Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.05.2011, Blaðsíða 46
18. maí 2011 MIÐVIKUDAGUR26 folk@frettabladid.is Enskt bókaforlag hefur gert útgáfu- samning við tvo íslenska Liverpool- aðdáendur um útgáfu nýrrar bókar um sögu félagsins. Enska bókaforlagið deCoubertin Books hefur samið við Liverpool-aðdáendurna Arngrím Baldursson og Guðmund Magnússon um útgáfu bókarinnar Liverpool: The Complete Record. Hún kemur út í ágúst og hefur að geyma ítarleg- ar upplýsingar um flest það sem tengist enska fótbolta- liðinu frá stofnun þess fyrir 120 árum, þar á meðal töl- fræði yfir leikmenn, skoruð mörk og liðsuppstillingar. Einnig er saga félagsins rakin í kjarnyrtu máli. „Þetta er eiginlega afrakstur sjö ára vinnu,“ segir Arngrímur, sem stofnaði ásamt Guðmundi vefsíðuna LFC History.net fyrir sjö árum þar sem alls konar efni um Liverpool er að finna. „Útgáfufyrirtækið hafði samband við okkur að fyrra bragði síðastliðið haust og við erum búnir að vera á fullu í þessu síðan í september,“ segir hann. Bókin er yfir 500 blaðsíður og hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um hverja ein- ustu leiktíð í sögu Liverpool. Þeir félagar nýttu ferðir sínar á Liverpool-leiki til að fara á bóka- safn borgarinnar í leit að gögnum fyrir bókina. „Við fórum bara alla leið í þessu,“ segir Arn- grímur. „Þetta var kannski fimm tíma vinna í senn til að fletta í gegnum aldargömul blöð. Við vildum taka af öll vafaatriði, sérstaklega um markaskorara. Stundum var erfitt að segja hver skoraði í blindhríð árið 1909 í einhverjum leik. Eitt blað segir að þessi hafi skorað en eitthvað annað stendur annars staðar.“ Arngrímur og Guðmundur eru fjölskyldu- menn en Arngrímur segir konu sína skilnings- ríka þrátt fyrir að allur frítími hans hafi farið í bókina. „Vonandi fá börnin að lesa þetta síðar og sjá í hvað allur tíminn fór. Þetta verður hörkubók, ég lofa því,“ segir hann og heldur áfram: „Í raun og veru hefur ekki komið svona tölfræðibók með sögulegu ívafi í um tuttugu ár um Liverpool, sem er ótrúlegt.“ Mikið mark er tekið á þeim Arngrími og Guð- mundi vegna vandaðra vinnubragða þeirra við LFC History.net. Til að mynda notar Liverpool- félagið þeirra tölfræði sem sína eigin opinberu tölfræði samkvæmt samningi sem var undir- ritaður fyrir tveimur árum. freyr@frettabladid.is Vonandi fá börnin að lesa þetta síðar og sjá í hvað allur tíminn fór. Þetta verður hörkubók, ég lofa því ARNGRÍMUR BALDURSSON Söngkonan Rihanna er aftur komin í samband við fyrrver- andi kærasta sinn, Chris Brown, en núna í gegnum Twitter-síðuna. Hún hefur bætt honum á lista yfir Twitter-vini sína og kom það mörgum aðdáendum hennar á óvart. Ástæðan er sú að Brown var dæmdur í fimm ára skilorðs- bundið fangelsi og sex mánaða samfélagsþjónustu fyrir að ráð- ast á Rihönnu fyrir tveimur árum. „Þetta er bara Twitter, ekki altar- ið!“ sagði hin 23 ára Rihanna við einn aðdáandann sem lýsti yfir undrun sinni. Orðnir vinir á Twitter Snorra Helgasyni hefur verið boðið að koma fram á þrjú þús- und manna tónleikum í Kraká í Póllandi með helstu jaðarrokks- tjörnum Póllands. Tónleikarnir fara fram í kvöld og eru liður í stúdentahátíð í Kraká. Snorri kemur einnig fram á tónlist- arhátíðinni Brainlove Festival í London í lok maí. Snorri er að leggja lokahönd á sína aðra plötu, Winter Sun, sem kemur út í júlí. Hann ætlar að fylgja útgáfu plöt- unnar eftir með stífu tónleika- haldi á Íslandi í sumar og svo leggja í stóra tónleikaferð um Evrópu næsta vetur. Snorri spilar í Póllandi SPILAR Í PÓLLANDI Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason spilar í Póllandi í kvöld. 10 milljóna lán framleiðanda Two and a Half Men til Charlie Sheen komst óvænt í fréttirnar í gær. Sheen hefur hins vegar greitt lánið til baka. ORÐIN VINIR Rihanna er orðin vinur Chris Brown á Twitter-síðunni. Hafa skrásett sögu Liverpool-liðsins GEFA ÚT LIVERPOOL-BÓK Arngrímur Baldursson og Guðmundur Magnússon gefa út bók um Liverpool í ágúst næstkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Viðskiptavinir Símans fá 25% afslátt af GSM aukahlutum í dag! Magnaðir miðvikudagar! GSM ferðahleðslutæki á 25% afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.