Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 28
18. MAÍ 2011 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● skólar og námskeið Hafdís Sunna Hermannsdóttir útskrifaðist vorið 2010 sem iðn- hönnuður frá Álaborgarháskóla eftir fimm ára nám til meistara- gráðu sem er ætlað að sameina hinar mörgu hliðar hönnunar og arkitektúrs. Eftir þrjú fyrstu árin útskrif- aðist Hafdís með BA-gráðu og vann þá að áhugaverðu verkefni. „Við unnum að hönnun lyftu til að flytja lamaða eða hreyfihamlaða manneskju milli rúms og stóls,“ útskýrir Hafdís. Aðaláherslan var lögð á það að taka mið af þörf- um notandans í hönnunarferlinu og þróa notendavæna vöru sniðna að raunverulegum aðstæðum. „Við unnum mjög náið með sjúk- lingum og hjúkrunarfólki og vorum í samstarfi við hjúkrun- arheimili í Álaborg þar sem við framkvæmdum notendarann- sóknir og prófuðum frumgerð- ir,“ segir Hafdís, sem vann síðar meistaraverkefni um hvernig út- færa mætti sjálfbæra hönnun í fyrirtækjum. Í febrúar á þessu ári hóf Haf- dís síðan doktorsnám í arkitekt- úr og hönnun. Þar rannsakar hún hvernig hönnuðir geta stuðlað að ábyrgum og áhrifaríkum lausn- um með því að vera meðvitaðir um hvernig hönnun hefur áhrif á hegðun fólks. „Ég kanna hvernig hönnuðir geta haft áhrif á hegð- un í gegnum vörur og þjónustu. Til dæmis þurfa þeir að vera mjög meðvitaðir við hönnun á vörum sem tengjast mat og börn- um, til að koma í veg fyrir fæðu- tengd vandamál á borð við offitu,“ útskýrir Hafdís. Hönnun getur haft áhrif á hegðun Hafdís Sunna Hermannsdóttir Unnsteinn Jóhannsson stundar nám í KaosPilot í Árósum í Danmörku. Námið er til þriggja ára og sérstætt fyrir margra hluta sakir. „Við köllum þetta skapandi verk- efnastjórnun, með áherslu á sam- félagslega nýsköpun og viðskipta- fræði,“ útskýrir Unnsteinn. Enginn eiginlegur kennari er yfir nemendunum heldur fyrir- liði sem heldur utan um hópinn og skipuleggur fyrirlestra og verk- efni. „Námið er byggt upp á að nemendurnir læri hver af öðrum og að við vinnum sem mest að raunverulegum verkefnum,“ segir Unnsteinn, en nemendurnir fá að hafa áhrif á hverjir eru fengnir til að halda fyrirlestra. Unnsteinn byrjaði í Kaos Pilot árið 2008 í Rotterdam. Þegar námið var lagt niður ári seinna tók hann sér árs leyfi og byrjaði í Árósum síðastliðið haust. „Fyrsta árið vinnum við mikið í hópum, lærum hvernig þeir haga sér og hvers konar menningu þeir skapa sér. Annað árið byrj- ar á feril hönnun, þar sem unnið er með þarfir fyrirtækja. Þá er hannaður ferill og KaosPilotinn leiðir hóp innan fyrirtækisins í gegnum hann,“ útskýrir Unn- steinn. Á fjórðu önninni eru nem- endurnir sendir til annars lands sem býr yfir annars konar menn- ingu, og þriðja árinu er skipt upp í verknám og lokaverkefni. Unnsteinn er á fjórðu önn í sínu námi og dvelur nú í þrjá mánuði í Bogotá í Kólumbíu. „Hér erum við að skerpa á því sem við höfum lært,“ segir hann og nefnir að undanfarin fimmtán ár hafi nem- endur farið til landa á borð við Kúbu, Ísrael, Palestínu og Kína. „Hér í Bogotá erum við 33 saman og erum með þrjá fyrir- liða. Dagskráin hefur verið þétt hjá okkur, við höfum farið í kynn- isferðir um Bogotá, farið á fyrir- lestra og byggt skólann okkar upp frá grunni,“ segir Unnsteinn, en hópurinn fékk tveggja hæða hús- næði til umráða sem hefur ekki verið notað í mörg ár. „Á einni viku urðum við að búa