Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 2
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR2
Guðbrandur, ertu ekki hrædd-
ur um að lömbin hverfi út í
bláinn?
„Jú, vissulega er sú hætta fyrir hendi
en öfugt við kratana munu þau þá
lenda á veisluborði hjá Evrópusam-
bandinu og verða þar landi og þjóð
til sóma.“
Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum í
Steingrímsfirði úðaði fjögur lömb blá til
að fá mæður þeirra til að sættast við tvö
þeirra sem þær höfðu hafnað eftir burð.
EFNAHAGSMÁL Semja þarf sérstak-
lega um vikmörk gengis íslensku
krónunnar við evru meðan á upp-
töku evrunnar stæði í aðildarvið-
ræðunum við ESB sem nú standa
fyrir dyrum. Þá stæði Íslandi til
boða stuðningur við krónuna frá
Seðlabanka Evrópu en kanna þarf
nánar hve mikill sá stuðningur
gæti orðið.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í greinargerð sem birt var í
gær í kjölfar rýnifundar í Brussel
um efnahags- og peningamála-
kafla samningaviðræðnanna.
Einnig þarf að semja um hugs-
anlegan stuðning ESB við afnám
gjaldeyrishaftanna hér á landi.
Ríki sem ganga í ESB verða að
taka mið af sameiginlegri efna-
hagsstefnu sambandsins og er
þess vænst að ný aðildarríki taki
þátt í myntsamstarfi Evrópu. Áður
en ríki getur hins vegar tekið
upp evruna þarf það að uppfylla
Maastricht-skilyrðin svokölluðu.
Eitt þeirra segir til um tveggja
ára þátttöku í gjaldmiðilssam-
starfi Evrópu (ERM II) sem er
eins konar fordyri evrunnar.
Meðan á þátttöku í ERM II
stendur er stefnt að gengisstöðug-
leika gagnvart evru með ákveðn-
um vikmörkum. Stöðugleiki gjald-
miðilsins er á ábyrgð seðlabanka
hvers ríkis en jafnframt eru í boði
takmarkaðar skammtímalánalín-
um frá Seðlabanka Evrópu. Búast
má við því að nánari útfærsla á
þessum stuðningi verði fyrirferða-
mikil þegar gengið verður frá
efnahags- og peningamálakafla
aðildarviðræðnanna. - mþl
Línur eru farnar að skýrast fyrir viðræður Íslands við Evrópusambandið:
Bjóða stuðning við krónuna eftir inngöngu
GJALDEYRISHÖFT Semja þarf um
hugsanlegan stuðning ESB við
afnám gjaldeyrishafta í aðildarvið-
ræðum við ESB.
DÝRAHALD Hundurinn sem réðist
á póstburðarkonu í Mosfellsbæ í
fyrradag, með þeim afleiðingum
að hún féll við og fótbrotnaði, mun
gangast undir atferlismat á næstu
dögum, en þar verður skorið úr um
hvort dýrinu verður lógað.
Hafdís Óskarsdóttir, hundaeft-
irlitsmaður bæjarins, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið málið komið
inn á borð til heilbrigðisfulltrúa
bæjarins. Hún hafi þó strax í gær
farið og kynnt eigendum hundsins
næstu skref í málinu.
„Þegar svona gerist verður
hundurinn framvegis að vera með
munnkörfu utandyra. Í framhald-
inu fer hann svo í atferlismat sem
sker úr um framhaldið.“
Hafdís segir að komi hundar illa
út úr atferlismati séu þeir svæfðir,
annars fái þeir að lifa með því skil-
yrði að þeir séu með munnkörfu
utandyra.
Hafdís vill annars hvetja alla
hundaeigendur til þess að kynna
sér reglur um lausagöngu hunda
og fylgja þeim.
Ágústa Hrund Steinarsdóttir,
talsmaður Póstsins, sagði í sam-
tali við Fréttablaðið að bréfberar
fyrirtækisins mættu sleppa því að
bera út í hús, sé ógnandi hundur
framan við húsið. Þá séu námskeið
í umgengni við hunda reglulega í
boði fyrir bréfbera. - þj
Hundurinn sem réðist á bréfbera í Mosfellsbæ og stórslasaði:
Atferlismat sker úr um framhaldið
Í ATFERLISMAT Dalmatíuhundur
sem réðist á bréfbera mun á
næstunni gangast undir atferlis-
mat til að skera úr um hvort
hann verði svæfður. Myndin
tengist fréttinni ekki beint.
