Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2011, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 11.05.2011, Qupperneq 18
Reykjavík er einn af 25 vinsælustu áfangastöðum ferða- manna árið 2011 samkvæmt úrslitum kosninga á ferða- vefnum Condé Nast Traveller. Borgin er í 22. sæti yfir vinsælustu áfangastaðina strax á eftir Kraká í Póllandi. Efst á listanum eru París, Róm, London og Barcelona. „Við byrjuðum með fáeinar íbúðir á Akureyri í fyrrasumar en höfum nú bætt við yfir fimmtíu eignum í miðbæ Reykjavíkur, á Akureyri, Höfn og í Keflavík. Eftirspurnin er mikil og hefur velta fyrirtæk- isins sjöfaldast á einu ári,“ segir Baldvin Þór Baldvinsson, annar eigenda íbúðaleigunnar Iceland Summer sem stofnuð var í fyrra til að gefa íbúðaeigendum tækifæri á að nýta eignir sínar til útleigu meðan heimilisfólkið fer í frí. Iceland Summer svarar lang- þráðri þörf erlendra ferðamanna eftir íslenskum heimilum, en sams konar þjónusta hefur fyrir löngu fest sig í sessi víða um heim. „Ferðamönnum þykir kostur að búa í heimilislegum og vel búnum íbúðum þegar þeir sækja stórborg- ir og minni bæi heim, enda er frá- bært að koma sér fyrir á fallegu heimili á besta stað í bænum og geta liðið eins og heima hjá sér fjarri heimahögum,“ segir Baldvin og bætir við að fólk fái mikið fyrir peninginn, en lágmarks útleiga er tvær nætur í senn. „Iceland Summer leggur metnað sinn í að leigja út fyrsta flokks íbúðir með nútíma þægindum og skoðar allar eignir vandlega svo fólk taki enga sénsa á að lenda í illa búnum kompum þegar það kemur til landsins,“ segir Baldvin. Iceland Summer er í samstarfi við innlenda aðila og erlendar ferðaskrifstofur, ásamt því að halda úti bókunarsíðum víðs vegar um heiminn. „Við höfum einblínt á erlent ferðafólk, en Íslendingar óska í auknum mæli eftir íbúðum til leigu, enda mun hagstæðara þegar upp er staðið, ekki síst þegar fleiri en tveir ferðast saman. Meðalverð á nótt í íbúð er 25 þúsund krónur, sem er fljótt að borga sig ef nokkr- ir taka sig saman því algengt verð á hótelgistingu nú er um 20 þúsund fyrir nóttina,“ segir Baldvin, sem enn leitar eftir eignum til útleigu á Höfn í Hornafirði, á Mývatni, Egilsstöðum og í miðbæ Reykja- vík sökum mikillar eftirspurnar. Sjá nánar á icelandsummer.com. thordis@frettabladid.is Heimilisleg lúxustilvera Heima er allra best. Það sannast á sívaxandi eftirspurn eftir útleigu íslenskra heimila til útlendra og íslenskra ferðalanga, enda jafnast ekkert á við heimilislegan aðbúnað þegar dvalið er að heiman. Baldvin Þór Baldvinsson og Sigurður Bjarni Gíslason, meðeigandi hans að Iceland Summer, sem hefur ekki undan að leigja út íslensk heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSLENSKT KISUNAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli Harðfisktöflur sem kisur elska VINSÆLVARA Borgardekk Gönguferðin þín er á utivist.is Skoðaðu ferðir á utivist.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRI MENNING Vesturferðir bjóða upp á gönguferð frá Aðalvík til Hesteyrar. Hornstrandir hafa í seinni tíð fengið á sig dulúðlegan blæ. Með myndum eins og Börnum náttúr- unnar og skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig, hefur skap- ast æ meiri áhugi á að kynnast þessu merka svæði. Heimild: www. vesturferdir.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.