Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 19
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 18. maí 2011 – 9. tölublað – 7. árgangur PORTÚGAL HJÁLPAÐ Evrópusambandið samþykkti á mánudag neyðarlán til bjargar Portúgal upp á 78 milljarða evra. Þriðjungur lánsins kemur frá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum, þriðj- ungur úr neyðarsjóði evruríkj- anna en þriðjungur fer á fjárlög ESB. Að meðaltali eru lánin til sjö og hálfs árs með 5,7 prósenta vöxtum. KÍNVERJAR GÁI AÐ SÉR Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs Evrópusambands- ins, segir að Kínverjar verði að gá að sér og sýna sanngirni í við- skiptum við ESB, að öðrum kosti gætu Evrópubúar krafist vernd- arráðstafana af hálfu Evrópusam- bandsins. Hann er í heimsókn í Kína og ræddi þar í gær við Wen Jiabao forsætisráðherra. TREGÐA Á MÖRKUÐUM Tregðu gætti á mörkuðum í gær vegna skuldavanda Evrópuríkja og áframhaldandi óvissu um efna- hagsbata í heiminum. Evran hélt þó sínu striki, þrátt fyrir nokkurn ugg um að handtaka Dominique Strauss-Kahn geti haft einhver langtímaáhrif. Þjónusta Veitingahús VerslunÍþrótta- og félagasamtök Ríki- og sveitarfélögFerðaþjónusta Hraði! Skilvirkni! Sveigjanleiki! Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar Embætti skattrannsóknarstjóra er með um fjörutíu svokölluð skattaskjólsmál til rannsóknar. Embættið hefur ekki komist yfir nema brot af þessum fjölda, að því er Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri greinir frá. „Við höfum komist til botns í einhverjum en önnur eru þung þegar ekki hefur tekist að afla allra þeirra upplýsinga sem við teljum þörf á. Sum geta verið í rannsókn í á annað ár. Við vitum að það eru miklir fjármunir í skattaskjólunum, einkum í Lúxemborg,“ segir Bryndís, en þeim sem eiga eignir og fjármuni erlendis og eru skattskyldir hér á landi ber að telja allt fram. Reynslan af upplýsingaskiptasamningum við önnur ríki hefur verið upp og ofan, að sögn Bryn- dísar. „Umhverfið er að opnast meira, en stundum fer mikið ferli í gang þar sem verið er að teygja lop- ann. Þetta gengur betur í sumum löndum en öðrum. Þessir samningar opna ekki allar dyr. Við erum til dæmis með upplýsingaskiptasamning við Jómfrúa- eyjar en upplýsingarnar er ekki að finna þar þótt félag sé skráð þar til heimilis. Þar er kannski bara eitthvert box en félagið sjálft staðsett í Lúxemborg. Þessir samningar eru til bóta en fuglinn er ekki allt- af í hendi.“ Íslendingar eru í einhverjum mæli farnir að yfir- gefa skattaskjólin, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri greinir frá. „Það er alltaf eitthvað um það að á framtölum birtist upplýsingar um eignir og fjármuni í útlönd- um. Við höfum hins vegar ekki athugað þetta kerf- isbundið. Framtalsskilin eru almennt að batna og einnig hvað varðar upplýsingar frá útlöndum. Það væri auðvitað óskandi að menn gerðu þetta í meiri mæli,“ segir ríkisskattstjóri. Hann tekur fram að mögulega séu vissir hvatar að baki þegar menn ákveði að telja allt fram. „Þeir sem hafa verið í skattaskjólum vita að við erum að fá upplýsingar. Margir þeirra eru auk þess í fjárhags- legum erfiðleikum. Þá þarf að grípa til allra fjár- muna og það er ekki hægt að birtast með þá hér án þess að telja þá fram. Slíkt kallar á rannsókn skatt- rannsóknarstjóra.“ Skúli segir að oft þurfi að greiða háar þóknanir til fjármálafyrirtækja og aðila sem haldi utan um gögn í skattaskjólum. „Þetta getur verið svo há þókn- un að hún slagi jafnvel upp í skattasparnað. Það er alveg klárt mál að það er engin góðgerðastarfsemi hjá þessum stofnunum. Í einhverjum tilfellum hafa menn hagnast á þessu en það er ekki reglan.“ Þegar menn koma úr felum bætist við endur- ákvörðunina 25 prósenta álag á alla skattstofna, að sögn Skúla. „Síðan er metið hvort viðkomandi mál þarf að fara til skattrannsóknarstjóra.“ Rannsaka fjörutíu skattaskjólsmál Embætti skattrannsóknarstjóra kemst aðeins yfir brot mála tengdra skattaskjólum. Upplýsingaskiptasamningar til bóta. Íslendingar teknir að yfirgefa skattaskjólin í einhverjum mæli. Verðbólguhorfur hafa versnað og mun Seðlabankinn ekki lækka stýrivexti frekar, að mati grein- ingardeildar Arion banka. Í Markaðspunktum deildarinn- ar í gær segir að aukin umsvif á fasteignamarkaði, áhrif gjald- eyrishafta, gjaldskrárhækkan- ir og áhrif nýlegra kjarasamn- inga muni smita út frá sér í verð- lag. Af þeim sökum sé ólíklegt að verðbólga verði undir mark- miðum Seðlabankans í allt að tvö ár. Gert er ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent í mánuðinum og fari verðbólga við það í 3,1 prósent. Spá deildarinnar gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í 4,0 prósent í ágúst. Af þessum sökum telur deild- in að botninum hafi verið náð í núverandi vaxtalækkunarskeiði. Hún telur jafnframt að þrátt fyrir versnandi horfur verði pólitískum þrýstingi beitt til að fá Seðlabank- ann til að horfa framhjá verð- bólguhorfum í vaxtaákvörðun- um sínum. - jab Stýrivextir lækka ekki VEXTIR KYNNTIR Líklegt er að þrýst verði á að Seðlabankinn horfi fram hjá verri horfum í vaxtaákvörðunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ísland færist skör neðar Kapphlaup í stígvélum og með sandpoka 4-5 Tækni Dagblöð lesin í farsímanum PFS og Vodafone Deilt um tíðni nýs farsímanets 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.