Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 18
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR18 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is BERTRAND RUSSELL heimspekingur fæddist þennan dag árið 1872. „Í öllum athöfnum er hollt að festa öðru hverju spurningarmerki við þá hluti sem þú hefur lengi litið á sem sjálfsagða.“ Góð stemning var í húsakynnum Ljóssins á dögunum þegar Sólveig Eiríksdóttir, oftast kennd við Gló, og Dorrit Moussa- ieff forsetafrú elduðu með ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein. Ungliðahópurinn er samstarfsverkefni Ljóss- ins, Krafts og Félags krabbameinssjúkra barna. „Ég hef mjög gaman af því að elda og hugsa mikið um mataræðið, enda skiptir það miklu máli hvað við setjum ofan í okkar. Hráfæði er mitt uppáhald, þannig fáum við mest af næringarefnum út úr fæðunni,“ segir Dorrit kát í bragði. Hún tekur þó fram að Sólveig sjái að mestu um eldamennsk- una á námskeiðinum. „Ég bara aðstoða hana. Núna skar ég til dæmis bara niður hráefnið,“ segir hún og hlær. Sólveig hefur starfað með Ljósinu í fimm ár og þrisvar fengið forsetafrúna með sér til að elda með ungliðum. „Við verðum að hugsa um mataræðið,“ segir Dorrit með áherslu. „Á Íslandi gæti búið heilbrigðasta þjóð í heimi. Við höfum ferska loftið, vatnið og góðu landbúnaðarvörurnar. Ef við myndum öll hreyfa okkur og sleppa sykri, því sykur er eitur, myndu sparast miklir peningar í heilbrigðiskerfinu,“ segir forsetafrúin, sem lét ekki sitt eftir liggja í eldhússtörfunum þegar búið var að snæða dýrindis pastarétt og múslínammi. Borðhaldið var fjörugt og ungliðarnir óhræddir að ræða við forsetafrúna um lífið og tilveruna, en það var ekki síst mataræði sem var til umræðu. Þegar desertinn heilsusam- legi kom á borðið var forsetafrúin hins vegar byrjuð að vaska upp. „Hún notaði ekki einu sinni uppþvottavélina,“ sagði einn ungliðinn hissa og annar nefndi að það væri eins og hún yrði strax ein af hópnum. Ekki var heldur neitt far- arsnið á Dorrit þótt matreiðslunámskeiðinu væri formlega lokið og ræddi hún við ungliðana í rúman klukkutíma. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og það höfðu ungliðarnir líka. Ekki fóru þær alltaf saman en hver bar virðingu fyrir skoðunum annarra. Í umræðunum kom fram ein hugmynd sem öllum þótti stórsniðug. „Hvernig væri að hafa einn sykurlausan mánuð á Íslandi?“ spurði for- setafrúin. Hugmyndin fékk atkvæði flestra ungliðanna, sem voru þá einnig tilbúnir til að koma að framkvæmdinni. Sollu í Gló leist líka feiknavel á hugmyndina. „Það langar áreið- anlega engan í sykur eftir að hafa prófað að vera sykurlaus í mánuð.“ Ungliðarnir voru sammála um það. Það er aldrei að vita hvað þær vinkonurnar gera ásamt þessum kraftmikla ungliðahóp. Í það minnsta er vilji fyrir því að fræða Íslendinga um gott mataræði og bæta það. - uhj DORRIT MOUSSAIEFF: ELDAR Í LJÓSINU Matreiðir með ungu fólki GÓÐ TENGSL Dorrit Moussaieff og Sólveig Eiríksdóttir héldu mat- reiðslunámskeið í Ljósinu á dögunum fyrir ungt fólk með krabbamein. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, Kristjönu Óskar Kristinsdóttur frá Hafnarfirði, Ásgötu 12, Raufarhöfn. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Dvalarheimilis- ins Nausts á Þórshöfn sem og starfsfólki Dvalar- heimilisins Sunnuhlíðar, fyrir kærleiksríka umhyggju og vináttu sem umvafði Kristjönu og okkur öll. Kolbrún Stefánsdóttir Særún Stefánsdóttir Guðrún Stefánsdóttir Magnús Stefánsson Birgitta Björgólfsdóttir og synir Stefán Jan Sverrisson Brimrún Björgólfsdóttir og synir Daníel Benediktsson Eva Benediktsdóttir Milla Ósk Magnúsdóttir Vala Rún Magnúsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ragnheiðar Bjarnadóttur Dalbraut 18, Reykjavík, sem andaðist 27. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Ámundi Gunnar Ólafsson Sigrún Þórisdóttir Lilja Ósk Ólafsdóttir Guðmundur A. Arason Guðlaug Ingibjörg Ólafsdóttir Hilmar Þórisson Júlíana Bjarndís Ólafsdóttir Jóhann Einars Guðmundsson og fjölskyldur. Hjartkær frænka okkar, Kristín Sigríður Þórðardóttir Kimmel sem andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði 11. maí sl., verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00. Þakkir eru færðar þeim sem léttu henni flutningana til Íslands og dvölina hér síðustu árin, fyrir umhyggju þeirra og hlýhug. Systkinabörn og fjölskyldur Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Árni Guðjón Jónasson Heiðmörk 13, Hveragerði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi þriðju daginn 10. maí, verður jarðsunginn frá Hveragerðiskirkju föstudaginn 20. maí kl. 14.00. Sigurður Árnason Guðlaug Ragnarsdóttir Bjarni Árnason Guðbjörg Jóhannsdóttir Kristján Þór Hansen Sigurbjörg Egilsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, Pálmi Ingvarsson lést í Seattle þriðjudaginn 10. maí. Ingvar Pálmason Ingvarsson Connie Ingvarsson Soffía Pálmadóttir Gísli Kristjánsson Auður Ingvarsdóttir Sigurður Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn. Gjótuhrauni 8, 220 Hafnarfirði Sími: 571 0400, legsteinar@gmail.com GRANÍT OG LEGSTEINAR Fallegir legsteinar á einstöku verði Frí áletr un Gjótuhrauni 8, 220 H fnarfirði Sími 571 400 ranit@granit.is Ástkær sonur okkar, bróðir, barna- barn, frændi og vinur, Albert Karl Sigurðsson Tunguvegi 7, Njarðvík, lést á heimili sínu, sunnudaginn 15. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Sanders Sigurður Guðnason Sigríður Sigurðardóttir Sylvía Sigurðardóttir Guðni Róbertsson Sigríður Sigurjónsdóttir Guðni Sigurðsson Kolbrún Jóna Færseth og aðrir ættingjar og vinir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Bergþór Oddsson Aðalgötu 5, Keflavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, fimmtu- daginn 12. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 20. maí kl. 13.00. Guðrún Jóna Aradóttir Sigurður J. Ögmundsson Sigríður Aradóttir Guðmundur Finnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sveinbjörg Jónsdóttir Þjóttuseli 5, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ laugardaginn 7. maí. Útförin fer fram frá Seljakirkju fimmtudaginn 19. maí kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun og hlýju. Jón Helgason Stefanía G. Björnsdóttir Björg Gísladóttir Berglind Reynisdóttir Samson Magnússon Sveinbjörg Jónsdóttir Sigurður Óli Hákonarson Stefán Helgi Jónsson Guðbjörg S. Bergsdóttir Rannveig Jónsdóttir og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn Hjörtur Gunnarsson Suðurgötu 17, Hafnarfirði, lést 10. maí. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. maí kl. 15.00. Nanna Friðgeirsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.