Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 2011 3garðhúsgögn ● Garðhúsgögnin í BYKO hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda vönduð og afar fjölbreytt. „Flaggskip BYKO í garðhúsgögn- um í ár er ofsalega falleg húsgögn sem koma til landsins í næstu viku en það er sett sem kallast Champagne,“ segir Agnar Kára- son, verslunarstjóri BYKO í Kaup- túni. BYKO byggir á reynslu fyrri ára og mikið er lagt upp úr því að versla við trausta aðila sem hafa reynst vel. „Champagne-settið umrædda er borð með borðplötu úr tekk- bróður og állöppum sem eru sam- litar viðnum. Burðarvirki stólanna er einnig úr áli og sessan og bakið er úr fínofnu basti – allt í sama lit. Settið er klassískt og fínlegt og þolir útiveru. Það má segja að þetta sé rósin í sumar. Svo reynum við að vera einhvers staðar í milli- verði með öll húsgögnin okkar,“ segir Agnar. Annað sett sem Agnar nefnir til sögunnar er Bistro-sett sem BYKO hefur selt síðustu þrjú árin og er gjarnan tekið á svalirnar. Það er reynsla Agnars að fólk sé farið að leggja mikið upp úr því að punta svalirnar sínar, óháð stærð þeirra. Bistro-settið inniheldur hring- laga borð og stóla við, burðarvirk- ið úr stáli en setur, bak og borð- platan eru úr mósaík. „Við erum með tvo liti í Bistro-settinu í ár; grænt og grátt annars vegar og svart og grátt hins vegar. Einn- ig er hægt að fá ferkantað Bistro- borð stakt en flestöll garðhúsgögn- in í BYKO er hægt að kaupa stök þar sem margir vilja geta blandað saman.“ Scab-stólar eru stakir nútíma- legir plaststólar, með állöppum og þola allt að 150 kílógramma þunga manneskju. Þeir hafa notið mikilla vinsælda hjá BYKO, þola að vera úti og bæði er hægt að fá þá sem körfustóla og hefðbundna stóla. „Stólarnir eru einkar sterkir og hafa því verið mikið teknir, meðal annars hefur sundlaug keypt þá fyrir sundlaugargesti, en stólarn- ir eru staflanlegir. Svo eru þeir ekki síður fallegir og margir nota þá sem eldhússtóla.“ Agnar nefnir ótal fleiri hluti sem í boði eu fyrir garðinn; lítið glerborð, stóla og stólhlíf í stíl, bekki með áföstu borði á milli sem og klassíska garðbekki, tveggja og þriggja sæta. Þá eru spennandi gróðurhús í BYKO, annað íslenskt, búið til á Akureyri, og markísur sem hafa notið mikilla vinsælda en þær koma í tveimur lengdum. Að lokum má svo nefna forsteypt- an útiarin sem hægt er að grilla á. Vönduð og fjölbreytt Agnar Kárason, verslunarstjóri BYKO í Kauptúni, segir fyrirtækið byggja á reynslu fyrri ára og mikið sé lagt upp úr því að versla við trausta birgja. ● GARÐHÝSI Smáhýsi í garðinum nutu mikilla vin- sælda á 18. öld, einkum í Bretlandi. Voru þau þá oft hin skrautlegustu og minntu á kínverskar pagóður eða klassísk musteri. Ýmist voru þau úr gleri eða einungis þakhvelfing sem haldið var uppi af skrautlegum súlum. Fína fólkið drakk gjarnan te í garðhýsum sínum og einnig þóttu þau upplögð til ástarfunda, íhugunar eða bóklestrar. Heldur hefur dregið úr vinsældum slíkra smáhýsa en þó stinga þau alltaf upp kollinum annað slagið. Tilvalið er til dæmis að reisa glerskýli utan um heita pottinn svo íslenska veðurfarið spilli ekki pottferðinni. ● VINIR Í RAUN Tré eru vinir manns og uppspretta hreinnar orku til ósvikins innblásturs, hugarróar og gleði. Prófaðu bara að fara út í garð og faðma tré. Upplifunin er endurnærandi. Þá eru mörg tré með hent- ugt sköpulag til klifurs og hvíldar, og huggulegt að setjast á grein til að tengjast sjálfum sér og náttúrunni. Einnig eru sterkbyggð tré tilvalin til að bera uppi rólu og önnur eins og sérsmíðuð fyrir trjákofa fyrir ævintýrabörn. Verslunin Signature húsgögn í Kauptúni 3 býður í sumar heildar- línu í garðhúsgögnum ásamt ýmsum fylgihlutum. Signature hús- gögn selur útihúsgögn fyrir nokkra af þekktustu framleiðendum heims og sífellt eru að koma nýjar línur og litir þó að svart sé enn talsvert ráð- andi. Til dæmis er hægt að fá borð og stóla ásamt sólbekkjum og úti- sófasettum í stíl þannig að heildar- útlitið sé það sama. Í nær öllum gerðum er um að ræða álgrind sem er annaðhvort úr burstuðu áli sem lítur út eins og ryðfrítt stál eða fjölhúðuðu áli sem er þá oftast svart eða grátt. Borðplatan getur verið úr graníti, tekkviði eða polywood sem er við- haldsfrítt efni, blanda trjákvoðu og resin-plastefnis sem þarfnast ekki viðhalds. Sólbekkirnir eru flest- ir á hjólum, stílhreinir og sterkir, hægt að stilla bæði bak og fætur og hægt að fá sessur í tveimur litum. Útisófasettin eru hefðbund- in 2+1+1 eða þá einingar sem hægt er að raða saman eftir þörfum, búa til hornsófa og annað sem hentar aðstæðum hverju sinni. Alltaf er um að ræða vandaða vöru frá viðurkenndum framleið- endum sem mikil reynsla er komin á. Meðal fylgihluta má nefna sólhlíf- ar, sessubox, rólur, hitalampa, úti- potta og ker, gasgrill, grasklippur, hekk-klippur og sláttuorf ásamt mörgu öðru sem viðkemur garðinum. Hugað að heildarútlitinu Séð yfir verslun Signature húsgagna í Kauptúni 3. Glæsilegt úrval af garð- húsgögnum Sumariðer tíminn! Opið: Má. - Fö. 12 - 18 - Lau. 12 - 16 - Sun. 13 - 16 Kauptúni 3 • 210 Garðabær • S 771 3800 • www.signature.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.