Fréttablaðið - 11.05.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 11.05.2011, Síða 2
11. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR2 Jón, er ekki hættulegt að gera hreindýr rándýr? „Hættan er takmörkuð svo fremi að rándýrið – veiðimaðurinn – missi ekki stjórn á sér.“ Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor á Akureyri, segir að fá megi verulega hærri tekjur af hreindýrum hérlendis með því að selja veiðileyfi til hæstbjóðanda í stað þess að úthluta leyfunum á föstu verði. MENNTUN Grunnframfærsla Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) hækkar um tíu prósent á næsta skólaári, en ríkisstjórnin samþykkti tillögu mennta- og menningarmálaráðherra þess efnis í gær. Með þessu fer grunnfram- færsla einstaklings úr 120 þús- undum upp í 133 þúsund, upphæð fyrir einstakling í sambúð með eitt barn verður 166 þúsund og upphæð fyrir einstæð foreldri með eitt barn verður 192 þúsund. - þj Grunnframfærsla námsfólks: LÍN hækkar um 10 prósent SPURNING DAGSINS Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Siemens þvottavélar, þurrkarar og uppþvottavélar á tilboðsverði. Hreint & klárt í maí BARNALÁN Danskar konur eignast mun fleiri börn nú en fyrir aldarfjórðungi. NORDICPHOTOS/GETTY DANMÖRK Danskar konur eru mun duglegri við barneignir nú en fyrir aldarfjórðungi, en ný könn- un OECD leiðir í ljós að Danmörk er það aðildarland þar sem meðal- fjöldi barna hefur aukist mest frá árinu 1984. Árið 2009 átti hver dönsk kona 1,84 börn, sem er nær þriðjungs- hækkun frá 1984. Í dönskum miðl- um kemur fram að þessi hækk- un sé rakin til þess að konum sé í auknum mæli gert kleift að sam- þætta fjölskyldulíf og starfsframa. Næst á eftir Dönum komu Svíar, Hollendingar, Norðmenn og Belg- ar, en barneignir hafa dregist mest saman í Mexíkó á tímabilinu. - þj Ný úttekt OECD: Aukning í barn- eignum Dana BANDARÍKIN, AP Flóðin í Missis- sippi náðu nærri 15 metra hæð í borginni Memphis í gær, sem er reyndar ekki met en olli engu að síður miklum skaða. Ekki er búist við því að flóðin byrji að réna þar í borg fyrr en í dag. „Það verður dýrt að hreinsa til eftir þetta, það krefst mikils vinnuafls,“ sagði Bob Nations, framkvæmdastjóri björgunar- sveita, og sér fram á erfiða daga, bæði fyrir félaga sína og íbúana. Sunnar með fljótinu bjuggu íbúar sig undir hið versta. Flóð- in eru að berast niður með ánni og hafa bændur reynt að verja uppskeru sína með því að reisa heimatilbúnar stíflur. - gb Flóðin í Mississippi: Mikið tjón við bakka fljótsins AKUREYRI Lögreglan á Akureyri notar nú reiðhjól í auknum mæli við eftirlit. Tveir hjólandi lög- reglumenn stöðvuðu drukkinn ökumann vespu aðfaranótt þriðju- dags á Mýrarvegi við Kaupang. Maðurinn, sem er fæddur árið 1987, var sviptur ökuréttindum. Samkvæmt lögreglunni á Akur- eyri gefst þessi ferðamáti vel á stærri mannamótum. Einnig henta reiðhjólin vel við eftirlit að næturlagi, enda heyra lögreglumenn betur til inn- brotsþjófa, sem heyra þá síður lögregluna nálgast. - sv Akureyrarlögreglan hjólar: Ölvaður maður á vespu náðist JAFNRÉTTISMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra ætlar ekki að kæra úrskurð kærunefnd- ar jafnréttismála, vegna ráðning- ar Arnars Þórs Mássonar í starf skrifstofustjóra, til