Fréttablaðið - 28.05.2011, Side 6
28. maí 2011 LAUGARDAGUR6
HEILBRIGÐISMÁL Undanfarin ár
hefur afgangur af fjárlögum sem
nota má til endurgreiðslu tann-
læknareikninga numið um 200 til
400 milljónum króna á ári þar sem
endurgreiðsluskrá Sjúkratrygg-
inga Íslands hefur ekki hækkað
samhliða hækkun á fjárlögum.
Afgangurinn safnast ekki upp, að
því er Steingrímur Ari Arason for-
stjóri greinir frá.
„Þessar fjárhæðir fara í hítina.
Þegar tryggingarnar í heild eru
gerðar upp er kostnaðurinn orð-
inn meiri en áætlað var.“
Steingrímur segir stöðuna
orðna óviðunandi. „Það hafa ekki
náðst samningar við tannlækna og
ég þykist vita að menn hafi óttast
að yrði endurgreiðslugjaldskráin
hækkuð einhliða myndi það fyrst
og fremst leiða til þess að tann-
læknar hækkuðu verðið hjá sér
þannig að sjúklingar nytu þá ekki
góðs af. Nú hafa menn hins vegar
einsett sér að horfa til barna og
reyna að ná samningum um tann-
viðgerðir þeirra en halda hinum
hópunum, öldruðum og öryrkjum,
í óbreyttu kerfi til þess að byrja
með.“
Sigurður Benediktsson, for-
maður Tannlæknafélags Íslands,
segir tannlækna hafa gert athuga-
semdir vegna þessa mikla afgangs
við yfirvöld í mörg ár. „Sam-
kvæmt lögum á að veita þessum
fjármunum til fólksins í land-
inu en kerfið nær ekki að klára
þetta. Við höfum rætt þetta við
landlækni, umboðsmann barna,
stjórnmálamenn og heilbrigðis-
ráðherra. Nú fá börn endurgreitt
75 prósent af ráðherragjaldskrá.
Við bentum á að ef þau fengju 100
prósenta endurgreiðslu væri það
leið til þess að klára afganginn en
það þótti ómögulegt.“
Það er mat Sigurðar að praktísk-
ar ástæður séu fyrir því að ekki
hafi fengist nógu margir tann-
læknar til þess að taka þátt í átaks-
verkefninu um gjaldfrjálsar tann-
viðgerðir fyrir börn tekjulágra
foreldra sem standa á yfir í sumar.
„Menn skilja ekki stofuna sína
eftir verkefnalausa. Það kost-
ar að reka hana og greiða laun.
Sjálfur er ég til dæmis bókaður
einn til tvo mánuði fram í tím-
ann. Þetta er öðruvísi en átak-
ið sem við áttum frumkvæði að
fyrir tveimur árum til þess að
vekja athygli á vandamáli sem
við vorum búin að horfa á í mörg
ár. Þá unnum við á laugardögum
og tókum ekkert gjald fyrir. Það
er leiðinlegt að menn haldi að
við séum að skemma fyrir þessu
átaki því að viljum sannarlega
leysa þetta, ekki bara í Reykja-
vík heldur um allt land.“
ibs@frettabladid.is
Viðskiptavinir Tryggingastofnunar
og Sjúkratrygginga Íslands athugið
breyttan opnunartíma í sumar.
Frá til
verða Þjónustumiðstöðin
og Hjálpartækjamiðstöðin
opin frá kl. ,
en skiptiborð frá
kl.
ÍM
Y
N
D
U
N
A
R
A
FL
/
T
R
www.hr.is
Kynntu þér námið og bókaðu
viðtal hjá verkefnastjóra.
Meistaranám fyrir fólk sem
hefur metnað til að verða
leiðtogar. Áhersla er lögð á
skipulag, stjórnun og eflingu
mannauðs.
Þóra Björk Eysteinsdóttir
verkefnastjóri
thorabe@hr.is
MEISTARANÁM
ORGANISATIONAL BEHAVIOUR
AND TALENT MANAGEMENTOBTM
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ
Hundruð milljóna
króna ekki nýttar
Um 200 til 400 milljónir króna hafa verið afgangs á undanförnum árum af
þeirri fjárhæð sem ætluð er til endurgreiðslu tannlæknareikninga. Staðan
orðin óviðunandi, segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Semja á um börn.
HJÁ TANNLÆKNI Reyna á að ná samningum við tannlækna um tannviðgerðir barna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Það er leiðinlegt að
menn haldi að við
séum að skemma fyrir þessu
átaki því að viljum sannarlega
leysa þetta.
