Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.05.2011, Blaðsíða 38
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR30 BESTI BITINN Í BÆNUM Frédéric Boyer, listrænn stjórn- andi flokksins Quinzaine des Réal- isateurs á Cannes, segir að Eldfjall, kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, sé í alveg sérstöku dálæti hjá sér en þetta kemur fram í viðtali við hann í fagtímaritinu Cineuropa. Boyer tiltekur einnig sænsku kvikmynd- ina Play eftir Ruben Ostlund og svo þrjár aðrar franskar kvikmyndir. Eins og komið hefur fram í fjöl- miðlum keppir kvikmynd Rúnars í tveimur flokkum á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes sem hefst í þess- ari viku; annars vegar í Camera d’Or sem veitt er fyrir bestu fyrstu kvikmynd og svo í áðurnefndum flokki, en það er franska leikstjóra- sambandið sem stendur fyrir þeim verðlaunum. Rúnar heldur út til Cannes ásamt fríðu föruneyti en þegar hefur verið tilkynnt að sölufyrir- tækið Trust Nordisk muni reyna að koma myndinni á framfæri á alþjóðlegum markaði. Trust Nordisk er aðeins með einn annan leikstjóra á sínum snærum en það er danski sér- vitringurinn Lars von Trier, sem keppir um sjálfan Gull- pálmann með kvikmynd sinni Melancholia . Meðal þeirra sem verða með Rúnari á rauða dreglin- um í Cannes má nefna Benedikt Erlings- son, Kjartan Sveins- son og Elmu Lísu Gunnarsdóttur ásamt aðalleikurunum Mar- gréti Helgu Jóhann- esdóttur og Theódór Júlíussyni. - fgg Spáir Rúnari velgengni Rapparinn Erpur Eyvindarson, eða Blazroca, hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síð- kastið. Stutt er síðan hann tók upp nýtt lag með Kaptein På Skuta frá Þrándheimi. „Hann er mjög skemmtilegur. Hann er pólitískur og töff,“ segir Erpur. „Ég var að taka þennan íslenska status út frá konseptinu í því lagi, um það hvernig kúkalabbarnir á Íslandi eru að drulla í sig.“ Kaptein På Skuta hefur verið duglegur að gefa út lög í gegnum tíðina í samstarfi við aðra rappara en óvíst er hvenær lagið með Erpi kemur út. Hann fékk taktinn sendan frá Noregi í gegnum netið og rapp- aði síðan sjálfur ofan í hann með aðstoð upptökustjórans Gula drek- ans sem vann einnig með Erpi í laginu Elskum þessar mellur. Erpur vann á sínum tíma með norrænum röppurum í tengslum við hljómsveitina Hæstu hendina og þar áður á fyrstu Rottweiler-plötunni. Að undanförnu hefur hann rappað inn á lög með ýmsum flytjendum en mest frá Noregi, Finnlandi og Svíþjóð. Vinsælasta hiphop-tímarit Norðurlanda, Kingsize, tók viðtal við hann og svo virðist sem Erpur sé orðinn frekar þekkt nafn í norræna rappheiminum. „Það er gaman að því að allt í einu sé þetta lið að fylgj- ast með manni. Ég hef ekkert verið í þessu „að reyna að meika það í útlöndum-rúnki“ og það er fyndið að þetta gerist svona sjálfkrafa,“ segir Erpur, sem hefur fengið boð um að spila í Noregi, Svíþjóð og Danmörku í sumar. „Það er rosalega gaman að spila fyrir nýtt fólk. Maður getur alveg farið á Hofsós og tekið góða tónleika en það er líka gaman að heyra ný hljóð og ný sánd, tékka á senunni og vinna með erlendu liði.