Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 18.05.2011, Síða 38
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð tölvuskeyta, eða þar um bil, eru meðal þeirra gagna sem sérstakur saksóknari þarf að plægja sig í gegnum í rannsókn sinni á Kaupþingi. milljóna króna tap varð á rekstri DV á síðasta ári. lítil og meðalstór fyrirtæki, rétt tæplega, hafa gengið í gegnum endurskipulagningu skulda sinna. Actavis opnaði nýjar höfuð- stöðvar í bænum Zug í Sviss í síðustu viku. Forstjórinn Claudio Albrecht sagði, í samtali við fjöl- miðla, lágskattastefnuna í bænum hafa heillað. En þótt starfsmenn fyrirtækisins greiði talsvert lægri skatta en hér, kostar sitt að lifa í bænum. Mánaðarleiga fyrir meðalíbúð er um hálf milljón, auk þess sem greiða þarf dýrum dómi fyrir skólavist barna, heilsu- gæslu og flest annað sem hér kostar lítið sem ekkert. En þó að Zug þyki paradís fyrir barnafólk og eldri borgara er þar lítið að gera fyrir einhleypa. Kunnugir segja að þegar nóg sé komið af útivist og fuglaskoðun taki aðeins klukkustund að skjótast til nærliggjandi landa. Ekki eintóm paradís Athygli vakti þegar Björgólfur Guðmundsson mætti á formlega vígslu tónlistar- og ráðstefnu- hússins Hörpu á mánudag. Sonur hans og nafni lét sig heldur ekki vanta við formlega opnun nýrra höfuðstöðva Actavis í Sviss. Björgólfur er skráður eigandi Actavis eftir yfirtöku á fyrirtækinu undir lok sumars 2007. Eftir skuldauppgjör, þar á meðal við Deutsche Bank, hefur hann hins vegar fært sig um set í stól stjórnarmanns. Í teitið mætti Björgólfur með nokkrum samstarfsmönnum sínum hjá fjárfestingarfélag- inu Novator, þar á meðal Andra Sveinssyni og lögmanninum Birgi Má Ragnarssyni, fyrrver- andi framkvæmda- stjóra Samsonar, e i g n a r - h a l d s f é l a g s þeirra Björgólfs- feðga. Birgir er jafnframt í stjórn Actavis með Björgólfi. Í góðum gír 1.000.000 2.00053 Eignastýring • Markaðsviðskipti • Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance er framsækið, óháð og sjálfstætt fjármálafyrirtæki sem hefur starfsleyfi frá Fjármálaeftirlitinu. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna sem búa að áralangri og víðtækri reynslu af innlendum og erlendum fjármálamörkuðum. www.arctica.is | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi | Sími 513 3300 Már Guðmundsson seðla banka- stjóri hefur gert víðreist á erlendum vettvangi upp á síð- kastið og kynnt fyrir mönnum bankahrunið hér, lærdóminn sem draga má af kreppunni og bata efnahagslífsins. Í síðustu viku var hann í London þar sem hann fundaði með fulltrúum lánshæfismatsfyrirtækja. Þá hélt hann erindi um málið í Englandsbanka og fundaði með Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, einum áhrifamesta manninum í bresku efnahags- lífi. Á mánudag var Már svo á meginlandinu í B r u s s e l og flutti hann þar erindi á s v i p u ð u m nótum og í Bretlandi. Á ferð og flugi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.