SIGURÐUR BENEDIKTSSON
FORMAÐUR TANNLÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS
SERBÍA, AP Þegar hópur lögreglu-
manna réðst inn í íbúðarhús í
bænum Lazareva klukkan fimm á
fimmtudagsmorgun vissu þeir ekki
hvort Ratko Mladic, fyrrverandi
yfirmaður herliðs Bosníu-Serba,
væri þar staddur.
Lögreglumennirnir gerðu sam-
tímis leit í fjórum íbúðarhúsum þar
í þorpinu, en sams konar leit hafa
þeir gert reglulega síðustu fjögur
árin víðs vegar um Serbíu í von um
að rekast á þennan 69 ára gamla
mann, sem eftirlýstur er fyrir
verstu stríðsglæpi Evrópu síðan í
seinni heimsstyrjöldinni.
Þrír lögreglumenn, sem ræddu
við fréttastofuna AP, sögðu Mladic
strax hafa viðurkennt hver hann
væri, hálfhvíslandi að vísu. Hann
hafi verið fölur og ellilegur, með
tvær skammbyssur á sér en afhenti
þær lögreglunni umyrðalaust.
Mladic var vakandi þegar lög-
regluna bar að garði, þótt flestir
þorpsbúar hafi verið í fastasvefni.
Hann hafði átt erfitt með að sofa
vegna verkja í líkamanum, sem
hafa hrjáð hann lengi.
Hann hefur verið í felum hjá ætt-
ingjum sínum í þessu þorpi í tvö ár,
taldi sig nokkuð öruggan þar.
Serbnesk stjórnvöld höfðu heitið
rúmlega 1.100 milljónum í fundar-
laun hverjum þeim sem gæti vísað
lögreglunni á Mladic, en enginn
fær þau verðlaun vegna þess að
lögreglan hafði enga vísbendingu
fengið um að hann gæti leynst
þarna. - gb
Lögreglan í Serbíu hafði enga vissu fyrir því að Ratko Mladic væri í húsinu:
Mladic náðist fyrir tilviljun
RATKO MLADIC Var vakandi þegar lög-
regluna bar að garði klukkan fimm að
morgni. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Valtýr Sigurðsson, lög-
maður hjá LEX og fyrrverandi rík-
issaksóknari, hefur verið fenginn
til að reka fjárdráttarmál á hendur
fyrrverandi yfirmanni hjá Lands-
bankanum fyrir dómi. Ástæðan
sem gefin er upp er óvissan sem
ríkir um starfsemi efnahagsbrota-
deildar Ríkislögreglustjóra, sem
áður fór með málið.
Málið sem um ræðir er höfðað
á hendur Hauki Þór Haraldssyni,
fyrrverandi framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs hjá Landsbankan-
um, fyrir fjárdrátt. Haukur milli-
færði 118 milljónir af reikningi
aflandsfélags bankans tveimur
dögum eftir hrun og inn á eigin
reikning. Hann hefur alla tíð borið
að hafa með þessu reynt að bjarga
fjármununum.
Haukur var sýknaður í Héraðs-
dómi Reykjavíkur en Hæstiréttur
vísaði málinu aftur heim í hérað.
Málflutning ákæruvaldsins fyrir
Hæstarétti annaðist Valtýr Sig-
urðsson, þá ríkissaksóknari, enda
hefur embætti Ríkissaksóknara
eitt rétt til þess.
Þegar málareksturinn hófst
síðan á nýjan leik fyrir héraðsdómi
í lok apríl sótti það Alda Hrönn
Jóhannsdóttir, settur saksóknari
efnahagsbrota hjá Ríkislögreglu-
stjóra.
Mánuði síðar nýtti nýr ríkis-
saksóknari, Sigríður J. Friðjóns-
dóttir, sér heimild í lögum til að
taka svipta efnahagsbrotadeild-
ina forræði á saksókninni og taka
hana í sínar hendur. Hún fól Valtý
það síðan í kjölfarið. Hann var þá
horfinn til starfa á LEX en þekkti
málið.
Þetta er rökstutt með því að
óvissa ríki um skipan ákæru-
valdsins þegar aðalmeðferðin er
áætluð, vegna fyrirhugaðrar sam-
einingar embætta efnahagsbrota-
deildar og sérstaks saksóknara.
Embættin sameinast formlega 1.
júní. - sh
Mál tekið af efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra vegna óvissu um skipan ákæruvalds á næstunni:
Ríkissaksóknari útvistar sakamáli til Valtýs
VALTÝR
SIGURÐSSON
Telurðu mikilvægt að börn
tekjulágra foreldra njóti niður-
greiddrar tannlæknaþjónustu?
Já 92%
Nei 8%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ætti að takmarka setutíma for-
sætisráðherra í stjórnarskrá?
Segðu skoðun þína á Visir.is.
SIGRÍÐUR
FRIÐJÓNSDÓTTIR
KJÖRKASSINN