dómstóla. Arnar Þór var ráðinn sem skrifstofustjóri á nýrri skrifstofu stjórnsýslu- og samfélagsþróunar í ráðuneytinu. Anna Kristín Ólafs- dóttir taldi að með ráðningunni hefðu jafnréttislög verið brotin og kærði málið til kærunefndar jafnréttismála, sem úrskurðaði að jafnréttislög hefðu verið brotin. Málið var tekið til skoðunar í forsætisráðu- neytinu, hjá ríkislögmanni og hjá rýnihópi þriggja sér- fræðinga. Í niðurstöðu rýnihóps- ins segir að mismunandi niðurstöður kærunefndar jafnréttismála annars vegar og ráðuneytisins hins vegar byggi fremur á því að „ólíkum aðferð- um hafi verið beitt við að meta hæfni umsækjenda en að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið skipaður“. Forsætisráðherra segist í til- kynningu vilja ljúka málinu í sátt. „Þrátt fyrir að ýmis atriði hefðu getað réttlætt málshöfðun til ógildingar úrskurði kæruefndar jafnréttismála, m.a. að mati rík- islögmanns, er það vilji forsætis- ráðherra að freista þess að ljúka málinu með sátt,“ segir í tilkynn- ingu. Ráðherra hefur því falið ríkislögmanni að hefja formlegar sáttaumleitanir í málinu. Telja að ólíkum aðferðum hafi verið beitt við að meta hæfa umsækjendur: Jóhanna leitar sátta við Önnu Kristínu JÓHANNA SIG- URÐARDÓTTIR SJÁVARÚTVEGUR Ríkisstjórnin afgreiddi frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða í gær. Samkvæmt frumvarpinu er gerð sú grundvallarbreyting á lögunum að leiga á varanlegum aflaheimildum verður óheimil. Veiðigjald hækkar mikið og allt að fimmtán hundruð millj- ónum deilt sérstaklega út til landsbyggðarinnar. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á stjórn fiskveiða var afgreitt í ríkisstjórn í gær og verður til umfjöllunar í þingflokk- um stjórnarflokkanna í dag, ef áætlanir ganga eftir. Þá er lokið tafsamri vinnu sem hófst eftir að sáttanefnd í sjávarútvegi skilaði ráðherra lokaskýrslu og tillögum sínum 7. september í fyrra. Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra sagði eftir ríkisstjórnar- fundinn að meg- instef frum- varpsins væri að fiskveiðiauðlind- in væri í eigu og ráðstöfun þjóð- arinnar. Þegar þing- flokkar stjórnarflokkanna hafa lokið sinni yfirvegun fá hagsmuna- aðilar að sjá frumvarpið og fyrst þá verður það lagt fyrir Alþingi. Eins og Fréttablaðið greindi frá 29. apríl er næsta víst að nýtingar- tími útgerðarinnar verði fimmtán ár með mögulegri framlengingu um fimm ár á miðjum samnings- tíma. Þær aflaheimildir verði leigðar gegn gjaldi. Í byrjun fara hins vegar um átta prósent afla- heimilda í potta til samfélags- legra verkefna – líkt og nú er með byggða- og strandveiðakvóta. Að fimmtán árum liðnum er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að þetta hlutfall verði fimmtán prósent af heildarafla. Ein af stórum spurningum sem er ósvarað um efni frumvarpsins er hvernig farið verður með við- bótaraflaheimildir. Eftir því sem næst verður komist færi stór hluti þeirra í pottana til að hraða upp- byggingu þeirra. Eins og áður sagði verður framsal varanlegra aflaheimilda óheimilt en kvóti sem aðeins er bundinn til eins árs í senn verður framseljanlegur. Veiðigjald hækkar umtalsvert, en þær breytingar eru settar fram í sérstöku frumvarpi. Heimildum greinir á um hversu mikið og nefnd hefur verið 50 prósenta hækkun. Ljóst