Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 24
Ferðasýningin Íslandsperlur verður haldin í Perlunni um helgina.
Sýningin er öllum opin og stendur frá 10 til 18 báða dagana.
Gestum gefst tækifæri til að kynna sér fjölbreytta ferðamöguleika á
Íslandi, smakka á íslenskum krásum og njóta fjölbreyttra uppákoma.
„Meðbyrinn er stórkostlegur og ég
hef aldrei upplifað aðrar eins við-
tökur síðan ég byrjaði að selja Vísi
í Austurstræti á fimmta árinu,“
segir Ágúst Rúnarsson, hug-
myndasmiður og framkvæmda-
stjóri ferða- og upplýsingavefsins
Worldcenter.co sem fór form-
lega í loftið 17. apríl. Vefurinn er
sá fyrsti sinnar tegundar í heim-
inum og á þjóðhátíðardaginn 17.
júní opnar sérstakur Íslandsvefur
á íslensku fyrir Íslendinga, en þess
má geta að www.icelandcenter.is
er fyrsta síðan sem opnar undir
regnhlífavef Worldcenter.
„Á 37 ára starfsferli mínum í
ferðaþjónustu heima og erlendis
hefur mér fundist vanta haldgóð-
an samnefnara fyrir ferðaþjónustu
í heiminum. Á netinu fyrirfinnast
milljónir ferðasíðna sem ferðafólk
leitar á með misgóðum árangri, en
á Worldcenter er leit þeirra orðin
hraðvirkari og markvissari,“ segir
Ágúst sem áætlar að opna undir-
síður Worldcenter í 150 löndum á
næstu fimm árum, en hann hefur
þegar tryggt sér þarlend lén og
fengið eina af stærstu endurskoð-
endaskrifstofum landsins til að
vinna fyrir sig varlega áætlaða
fjárhagsáætlun.
„Samkvæmt útreikningum er
áætlað að velta Worldcenter verði
orðin töluverð eftir fimm ár, en
fjármagn mun að langstærstum
hluta koma erlendis frá í gegnum
auglýsingatekjur og þóknanir á
bókunum víðs vegar um heiminn.
Þá er gert ráð fyrir að Worldcent-
er skapi allt að 1.500 ný störf á
heimsvísu á næstu fimm árum og
ljóst að fyrirtækið verður mjög
gjaldeyrisskapandi þegar tekjur
af sölu á ferðatengdri þjónustu
og vörum skilar sér til Íslands,“
segir Ágúst og bætir við að hug-
myndir séu uppi um að fyrirtækið
reisi sitt eigið gagnaver á næstu
árum.
„Hugmyndin að Worldcenter er
sú að nóg sé fyrir fólk að muna
nafnið, hvar sem það er statt í
heiminum. Frá vefsíðunni getur
það svo hoppað út um allan heim
og leitað upplýsinga um nánast allt
sem viðkemur áfangastað sínum;
sögu, þjóðlíf, menningu, stjórn-
sýslu, atvinnu- og viðskiptalíf,
auk upplýsinga um flug, bílaleig-
ur, gistingu og alla þá afþreyingu
og ævintýri sem bjóðast í hverju
landi fyrir sig. Þá hefur World-
center gert samning um að hluti
söluandvirðis renni til styrkt-
ar SOS-barnaþorpum og hyggst
jafnvel opna sérstakt Worldcent-
er-barnaþorp þegar fram líða
stundir,“ segir Ágúst sem einnig
verður með klúbba, afsláttarkort
og vefverslanir á Worldcenter og
ekki síst Islandcenter.is, þar sem
eftirspurn eftir íslenskum vörum
af öllu tagi er mikil.
„Allir vefirnir verða á fimm
tungumálum: ensku, dönsku,
frönsku, spænsku og þýsku, auk
þess sem Íslandsvefurinn verður
á íslensku. Vefsíður hinna land-
anna, með beinni tengingu frá
Worldcenter, verða undir viðkom-
andi landaheiti og svo center, eins
og Danmarkcenter, Hollandcenter,
Israelcenter og Australiacenter, en
við áætlum að opna í Kína, Mal-
asíu, Taílandi, Litháen, Eistlandi,
Möltu, Þýskalandi og Danmörku á
haustdögum. Eftirspurnin er mikil
og allir vilja vera með, enda auð-
velt fyrir heimsbyggðina að muna
nafnið og heillandi tilhugsun að
finna allt um ferðalög til 150 landa
á einum stað,“ segir Ágúst.
Sjá nánar á icelandcenter.is,
erlendu útgáfu Íslandssíðunnar
sem opnar á íslensku á slóðinni
islandcenter.is 17. júní.
thordis@frettabladid.is
150 lönd á einum stað
Hvert viltu fara? Út í buskann eða á heimsenda, en skortir haldbærar upplýsingar um hvernig þú átt að
komast þangað? Nýja íslenska vefsíðan Worldcenter mun senn geyma allt um ferðalög til 150 landa.
„Frá vefsíðunni getur fólk hoppað út um allan heim og leitað upplýsinga um nánast allt sem viðkemur áfangastað sínum; sögu,
þjóðlíf, menningu, stjórnsýslu, atvinnu- og viðskiptalíf, auk upplýsinga um flug, bílaleigur, gistingu og alla þá afþreyingu og
ævintýri sem bjóðast í hverju landi fyrir sig,” segir Ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÍSLENSKT
KISUNAMMI
Fæst í Bónus, Samkaup,
10-11, Fjarðarkaup og Inspired
Keflavíkurflugvelli
Harðfisktöflur sem
kisur elska
VINSÆLVARA
NÝ SENDING AF
SPARIFATNAÐI!
Eistland og Lettland
Miðaldir - 16.-24. júlí
2ja landa sýn, ferðast er um bæði löndin. Við skoðum hinar fögru miðaldaborgir Tallinn og Riga, gistum
m.a. á herrasetri. Skoðum hallir, kastala, markaði, söfn og keyrum i gegnum
ægi fögur sveitahéruð svo eitthvað sé nefnt.
Beinta flug frá Ke
flavík
Tallinn
Verð 148.900 kr. á mann i 2ja
manna herbergi.
Innifalið; Fararstjóri, flug og skattar, hótel,
allar skoðunarferðir
Eistlandi
Tallinn Eistlandi
- miðaldaborg frá 11. öld,16.-24. júlí
Verð einungis 44. 900 kr. (flug með skatti)
Verð 78.800 kr. á mann i 2ja manna herbergi.
Innifalið flug, skattar, hótel, fararstjóri, rúta til og frá flugvelli.
Ein fallegasta borg Evrópu og á minjaskrá Unesco. Miðaldastemning í Tallinn er engu öðru lík. Söfn,
dómkirkjur, borgarhlið, borgarveggir, klaustur, borgarturnar og stórfenglegur arkitektúr, allt á sama stað.
Má nefna Torgið í gamla bænum, St Olav´s kirkju, St. Catherine götu, Maiden turninn, Toompea kasta-
lann, Saint Mary dómkirkjuna og Ráðhúsið. Spennandi skoðunarferðir innan borgar sem utan í boði.
Trans-Atlantic sérhæfir sig i ferðum til Eistrasaltslanda
10%
20%
BÍTIÐ
MEÐ HEIMI OG KOLLU
ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði
á 120 stöðum um land allt.
Nánari upplýsingar á
visir.is/dreifing