N
O
R
D
IC
PH
O
TIS/G
ETTY
SPURNING DAGSINS
Byrjaðu góðan
dag vel
– Fáðu þér létta ab mjólk
á hverjum degi
Nú
fáanleg í
handhægum
½ lítra
umbúðum
Létta AB mjólkin er einhver
hollasti morgunverður sem
völ er á. AB mjólkin inni-
heldur milljarða gagnlegra
mjólkursýrugerla sem valda
því að óæskilegir gerlar eiga
erfitt uppdráttar í meltingar-
veginum. Regluleg neysla
tryggir að meltingarflóran er
alltaf í lagi og ónæmiskerfið
starfar með
hámarksafköstum.
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarstjórn
Vestmannaeyja segir sam-
gönguyfirvöld ráðlaus í öllu
sem snúi að samgöngum á sjó
við Vestmannaeyjar. „Ástandið
er orðið algerlega óþolandi,“
segir bæjarstjórnin sem bendir
á að dýpkunar skip fyrir Land-
eyjahöfn sé bilað og gagnrýnir
Ögmund Jónasson innanríkisráð-
herra. Bæjarstjórnin segir frá-
leitt hjá ráðherra að kenna nátt-
úruöflum um „þær tafir og þann
skaða sem Eyjamenn verða nú
fyrir á degi hverjum.“ - gar
Náttúruöflin valda ekki töfum:
Fráleit afsökun
hjá ráðherra
FÓLK Innanríkisráðuneytið hefur
veitt brasilísku söngkonunmi
Jussanam Da Silva dvalarleyfi
hér á landi.
Forsaga málsins er sú að
Vinnumálastofnun neitaði Juss-
anam um fram-
lengingu á
starfsleyfi í
ágúst í fyrra
en hún hafði
unnið á frí-
stundaheimili
hér á landi í tvö
ár og var búin
að gera starfs-
samning um
ár til viðbótar.
Ástæða Vinnumálastofnunar var
sú að Jussanam var á þeim tíma
nýskilin við eiginmann sinn.
Jussanam hefur getið sér gott
orð hér landi fyrir sönghæfi-
leika en hún hefur gefið út plötu
og unnið með nokkrum þekktustu
djasstónlistarmönnum landsins.
Hún bíður nú svars við umsókn
um ríkisborgararétt. - mþl
Svipt starfsleyfi eftir skilnað:
Jussanam fær
dvalarleyfi
JUSSANAM
DA SILVA
FORNLEIFAR Mun umfangsmeiri
fornminjar hafa komið í ljós í
uppgreftri í Urriðakoti, væntan-
legu byggingarsvæði í Garðabæ,
en sérfræðingar gerðu ráð fyrir.
Við uppgröftinn hafa fundist minj-
ar frá landnámi allt fram á mið-
aldir en Urriðakots er fyrst getið
í heimildum mun síðar, eða á 16.
öld.
Fornleifarannsóknir hafa stað-
ið yfir í Urriðakoti á síðustu árum
vegna fyrirhugaðra framkvæmda
á svæðinu, en árið 2006 fólu bæj-
aryfirvöld í Garðabæ Fornleifa-
stofnun Íslands að fullvinna aðal-
skráningu á fornleifum innan
bæjarmarkanna.
Ragnheiður Traustadóttir forn-
leifafræðingur segir fundinn hafa
komið verulega á óvart, enda á
Urriðakot sér ekki langa sögu í
heimildum en bæjarins er fyrst
getið á 16. öld. „Fyrsta könnun var
gerð í Urriðakoti 2007 en í fyrra
átti að klára verkefnið. „Þá ákvað
ég að opna á milli svæðanna sem
voru til skoðunar. Ekkert sást á
yfirborði og engar heimildir eru
um eitt eða neitt á svæðinu en
þarna fannst glæsilegt fjós frá
landnámstíð.“
Ragnheiður segir að við upp-
gröftinn hafi einnig fundist skáli,
geymsla, búr og soðhola frá land-
námi fram á 11. öld en nánari ald-
ursgreining þarf að fara fram til
að hægt sé að segja hvort minjarn-
ar séu frá fyrstu tíð landnáms.
