Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 18.05.2011, Qupperneq 26
18. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Björgvin Gunnarsson valdi sér nýstárlegt viðfangsefni fyrir BA-ritgerð sína í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Hann stúderaði hvernig víkingar birtast í kvikmyndum. „Þetta var reyndar ekki mín hug- mynd,“ segir Björgvin, spurð- ur hvernig honum hafi dott- ið þetta ritgerðarefni í hug. „Við vinur minn frá Grikklandi, sem er fornleifafræðingur, vorum einhvern tíma að ræða um kvik- myndir og þá helst sögulegar kvikmyndir, á sama tíma og ég var að leita mér að efni í BA-rit- gerðina. Hann lagði saman tvo og tvo og útkoman varð þessi.“ Eru kvikmyndir aðaláhugamálið? „Ja, ég er allavega mjög áhugasamur um kvikmyndir og sá þarna leið til að sameina áhugamálin,“ segir Björgvin. Björgvin stúderaði tíu kvik- myndir frá árunum 1957 til 2009, flestar amerískar en ein er þó ís- lensk, önnur dönsk og sú þriðja frönsk. Kom niðurstaðan honum á óvart? „Ég var að skoða hversu vel vopn, klæðnaður og híbýli stemmdu við það sem fornleifa- fræðin hefur komist að um þessa hluti á víkingatímanum og það kom mér nokkuð á óvart hversu vel þessar tíu myndir fylgdu forn- leifafræðilegum heimildum. Það var helst söguþráður myndanna sem var ansi langt frá raunveru- leikanum, þarna voru geimver- ur á stjái, hvað þá annað. En það kom mér virkilega á óvart hversu vel fornleifafræðilegum heimild- um var fylgt í þeim flestum.“ En hafði orðið einhver þróun í ná- kvæmninni á þessum rúmu fimm- tíu árum? „Nei, ég tel að það sé frekar öfugt, en þetta hefur samt ekki mikið breyst. Í Pathfinder frá 2007 eru víkingarnir reynd- ar orðnir skrímsli, þrír metrar á hæð og með alls konar furðuleg vopn, en yfirleitt halda menn sig við heimildir hvað varðar fatnað, vopn og híbýli.“ Eina alíslenska myndin sem Björgvin stúderaði var Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunnlaugsson, skar hún sig að einhverju leyti úr? „Já, hún var óvenju nákvæm og söguþráðurinn hélt vatni, sem er frekar óvenju- legt í þessum myndum.“ - fsb Fornleifafræði fylgt í víkingamyndunum BA-ritgerð Björgvins Gunnarssonar í fornleifafræði nefnist Þungur hnífur og fjallar um víkinga í kvikmyndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Svandís Anna Sigurðardóttir kallar MA-ritgerðina sína í kynjafræði við Háskóla Íslands „Kynjaflækja hinsegin mæðra. Að afbyggja kynjakerfið og gagnkynhneigt forræði frá jaðrinum.“ Hún segir nafn ritgerðarinnar hafa reynst sannmæli. „Með ritgerð minni vil ég rannsaka í gegnum viðtöl hvernig hinsegin konur, sem eru í sambúð og eiga börn, skilja, vinna úr, styrkja, af- byggja og sjá fyrir sér kynjahlut- verk og ímyndir kynjaða valda- kerfisins sem við búum við,“ segir Svandís Anna í inngangi ritgerð- arinnar. „Ritgerðin reyndar skiptist í tvennt,“ útskýrir hún. „Fyrst er fræðilegi hlutinn og síðan viðtals- hlutinn þar sem ég tók tíu viðtöl við fimmtán konur sem eru í sam- búð með annarri konu og eru að ala upp börn. Kveikjan var sú að mér fannst áhugavert að skoða hvað væri að gerast hjá samkynhneigð- um eftir að þeir hafa öðlast öll þessi lagalegu réttindi og hvernig það væri að fara inn í þann risa- stóra gagnkynhneigða heim sem fjölskyldan og fjölskyldulífið er. Hvort með því að taka þátt í því sem meirihlutinn er að gera sé fólk neytt til að samlagast honum. Um leið var ég að skoða kyn og kyn- gervi og hvað væri að gerast þar.“ Og hver var niðurstaðan? „Nið- urstaðan á raunar vel við titilinn, þetta er afskaplega mikil flækja. Konurnar sem ég talaði við fóru oft allan hringinn í einu og sama við- talinu, frá því að halda fram gild- um hins gagnkynhneigða heims og til þess að afbyggja allar viðtekn- ar hugmyndir og halda því fram að engir tveir væru eins og uppeldi hlyti að miðast við það, óháð kyni eða kynhneigð. Það var líka mjög misjafnt hversu meðvitaðar þær voru um kyn og kynhlutverk í upp- eldi barnanna. En jafnvel þótt þær fylgi gildum hins gagnkynhneigða fjölskyldulífs eru þær náttúru- lega að brjóta það upp, einfaldlega vegna þess að þær eru ekki gagn- kynhneigðar. Þær eru að víkka út normið og breyta hugmyndum okkar um það hvað sé „eðlilegt“ fjölskyldulíf, hvort sem þær gera það meðvitað eða ekki.“ - fsb Hinsegin kynjaflækja Svandís Anna Sigurðardóttir kallar MA-ritgerðina sína í kynjafræði við Háskóla Íslands „Kynjaflækja hinsegin mæðra. Að afbyggja kynjakerfið og gagnkynhneigt forræði frá jaðrinum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, fylgir fornleifafræðileg- um heimildum einna best þeirra mynda sem Björgvin skoðaði. Upplýsingar á www.mk.is og á skrifstofu skólans í síma 594 4000 WWW.MK.IS STÚDENTSNÁM • Félagsfræðabraut • Mála- og ferðafræðibraut • Náttúrufræðibaut • Viðskipta- og hagfræðibraut • Listnámsbraut GRUNNDEILD MATVÆLAGREINA fyrir þá sem stefna á að vera: • Bakari • Framreiðslumaður • Kjötiðnaðarmaður • Matreiðslumaður FRAMHALDSSKÓLABRAUT Hvert skal stefna í lífinu? KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.MK.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.