Fréttablaðið - 18.05.2011, Page 4

Fréttablaðið - 18.05.2011, Page 4
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR4 LÖGREGLUMÁL Embætti ríkislögreglustjóra getur ekki upplýst hvort íslensk lögregluyf- irvöld hafi vitað af flugumanni bresku lög- reglunnar sem kom hingað til lands til að taka þátt í mótmælum Saving Iceland árið 2005. Þetta kemur fram í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra, sem Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra gerði opin- bera á vef ráðuneytisins í gær. Eins og upplýst hefur verið í fjölmiðlum starfaði breski lögreglumaðurinn Mark Kennedy sem flugu- maður lögreglunnar í röðum aðgerðasinna og anarkista um sjö ára skeið. Kennedy, sem kallaði sig Mark Stone, kom hingað til lands á vegum aðgerðasinna innan raða Saving Iceland árið 2005 og tók þátt í mótmælum gegn Kárahnjúkavirkjun. Í skýrslu greiningardeildarinnar er því ekki svarað beint hvað íslensk lögreglu- yfirvöld vissu um komu Marks Kennedy. Þar segir orðrétt: „Við yfirferð gagna hjá embætti ríkislögreglustjóra hafa ekki komið fram upplýsingar sem gera kleift að skera úr um hvort þessi flugumaður bresku lögregl- unnar hafi verið hér á landi í samvinnu eða með vitund lögreglunnar árið 2005.“ Í skýrslunni er þess getið að ríkislögreglu- stjóri hafi ekki sett sérstakar reglur um flugumenn, sem villi á sér heimildir til að komast í raðir manna sem liggi undir grun. Þar segir jafnframt að notkun slíkra aðferða sé „tiltölulega fátíð rannsóknaraðferð hjá lögreglu“, enda háð annmörkum í svo fámennu landi þar sem maður þekki mann. Í yfirlýsingu innanríkisráðherra sem birt- ist á vef ráðuneytisins í gær, segir að sam- kvæmt þessu finnist engin gögn sem bendi til þess að vitneskja hafi verið um það hér Óvíst hvort lögregla vissi af flugumanni við Kárahnjúka Ríkislögreglustjóri getur ekki svarað því með óyggjandi hætti hvort flugumaður bresku lögreglunnar hafi verið hér á landi í samvinnu við íslensk lögregluyfirvöld. Tók þátt í mótmælum Saving Iceland árið 2005. Gera verður þá kröfu til erlendra lögregluembætta sem íslenskir lögreglumenn eiga í samstarfi við að þau hafi að leiðarljósi siðferðisgildi sem leyfi ekki framferði lögreglumanna líkt og það sem Mark Kennedy er sakaður um, segir í yfirlýsingu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Í yfirlýsingunni segir Ögmundur að sér finnist „íhlutun yfirvalda með þessum hætti í mótmæli af pólitískum toga beinlínis vera tilræði við lýðræðið“. Aðgerðasinnar og anarkistar hafa mótmælt starfsaðferðum bresku lögreglunnar harðlega í máli Marks Kennedy. Kennedy viðurkenndi í samtölum við fjölmiðla á síðasta ári að hafa átt í kynferðissambandi við í það minnsta tvær konur á meðan hann var innan raða aðgerðasinna. Kennedy hefur einnig verið sakaður um að hafa hvatt til harðra aðgerða mótmælenda og tekið þátt í lögbrotum þeirra. Í yfirlýsingu innanríkisráðherra segir að sé það rétt að flugumenn erlendra lögregluembætta láti ekki við það sitja að njósna um fólk heldur æsi það til uppþota og jafnvel ofbeldis sé það for- kastanlegt. Að stofna til kynferðislegs sambands við konur úr röðum mótmælenda sé „skýlaust brot á lögum og lögreglusamþykktum alls staðar í siðuðum þjóðfélögum“. Íhlutun lögreglu tilræði við lýðræðið MARK KENNEDY MÓTMÆLI Meðlimir í Saving Iceland mótmæltu Kárahnjúkavirkjun og álverum nokkur sumur í röð, meðal annars með því að hlekkja sig við vinnutæki og leggjast á ökuleiðir að vinnusvæðum. MYND/SKESSUHORN á landi að Kennedy hafi verið flugumaður bresku lögreglunnar. Þar er þó jafnframt bent á að ríkislög- reglustjóri eigi í góðu samstarfi við erlend lögreglulið. Þar byggi miðlun upplýsinga iðulega á því að viðtakandi þeirra sé ekki upplýstur um hvernig þeirra sé aflað. Því sé vafasamt að fullyrða hvaðan upplýsing- ar sem fengust að utan fyrir mótmælin við Kárahnjúka komu. brjann@frettabladid.is KJARAMÁL Um 75 prósent aðildar- félaga Samtaka atvinnulífsins (SA) hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga á almennum mark- aði. Fram kemur í tilkynningu frá SA að 21,5 prósent þeirra sem greiddu