er hins vegar að drjúgum hluta tekna af veiðigjaldi, sem verða þá allt að fimm milljarðar verði það hækkað um 50 prósent, verður deilt út til landsbyggðar- innar sérstaklega. Þessar breyt- ingar taka gildi frá og með nýju fiskveiðiári 1. september en aðrar breytingar ári síðar. svavar@frettabladid.is Framsalið aflagt og veiðigjaldið hækkað Samkvæmt frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða verður framsal varanlegra aflaheimilda afnumið. Veiðigjald hækkar og hluti þess eyrnamerkt- ur landsbyggðinni. Nýtingar- eða leigutími útgerðarinnar verður fimmtán ár. FARSÆLL Á VEIÐUM Verði framsalið aflagt er talið að það gæti tekið súrefnið frá útgerðum sem stólað hafa á leigukvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/JSE JÓN BJARNASON DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur, líkt og héraðsdómur áður, hafnað kröfu lögreglunnar um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem beitti unga stúlku kynferðislegu ofbeldi á Austurvelli fyrir viku. Maðurinn réðst aftan að stúlk- unni, á meðan hún sat á hækjum sér og kastaði af sér vatni, og stakk fingri fyrirvaralaust upp í endaþarm hennar. Sjálfur taldi hann sig, að eigin sögn, hafa stungið fingrinum í leggöng hennar. Hún kærði hann fyrir nauðgunartilraun. Maðurinn stökk á flótta en náðist skömmu síðar. Hann hefur við yfirheyrslur sagst hafa „viðurstyggð“ á þessum „fíflagangi“ sínum. Dómurum þótti maðurinn ekki nægilega hættulegur til að það réttlætti að setja hann í varðhald á grundvelli almanna- hagsmuna. - sh Réðst á konu á Austurvelli: Hafna kröfu um varðhald FÓLK Framlag Íslands í Eurovision-söngvakeppninni, lagið Coming Home í flutningi Vina Sjonna, var eitt tíu laga sem komust upp úr fyrri undanriðli keppn- innar í gærkvöldi og mun því taka þátt í lokakeppn- inni á laugardagskvöld. Flutningur lagsins, sem er eftir Sigurjón heitinn Brink og konu hans, Þórunni Ernu Clausen, var lýta- laus á sviðinu í Düsseldorf. Fáni Íslands kom svo upp úr síðasta umslaginu af þeim tíu sem höfðu að geyma sigurvegara kvöldsins. Það sama hafði gerst undan- farin tvö ár. „Við trúum þessu ekki ennþá, við erum öll hágrát- andi hérna,“ sagði Þórunn þegar Fréttablaðið náði tali af henni nokkrum mínútum eftir að úrslitin lágu fyrir. Þórunn segir að hópurinn hafi verið búinn að afskrifa það að komast áfram. „Við héldum að þetta væri löngu búið, fyrst Sviss var inni og Noregur og Rússland voru bæði eftir. Við skildum samt ekki af hverju myndatökumaðurinn var hérna á okkur.“ Að sögn Þórunnar hugðist hópurinn nýta sigurvím- una í að skemmta sér ærlega í gærkvöldi, enda fjöl- skyldur Sigurjóns og Þórunnar staddar í Þýskalandi til að fylgjast með árangrinum. Spurð hver markmiðin séu fyrir laugardagskvöld- ið segir Þórunn að það hafi ekki verið rætt. „Undan- úrslitin voru miklu erfiðari fyrir okkur heldur en laugardagurinn. Nú höfum við bara gaman af þessu. Markmiðið er bara að gera þetta frá hjartanu eins og við gerðum í dag,“ segir Þórunn Erna Clausen. - sh Íslenski fáninn dróst úr lokaumslaginu í þriðja sinn á þremur árum: Vinir Sjonna komnir í úrslitin ÓAÐFINNANLEGUR FLUTNINGUR Sexmenningarnir í Vinum Sjonna voru, líkt og aðrir í hópnum, himinlifandi í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.