Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 11. maí 2011 25 Óskarsverðlaunahafinn Al Pacino hefur bæst í ört stækkandi leik- hóp mafíumyndarinnar Gotti: Three Generations samkvæmt bandaríska stórblaðinu Washing- ton Post. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um Gotti- mafíufjölskylduna sem öllu réð í undirheimum New York í lok síð- ustu aldar. Pacino mun leika Neil Dellacroce, glæpahöfðingja og lærimeistara John Gotti eldri sem leikinn verður af John Travolta. Þetta þykir vel við hæfi því fáum hefur tekist jafn vel upp og Pacino að leika mafíósa eða glæpa- foringja. Hann var ákaflega eftir- minnilegur í hlutverki Michaels Corleone í Guðföðurmyndunum þremur og ekkert síðri sem Lefty Ruggiero í Donnie Brasco, Carlito Brigante í Carlito‘s Way og Tony Montana í Scarface. Leikarahópurinn fyrir myndina er þar með næst- um kominn á hreint þótt enn eigi eftir að ráða í hlutverk John Gotti yngri. Leikstjóri verður Barry Levinson en meðal ann- arra leikara má nefna Joe Pesci, Lindsay Lohan og Ellu Blue Travolta. Pacino til liðs við Gotti Hugh Laurie, sem farið hefur á kostum í hlutverki dr. Gregory House í sjónvarpsþáttunum House, hefur gefið það út að næsta þátta- röð verði sú síðasta. „Ég held að þetta verði síðasta þáttaröðin með mér. Ég hef allavega skilið þetta þannig,“ hefur Radio Times Magazine eftir leikaranum. Laurie, sem hefur verið tilnefnd- ur til sex Golden Globe verðlauna og fengið tvenn fyrir leik sinn í þáttunum, hyggst einbeita sér að tónlistarferli sínum en hann gaf nýverið út sína fyrstu blúsplötu, sem nefnist Let Them Talk. Hann hyggst koma fram á nokkrum tón- leikum í sumar í Evrópu og hann viðurkennir að hann kunni betur við tónlistarsviðið en leiklistina. Laurie flutti til Los Angeles til að geta leikið í þáttaröðinni en segist ekki skilja hvers vegna þættirnir hafi lifað í sjö ár. „Ég hélt að þeir myndu endast í tvær vikur.“ Hættur í House SAMAN Al Pacino og John Travolta munu leika saman í mafíumyndinni Gotti: Three Generations. Fáir eru jafn góðir í að leika glæpafor- ingja og Pacino. Jóhanna Guðrún ætlar að syngja til heiðurs bandarísku söngkon- unni Evu Cassidy á tónleikum í Salnum 16. júní. Cassidy var þjóðlagasöngkona frá Washing- ton í Bandaríkjunum en lést aðeins 33 ára gömul árið 1996. Hún gaf út tvær plötur á sínum ferli sem náðu einungis athygli á hennar heimaslóðum í Banda- ríkjunum. Fjórum árum eftir dauða hennar var hennar útgáfa af Somewhere Over the Rainbow spiluð á BBC í Englandi og þá fóru hjólin að snúast. Bróðir Evu, Dan Cassidy, kemur fram á tón- leikunum með Guðrúnu. Miða- sala fer fram á Midi.is. Til heiðurs Evu Cassidy Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíð- um í Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar í júlí og ágúst. Áður en sveitin fer út ætlar hún að loka sig af í hljóðveri ásamt upptökustjórunum Ólafi Arnalds og Styrmi Haukssyni og vinna að næstu plötu sinni, sem er væntanleg með haustinu. Næstu tónleikar Árstíða verða á föstu- daginn á Café Rosenberg, þar sem gestum gefst tækifæri til að heyra lög af nýju plötunni auk eldri laga. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Spilar víða um Evrópu FARINN Hugh Laurie hyggst hætta sem dr. House í sjónvarpsþáttunum House og einbeita sér að blústónlist. ÁRSTÍÐIR Hljómsveitin ætlar að spila á tónlistarhátíðum víða um Evrópu í sumar. TIL HEIÐURS CASSIDY Jóhanna Guðrún syngur til heiðurs Evu Cassidy á tón- leikum í Salnum í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.