atkvæði hafi viljað hafna samningnum, en 3,5 prósent hafi ekki tekið afstöðu. Atkvæðagreiðslan gildir um kjarasamninga sem undirritaðir hafa verið við ASÍ, VR, Eflingu, Hlíf, VSFK, Rafiðnaðarsamband Íslands, Samiðn, Starfsgreinasam- band Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Landssamband íslenskra verslunarmanna, Mat- vís, Félag bókagerðarmanna og Mjólkurfræðingafélag Íslands. - bj SA samþykkir kjarasamning: 75% samþykkja samninginn FÉLAGSMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, sem ráðinn hefur verið framkvæmdastjóri Hjúkrunar- heimilanna Eirar og Skjóls út þetta sumar, fær 300 þúsund krón- um lægri laun en forveri hans í starfi. Vil- hjálmur fær og greidda akst- urspeninga fyrir notkun á eigin bíl sam- kvæmt akst- ursbók en ekki fasta 200 þúsund króna greiðslu á mánuði eins og var. Að frátöldum greiðslum fyrir akstur verða mán- aðarlaun Vilhjálms 920 þúsund krónur. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu segist Vilhjálm- ur ekki hafa sóst eftir starfinu og ætlar ekki að sækja um þegar starf- ið verður auglýst innan tíðar. - gar Eir semur við forstjóra: Launin lækkuð um 300 þúsund VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON EFNAHAGSMÁL Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar var jákvæð um 13,67 milljarða króna árið 2010 en hún var neikvæð um 1,65 milljarða árið áður. Þetta kemur fram í ársreikningi borgar- innar sem lagður var fram á fundi borgarstjórnar í gær. Stærstan hluta viðsnúningsins má rekja til hagstæðra gengisbreytinga sem haft hafa áhrif á skuldir samstæð- unnar. Afkoma borgarsjóðs á árinu var jákvæð um 1,5 milljarða sem er mun betra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Skýrist það að mestu af hærri útsvarstekjum vegna meiri launahækkana en gert var ráð fyrir og úttekta á séreignarsparnaði. Þá voru tekjur af fasteignagjöldum vanáætlaðar. Í tilkynningu frá borgarstjórnar- flokki sjálfstæðismanna segir að þessi niðurstaða sýni að hagræðing- araðgerðir fyrri meirihluta í borg- inni, sem sjálfstæðisflokkurinn fór fyrir, séu að skila sér í varanlegum rekstrarbata. Að þeirra sögn hrekur þetta einn- ig málflutning núverandi meirihluta um að skatta- og gjaldskrárhækkan- ir séu óumflýjanlegar. - mþl, þj Ársreikningur Reykjavíkur sýnir mikinn viðsnúning í rekstri samstæðunnar: Afkoman jákvæð um 13,67 milljarða RÁÐHÚSIÐ Afgangur upp á 1,5 milljarða varð af rekstri borgarsjóðs árið 2009. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 2,4 milljarða halla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Árni Páll Árnason efna- hags- og viðskiptaráðherra flutti framsögu Íslands á samráðsvett- vangi umsóknarríkja með fjár- málaráðherrum Evrópusam- bandslandanna í Brussel í gær. Árni Páll ræddi hagstjórnar- markmið Íslands fyrir árin 2011 til 2013. Hann sagði í framsögu sinni að stöðugleika væri náð, með frumjöfnuði og hagvexti. Hröðun skuldaúrvinnslu, afnám gjaldeyrishafta og opnun mark- aða út á við væru helstu áskoran- irnar nú. - þeb Árni Páll Árnason: Ávarpaði ráð- herra í Brussel GENGIÐ 17.05.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 218,7505 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 114,98 115,52 187,02 187,92 163,32 164,24 21,901 22,029 20,624 20,746 18,163 18,269 1,4057 1,4139 182,67 183,75 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Stúdentarósin 2011 úr 14 kt gulli kr. 16.400 údentastjarnan 2011 úr 14 kt gulli kr. 13.500 silfurhálsmen/-næla kr. 5.900 www.jonogoskar.is LAUGAVEGUR / SMÁRALIND / KRINGLAN VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 25° 22° 15° 23° 25° 15° 15° 21° 18° 24° 20° 29° 12° 22° 17° 14°Á MORGUN 10-18 m/s NV-til, annars hægari. FÖSTUDAGUR Víða10-15 m/s, en stífari suðaustast. 5 7 9 2 6 3 7 5 8 7 10 8 7 8 8 8 12 8 8 3 7 8 2 3 7 9 3 5 5 0 0 -1 KULDALEG SPÁ Nú fer kólnandi á landinu næstu daga einkum norðanlands og á föstudag má búast við vægu frosti. Úrkoman sem fellur norðaustan til á morgun verður líklega víða í formi slyddu í fyrstu og síðar snjókomu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.