjóðarpúls okkar Íslendinga og hvaða aðdráttar- afl þarf til að laða að útlendinga. Við sjáum það í löndum í kringum okkur hve vel rekin menningarhús með áhugaverðan og metnaðar- fullan arkitektúr geta haft mikla þýðingu fyrir umhverfið sjálft. Nægir að nefna Óperuhúsin í Ósló og Kaupmannahöfn eða Guggen- heimsafnið í Bilbao. Harpa er falleg, hún segir okkur að leggja ekki árar í bát heldur halda áfram, hún er fyrirheit um bjartsýni og ný tækifæri. Að við eigum að gefa sköpunarkraftinum lausan tauminn. Og njóta þess. Til hamingju með Hörpu. Höll tónlistarinnar, hús fólksins Menning Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir alþingismaður Kynferðisofbeldi gegn börn-um er alvarlegt vandamál um heim allan. Myndefni á netinu, þar sem börn eru sýnd á kynferðis- legan eða klámfengin hátt, er ein birtingarmynd þess ofbeldis. Slíku efni hefur lengi verið dreift manna á meðal en með tilkomu netsins hefur umfangið aukist til muna og erfiðara er stemma stigu við því og uppræta það. Öll skoðun, öflun, varsla og dreifing á slíku efni er ólögleg og brot á réttindum barna. Að fram- leiða slíkt efni er ofbeldi gegn barni, en skoðun á slíku efni er líka ofbeldi. Vitneskja barnsins um að myndefni af því hafi verið dreift eykur enn frekar á þann mikla sálræna skaða sem barnið hefur þegar orðið fyrir vegna ofbeldis- ins. Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sam- bærilegt efni sem sýna börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Í gagnagrunni alþjóðalögregl- unnar Interpol er að finna eina milljón mynda þar sem börn eru beitt kynferðisofbeldi. Talið er að allt að 20 þúsund börn séu á mynd- unum. Hins vegar hefur Interpol aðeins upplýsingar um að 800 þessara barna hafi fundist og feng- ið stuðning. Stærstur hluti mynd- efnis, þar sem börn eru beitt ofbeldi, er vistaður á netþjónum í löndum utan Evrópu. Barnaheill – Save the Children á Íslandi starf- rækir ábendingalínu þar sem fólk getur tilkynnt ef það verður vart við efni á netinu þar sem börn eru sýnd á kynferð- islegan eða klámfenginn hátt. Á vef samtakanna, barnaheill.is, er hnapp- ur fyrir nafnlausar ábendingar um mynd- efni á netinu þar sem börn eru beitt ofbeldi eða börn eru sýnd á kynferðislegan og óviðeig- andi hátt. Með því að senda ábend- ingar, getur almenningur lagt hönd á plóg við að loka vefsíðum með efni, þar sem börn eru beitt kynferðislegu ofbeldi, og stuðl- að að því að gerendur og þolend- ur finnist. Ábendingarnar eru þannig liður í að stöðva ofbeldið. Þáttur netþjónustuaðila er einn- ig afar mikilvægur í baráttunni. Hafi þeir vitneskju um ólöglegt efni á vefsíðum sínum, ber þeim að loka síðunum og hindra aðgang að efninu. Þjónustuveitendur, sem hýsa efnið, geta borið refsiábyrgð á hýsingunni hafi þeir vitneskju um hvers eðlis efnið er. Á undanförnum árum hafa í auknum mæli borist ábendingar um myndefni af íslensk- um börnum og ungling- um á samskiptasíðum og svokölluðum félags- netsíðum, þar sem hver og einn getur sett inn efni og myndir nafn- laust. Það er mikilvægt að brýna fyrir börnum og unglingum að leyfa aldrei að teknar séu af þeim myndir, sem þau vilja ekki að rati inn á netið. Liður í því er að börn þekki rétt sinn og geti varið sig, að for- eldrar séu á varðbergi og uppfræði börn sín sem og að þeir, sem vinna með börnum, hafi þekkingu á þessum málum og augun opin. Fræðsla til barna og foreldra um netöryggi er mikilvæg til að börn geti varið sig fyrir hættum á netinu. Þótt erfitt sé að uppræta efni, sem eitt sinn er komið á netið, er mikilvægt að gera allt sem mögu- legt er til að stöðva dreifingu þess, finna fórnarlömbin og koma þeim til hjálpar. Virkt eftirlit með kyn- ferðisofbeldi gegn börnum á net- inu og þátttaka almennings í slíku eftirliti er afar mikilvæg. Ofbeldi gegn börnum á netinu Fræðsla til barna og foreldra um netöryggi er mikilvæg til að börn geti varið sig. Barnavernd Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Nýgerður kjarasamningur VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna heldur félagsfund í kvöld 11. maí, kl. 20 að Stórhöfða 25, 4.hæð. Efni fundarins: Nýgerður kjarasamningur Félagsmenn eru hvattir til að mæta Dagskráratriði óskast Hitt Húsið Sími: 411 5500 17juni@hitthusid.is www.17juni.is Auglýst er e ir skemm - og sýningaratriðum fyrir þjóðhá ðarskemmtun í Reykjavík. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna og ölskylduskemmt- unum á sviðum, tónleikum, leiktækjum og ýmsum sýningum og götu- uppákomum. Hægt er að sækja um flutning atriða, uppákomur og viðburði á vefnum www.17juni.is en umsóknum má einnig skila í Hi Húsið, Pósthússtræ 3-5, 101 Reykjavík á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er l 12. maí. Upplýsingar í síma 411 5502 eða á 17juni@hi husid.is 17. júní í Reykjavík Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.