“ Rapparinn hefur einnig í nógu að snúast hér heima í sumar. Hann er nýbúinn að klára sum- arfríið sitt og núna fer allt á fullt. „Þetta verður rosalega gott sumar og það verður gaman að fylgja plötunni eftir,“ segir hann og á þar við sólóplötuna Kópacabana sem hefur selst í um fjögur þús- und eintökum. „Það er stórkost- legt miðað við hvað er að gerast í tónlistarbransanum, sérstaklega hjá þeim hópi sem er að hlusta á rapp.“ Blazroca kemur svo við sögu á væntanlegri plötu rapparans Emmsjé Gauta í laginu Hemmi Gunn. Þrátt fyrir nafnið fjallar það ekki beint um útvarpsmann- inn hressa. „Það fjallar meira um hvernig hann rúllar. Þetta er frek- ar í hans anda og fjallar um það að vera með „mad swag“ (flotta útgeislun).“ freyr@frettabladid.is ERPUR EYVINDARSON: GAMAN AÐ HEYRA NÝ HLJÓÐ Er orðinn eftirsóttur hjá norrænum röppurum HRIFINN Frédéric Boyer er hrifinn af kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, Eldfjallinu, en Boyer er listrænn stjórnandi flokksins Quin- zaine des Réalisateurs á Cannes. NORDICPHOTOS/AFP STARFAR MEÐ NORRÆNUM RÖPP- URUM Erpur hefur unnið mikið með norrænum röppurum upp á síðkastið. Hann stígur á svið víða um Norðurlönd í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Butterchicken á Gandhi. Hann er ólýsanlegur og breytir lífi manns. Svo er meðlætið hreinn unaður: Jógúrtsósa og sérlegt papriku-lauks-kombó.“ Tobba Marinós, ritstjóri vefmiðla og kynn- ingarfulltrúi hjá Skjá einum. Íslenska gamanþáttaröðin Næturvaktin var tekin til sýningar á BBC Four á mánudagskvöld. Ekki er hægt að segja að breskir gagnrýnendur hafi tekið þáttunum opnum örmum, gagnrýn- andi Independent sagði þættina einfaldlega ekki vera fyndna en gagnrýnandi vefsíðunnar The Art Desk er ekki alveg jafn dómharður, honum finnst grínið reyndar rista grunnt en sér margt efnilegt. Nokkrir enskir notendur twitter-síðunnar voru hins vegar jákvæðari í garð íslensku sjónvarpsseríunnar og sögðu ótrúlegt að þeim gæti þótt eitthvað íslenskt svona fyndið. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk kom til landsins í gær ásamt fjöl- skyldu sinni, samkvæmt heimild- um Fréttablaðsins. Hawk er í fríi á landinu og stoppar stutt, þar sem hann sýnir listir sínar í Svíþjóð á laugardaginn. Tony Hawk er 42 ára gamll og frægasti hjólabrettakappi heims. Hann hefur unnið til fjölmargra verðlauna í íþróttinni ásamt því að hafa verið gerður ódauðlegur í tölvuleiknum Tony Hawk‘s Ska- teboarding sem hefur kom fyrst út árið 1999 og svo óslitið til ársins 2010. Tony Hawk virðist ætla að koma sér í samband við íslenska hjóla- brettamenn miðað við færslu sem hann birti á Twitter-síðu sinni í síðustu viku. Þar kallaði hann eftir upplýsingum um aðstæður til hjólabrettaiðkunar á Íslandi og sagðist vera að leita að upplýsingum um íslenska hjólabrettamenn. Frægasti hjólabrettamaður heims á Íslandi TONY HAWK MÆTTUR Óvíst er hvort hjólabrettagoð- sögnin Tony Hawk rennir sér á bretti í ferð sinni til Íslands. HOLLE DAGAR Í YGGDRASIL Rauðarárstígur 10 105 Reykjavík Sími: 562 4082 Yggdrasill verslun er staðsett við Hlemm www.yggdrasill.is Spennandi og fræðandi kynningar á Holle barnamat Lífrænt og ljúffengt fyrir barnið Dagana 11.-13. maí 20% afsláttur af barnagrautum frá Holle

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.