Frá miðöldum – eða rétt eftir
1226 – hafa þá fundist leifar af
búri, eldhúsi og skemmu, en ekki
hefur komið í ljós neitt íveruhús
frá þeim tíma en það kann að hafa
staðið ofan við uppgraftarsvæðið.
Varðveisluskilyrði eru ekki góð
í Urriðakoti þannig að lífræn-
ar leifar varðveitast illa. Fáir en
merkilegir gripir hafa fundist á
svæðinu, fyrst og fremst snæl-
dusnúðar, annar skreyttur og hinn
með rúnum. Fátítt er að finna gripi
með rúnaristum á Íslandi. Auk
þess hafa fundist tvær perlur frá
víkingaöld, bökunarhellur, brýni,
innflutt frá Noregi, járnhnífar,
naglar og ýmsar bronsþynnur, að
sögn Ragnheiðar sem segir margt
benda til að í Urriðakoti hafi verið
seljabúskapur en ekki föst búseta,
en ekkert sel hefur verið að fullu
rannsakað á Íslandi.
Mannvistarleifunum í Urriða-
koti verður gert hátt undir höfði í
framtíðinni þó minjarnar sjálfar
verði þar ekki áfram. Jafnvel verð-
ur það gert með tenginu við Hof-
staði, minjagarðinn í Garðabæ.
Ragnheiður heldur fyrirlestur
um uppgröftinn í húsakynnum
Náttúrufræðistofnunar klukkan
þrjú í dag. svavar@frettabladid.is
Óvæntur fornleifa-
fundur í Urriðakoti
Fornleifauppgröftur í Urriðakoti í Garðabæ hefur leitt í ljós mun umfangsmeiri
mannvistarleifar en fornleifafræðingar bjuggust við. Minjarnar eru frá fyrstu
árum Íslandsbyggðar en heimildir um byggð eru elstar frá 16. öld.
Í URRIÐAKOTI Fornleifafundurinn fór fram úr björtustu vonum fornleifafræðinga. MYND/RAGNHEIÐUR TRAUSTADÓTTIR
KJARAMÁL Félag forstöðumanna
ríkisstofnana fer fram á að kjör
þeirra verði leiðrétt strax. Félags-
menn íhuga að fara með málið
fyrir dómstóla. Umboðsmaður
Alþingis hefur til umsagnar erindi
frá félaginu sem telur sig beitt
órétti af stjórnvöldum, eins og
fréttastofa RÚV sagði frá í gær-
kvöldi.
Alþingi lækkaði laun um 200
forstöðumanna ríkisstofnana með
lögum 2009 en þeirri frystingu var
viðhaldið með lögum ári síðar en
lauk 1. desember. Launafrystingu
hefur því verið aflétt. Kjörin hafa
ekki verið leiðrétt þótt lög um kjar-
aráð segi til um að það skuli gert.
Formaður kjararáðs segir málið
til skoðunar. - shá
Forstöðumenn ríkisstofnana:
Vilja fá kjör sín
leiðrétt án tafar
BANDARÍKIN Þrýst er á Dominique
Strauss-Kahn úr mörgum áttum
um að stíga niður úr forstjórastóli
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Fjármálaráðherra Austurríkis,
María Fekter, hefur kallað eftir
því að hann íhugi stöðu sína og
stalla hennar frá Spáni, Elena
Salg ato, hefur lýst yfir stuðningi
við stúlkuna sem Strauss-Kahn
er sakaður um að hafa reynt að
nauðga.
Strauss-Kahn situr nú í varð-
haldi í hinu alræmda fangelsi á
Rikers-eyju í New York en dómari
féllst ekki á að honum yrði sleppt
gegn tryggingu og fengi að dvelja
hjá dóttur sinni í borginni. - shá
Dominique Strauss-Kahn:
Þrýst á afsögn
úr forstjórastóli
FYRIR DÓMARA Strauss-Kahn á yfir
höfði sér þungan dóm, verði hann fund-
inn sekur. MYND/NORDICPHOTOS/AFP