til borð og stóla, mála og þrífa,“ segir hann glaðlega. Hópurinn vinnur að átta mis- munandi verkefnum með fyrir- tækjum, háskólum og góðgerðar- félögum. „Hópurinn minn er að vinna með samtökum sem heita Architecture for Humanity. Það eru alþjóðleg samtök sem vinna með arkitektum og öðrum við að bæta líf þeirra sem minnst mega sín. Við vinnum í litlum skóla í bæ tveimur tímum vestur af Bogotá,“ segir Unnsteinn. Hluti af verkefni hans og samnemendanna verður að halda fjáröflun og skipuleggja viku þar sem farið er í skóla og byggt upp, gert við og málað. Nemendurnir taka að sér fleiri verkefni í Bogotá. Til dæmis munu þeir vinna með fólki af lægstu stigum þjóðfélagsins sem kallað er endurvinnslufólkið, en það lifir á því að fara í gegnum rusl hjá fólki og nýta það sem hægt er. Unnsteinn segist mikið hafa lært í Bogotá, þar sem munur- inn á fátækum og ríkum er mjög mikill. „Við fáum að kynnast báðum hliðum. Vinnum með end- urvinnslufólki á daginn og förum svo í fyrirmannahverfi á kvöldin í kokteila,“ segir Unnsteinn glett- inn. Hann hefur trú á að námið veiti honum góðan grunn og atvinnu- tækifæri víða. „Við erum nokkr- ir KaosPilotar á Íslandi og ég veit að þeir vinna allir að uppbyggi- legum og skemmtilegum verkefn- um,“ segir Unnsteinn. - sg KaosPilot í Bogotá Unnsteinn ásamt samnemendum sínum sem nú dvelja í Bogotá í Kólumbíu. Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því! Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution: REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK, Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108 URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11 ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 // LYFJAVER Suðurlandsbr. 22 Kenndar verða t.d eftirfarandi aðferðir: Ævintýri með nál og þráð Jurtalitun Glerlist Pappírsgerð Flettað úr víði og birki Brjóstsykursgerð og fl. Hinum ýmsu aðferðum verður fléttað saman í skemmtilegt starf. Farið á Árbæjarsafnið og Elliðaárdalinn. Endum námskeiðið með uppskeruhátíð á föstudeginum. Kennt verður 4 daga fyrri vikuna og 5 daga þá síðari. Tilvalið fyrir bæði stráka og stelpur. Börnin mæta með nesti og klædd eftir veðri. Námskeiðsgjaldið er kr. 38.700 en kr. 34.800 fyrir börn félagsmanna og ef systkini mæta. Allt efni er innifalið. Hægt að skrá sig í síma 551 7800 eða senda tölvupóst á skoli@heimilisidnadur.is Heimilisiðnaðarskólinn SUMAR 2011 Handverksnámskeið fyrir 8-16 ára Tveggja vikna handverksnámskeið fyrir 8-16 ára börn 2. - 12. ágúst kl. 10.00 - 16.00 Hópaskipting eftir aldri. Útsaumur kr. 47.000 fyrir félagsmenn (annars kr. 51.500) Efni innifalið Baldýring kr. 42.000 fyrir félagsmenn (annars kr. 46.500) Efni ekki innifalið Orkering kr. 47.000 fyrir félagsmenn (annars kr. 51.500) Efni innifalið Knipl kr. 42.000 fyrir félagsmenn (annars kr. 46.500) Efni ekki innifalið Re-design kr. 49.500 fyrir félagsmenn (annars kr. 55.500) Efni ekki innifalið 5 daga námskeið frá 20. júní - 24. júní. Sjá nánari innihaldslýsingu á heimasíðunni okkar www.heimilisidnadur.is Kennt verður frá kl. 10.00 - 12.00 og 13.00 - 15.00 alla daga. Samtals 30 kennslustundir. Hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á skoli@heimilisidnadur.is eða hringja í síma 551 7800. Sólstöðunámskeið Heimilisiðnaðarskólinn SUMAR 2011

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.